„Það eru engin jól án tónlistar“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 20. desember 2022 13:09 Það er aldrei leiðinleg stemning þegar Heimilistónar koma saman. „Það er mjög skemmtilegt að undirbúa tónleikana. Finna til jólaskraut, fara í sitt fínasta púss og pakka inn happdrættisvinningunum. Þetta kemur manni í jólaskap,“ segir Katla Margrét Þorgeirsdóttir leikkona og ein af meðlimum Heimilistóna en sveitin heldur sína seinni jólatónleika í Húsi máls og menningar nú í kvöld. Leikkonurnar góðkunnu Elva Ósk, Katla Margrét, Ólafía Hrönn og Vigdís flytja frumsamin jólalög af plötunni „Rugl góð jólalög“ ásamt fleiri góðum lögum sveitarinnar. Þetta er fyrsta jólaplata Heimilistóna, en á henni er meðal annars að finna Jólalag ársins á Rás 2 á síðasta ári „Anda inn“. Það var hlýleg jólastemning og fullt út úr húsi síðastliðið laugardagskvöld þegar Heimilistónar héldu jólatónleika í Húsi máls og menningar og hefur sveitin nú bætt við aukatónleikum á sama stað klukkan átta í kvöld. Fullt var út úr húsi á tónleikum Heimilistóna á laugardagskvöldið og í kvöld munu þær stöllur endurtaka leikinn. Gaman og gleði á aðventunni „Ég verð að segja að nafnið á plötunni er réttnefni. En þetta hrökk upp úr einni okkar í stúdíóinu þegar við vorum að taka lögin upp. Þetta hljómar kannski belgingslegt en þetta var sagt með hjartanu og ef ég á að dæma af viðbrögðum hlustenda bæði af tónleikunum siðastliðin laugardag og þeirra sem hafa hlustað á plötuna þá eru þeir sammála. Það má geta þess að öðlingurinn hann Vignir Snær tók upp plötuna og við hefðum ekki getað fengið betri mann,“ segir Ólafa Hrönn, eða Lolla eins og hún er oftast kölluð. Þá segir Elva Ósk að það hafi verið gaman að sjá gleðina sem sveif yfir salinn á tónleikunum á laugardagskvöldið. „Það er gott að sjá fólk ná að njóta á þessum annatíma sem aðventan er. Við vorum eitthvað að spá og spökulera hvort fólk kæmi því það er svo mikið í boði, en jú, það var stappað og okkur þótti það gleðilegt. Við erum stoltar af þessum nýju lögum okkar og glaðar að þau líði vel í landann,“ segir hún og Katla tekur í sama streng. „Tónleikarnir á laugardaginn glöddu okkur mikið. Gaman að flytja þessi lög og ekki síður að fá gestina með í samsöng á þekktum jólalögum. Þá fékk ég gæsahúð.“ Þá segir Vigdís að gömlu lög sveitarinnar hitti ávallt í mark hjá gestum. „Það er óskaplega gaman að fá tækifæri til að að spila jólalögin okkar fyrir tónleikagesti og skapa jólastemningu. Tónlist er svo stór hluti af jólahaldinu, það eru engin jól án tónlistar.“ Tónleikar Heimilistóna hefjast klukkan átta í kvöld. Miðasala er í Húsi máls og menningar og miðaverð er 2.900 krónur. Vínylútgáfa plötunnar er nýkomin úr prentun og verður seld á staðnum á 5.000 krónur. Á plötunni má finna QR kóða sem vísa á Spotify fyrir þá sem vilja kaupa plötuna en eiga ekki plötuspilara. Menning Jól Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sjá meira
Leikkonurnar góðkunnu Elva Ósk, Katla Margrét, Ólafía Hrönn og Vigdís flytja frumsamin jólalög af plötunni „Rugl góð jólalög“ ásamt fleiri góðum lögum sveitarinnar. Þetta er fyrsta jólaplata Heimilistóna, en á henni er meðal annars að finna Jólalag ársins á Rás 2 á síðasta ári „Anda inn“. Það var hlýleg jólastemning og fullt út úr húsi síðastliðið laugardagskvöld þegar Heimilistónar héldu jólatónleika í Húsi máls og menningar og hefur sveitin nú bætt við aukatónleikum á sama stað klukkan átta í kvöld. Fullt var út úr húsi á tónleikum Heimilistóna á laugardagskvöldið og í kvöld munu þær stöllur endurtaka leikinn. Gaman og gleði á aðventunni „Ég verð að segja að nafnið á plötunni er réttnefni. En þetta hrökk upp úr einni okkar í stúdíóinu þegar við vorum að taka lögin upp. Þetta hljómar kannski belgingslegt en þetta var sagt með hjartanu og ef ég á að dæma af viðbrögðum hlustenda bæði af tónleikunum siðastliðin laugardag og þeirra sem hafa hlustað á plötuna þá eru þeir sammála. Það má geta þess að öðlingurinn hann Vignir Snær tók upp plötuna og við hefðum ekki getað fengið betri mann,“ segir Ólafa Hrönn, eða Lolla eins og hún er oftast kölluð. Þá segir Elva Ósk að það hafi verið gaman að sjá gleðina sem sveif yfir salinn á tónleikunum á laugardagskvöldið. „Það er gott að sjá fólk ná að njóta á þessum annatíma sem aðventan er. Við vorum eitthvað að spá og spökulera hvort fólk kæmi því það er svo mikið í boði, en jú, það var stappað og okkur þótti það gleðilegt. Við erum stoltar af þessum nýju lögum okkar og glaðar að þau líði vel í landann,“ segir hún og Katla tekur í sama streng. „Tónleikarnir á laugardaginn glöddu okkur mikið. Gaman að flytja þessi lög og ekki síður að fá gestina með í samsöng á þekktum jólalögum. Þá fékk ég gæsahúð.“ Þá segir Vigdís að gömlu lög sveitarinnar hitti ávallt í mark hjá gestum. „Það er óskaplega gaman að fá tækifæri til að að spila jólalögin okkar fyrir tónleikagesti og skapa jólastemningu. Tónlist er svo stór hluti af jólahaldinu, það eru engin jól án tónlistar.“ Tónleikar Heimilistóna hefjast klukkan átta í kvöld. Miðasala er í Húsi máls og menningar og miðaverð er 2.900 krónur. Vínylútgáfa plötunnar er nýkomin úr prentun og verður seld á staðnum á 5.000 krónur. Á plötunni má finna QR kóða sem vísa á Spotify fyrir þá sem vilja kaupa plötuna en eiga ekki plötuspilara.
Menning Jól Tónlist Tónleikar á Íslandi Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fleiri fréttir Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sjá meira