Nýjasta grínmyndband Söru og er komið í loftið og fer fram eins og hin í líkamsræktarstöð.
Að þessu sinni eru þau stödd í hinni einu sönnu Simma Gym hjá Söru.
Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður Söru, er líka í stóru hlutverki í myndbandinu.
Eins og oftast er það Sam Cornforth sem fær að kenna mest á því. Hann slapp ómeiddur eftir viðureignina við Snorra en þarf að kaupa sér nýjan bol.
Það eru reyndar sumir sem hafa ekki húmor fyrir þessu en stóri lærdómurinn er kannski það sem allir sem þekkja til vita að Snorri Barón gerir allt fyrir Söru.
Myndbandið birtist á Instagram síðu Söru og má sjá það hér fyrir neðan.