Mark Alberts kom um miðbik fyrri hálfleiks en meira var ekki skorað í leiknum og lyktaði leiknum þar af leiðandi meðe 1-0 sigri Genoa.
Eftir þennan sigur hefur Genoa 30 stig líkt og Bari en liðin sitja í þriðja og fjórða sæti deildarinnar. Frosinone er aftur á móti á toppnum með 36 stig og Reggina er síðan í öðru sæti með 33 stig.
22 | ALBEEEEEEEEEEEEEEEEEEEERT
— Genoa CFC (@GenoaCFC) December 18, 2022
Azione da corner, palla in mezzo e tocco vincente di Albert!#GenoaFrosinone 1 -0 pic.twitter.com/G7IwTOgVJl
Tvö efstu liðin fara beint upp í A-deildina en liðin sem hafna í þriðja til áttunda sæti fara í umspil um þriðja og síðasta lausa sætið í deild þeirra bestu.
Þetta var annað markið sem Albert skorar í þeim 16 deildarleikjum sem hann hefur spilað á yfirstandandi keppnistímabili.