„Menn hljóta að trúa því að við getum unnið hvaða lið sem er“ Siggeir Ævarsson skrifar 15. desember 2022 22:30 Ísak Wíum á hliðarlínunni. Vísir/Bára Dröfn Lærisveinar Ísaks Wíum í ÍR náðu heldur betur að velgja Keflvíkingum undir uggum í Keflavík í Subway deild karla í körfubolta fyrr í kvöld en leikurinn var hnífjafn og æsipennandi fyrstu þrjá leikhlutana. Lokaniðurstaðan aftur á móti varð 20 stiga sigur heimamanna sem áttu 4. leikhlutann með húð og hári, lokatölur 108-88. Ísak sagði að orkustigið hjá hans mönnum hefði einfaldlega gufað upp eftir 3. leikhlutann og slakur varnarleikur kostað þá sigurinn í hröðum leik. „Mér leið mjög vel í lok þriðja miðað við hvernig leikurinn var að þróast og hvaða opnanir við vorum að fá. En vissulega hafði ég áhyggjur af varnarleiknum sem var ekki góður og alls ekki góður í 4. leikhluta. Svo bara setja þeir í annan gír og við kannski lækkum um gír. Orkustigið þegar við löbbuðum útúr þriðja leikhluta og inn í fjórða leikhluta var ekki neitt. Þeir vinna fyrstu 5 mínúturnar af fjórða 18-5 og þar bara fer leikurinn á móti jafn góðu liði og Keflavík.“ Það er oft talað um að góður varnarleikur gefi af sér auðveldar sóknir, en sóknarleikurinn í 4. leikhluta var hrein hörmung að mati Ísak. „Já sóknarleikurinn var ömurlegur í fjórða, klárt mál. En heilt yfir var hann góður. En málið er líka að við vorum svolítið að hlaupa á þá og reyna að fá auðveldar körfur. Styrkleikinn okkar í síðustu leikjum hefur svolítið verið að leita inní og eðlilega erum við kannski ekki að „matcha“ neitt sérstaklega vel á móti turnunum sem þeir eru með þegar við leitum inní. Við vildum sækja á þá hratt, en ef við gerum það verðum við líka að stoppa hinumegin, og þess vegna vil ég skrifa þetta á vörnina frekar. En sóknarlega var ákvarðatakan ekki góð og menn kannski orðnir þreyttir.“ Ísaki hefur verið tíðrætt um að hans menn séu að bíða eftir „skotdeginum“ sínum og þeir voru nokkuð nálægt honum í kvöld, þriggjastiga nýtingin 32% og Taylor Johns með 100% nýtingu þar til í lokin. Ísak var bara nokkuð sáttur með nýtinguna að þessu sinni. „Skutum við ekki ágætlega í þessum leik? Taylor má skjóta ef hann er opinn, fyrir utan þessa tvo grín þrista sem hann tekur í lokin þá er hann 2/2 þannig að ef hann getur sett þristana sína þá er ég að fá helvíti mikið frá honum.“ Ísak var að sögn sultuslakur þrátt fyrir tapið, og sagði að tímabilið stæði hvorki né félli með tapi gegn best manna liði deildarinnar. „Menn hljóta að trúa því að við getum unnið hvaða lið sem er. Við þurfum að bæta við einum leikhluta. Eru ekki allir sammála því að þetta Keflavíkurlið sé best mannaða lið deildarinnar? Mér allavega heyrist það á öllum að þetta sé langbest mannaða lið deildarinnar. Við bara förum með það inn í jólafríið, tímabilið okkar stendur ekki og fellur ekki með tapi gegn Keflavík í Keflavík.“ Körfubolti Subway-deild karla ÍR Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Sjá meira
Ísak sagði að orkustigið hjá hans mönnum hefði einfaldlega gufað upp eftir 3. leikhlutann og slakur varnarleikur kostað þá sigurinn í hröðum leik. „Mér leið mjög vel í lok þriðja miðað við hvernig leikurinn var að þróast og hvaða opnanir við vorum að fá. En vissulega hafði ég áhyggjur af varnarleiknum sem var ekki góður og alls ekki góður í 4. leikhluta. Svo bara setja þeir í annan gír og við kannski lækkum um gír. Orkustigið þegar við löbbuðum útúr þriðja leikhluta og inn í fjórða leikhluta var ekki neitt. Þeir vinna fyrstu 5 mínúturnar af fjórða 18-5 og þar bara fer leikurinn á móti jafn góðu liði og Keflavík.“ Það er oft talað um að góður varnarleikur gefi af sér auðveldar sóknir, en sóknarleikurinn í 4. leikhluta var hrein hörmung að mati Ísak. „Já sóknarleikurinn var ömurlegur í fjórða, klárt mál. En heilt yfir var hann góður. En málið er líka að við vorum svolítið að hlaupa á þá og reyna að fá auðveldar körfur. Styrkleikinn okkar í síðustu leikjum hefur svolítið verið að leita inní og eðlilega erum við kannski ekki að „matcha“ neitt sérstaklega vel á móti turnunum sem þeir eru með þegar við leitum inní. Við vildum sækja á þá hratt, en ef við gerum það verðum við líka að stoppa hinumegin, og þess vegna vil ég skrifa þetta á vörnina frekar. En sóknarlega var ákvarðatakan ekki góð og menn kannski orðnir þreyttir.“ Ísaki hefur verið tíðrætt um að hans menn séu að bíða eftir „skotdeginum“ sínum og þeir voru nokkuð nálægt honum í kvöld, þriggjastiga nýtingin 32% og Taylor Johns með 100% nýtingu þar til í lokin. Ísak var bara nokkuð sáttur með nýtinguna að þessu sinni. „Skutum við ekki ágætlega í þessum leik? Taylor má skjóta ef hann er opinn, fyrir utan þessa tvo grín þrista sem hann tekur í lokin þá er hann 2/2 þannig að ef hann getur sett þristana sína þá er ég að fá helvíti mikið frá honum.“ Ísak var að sögn sultuslakur þrátt fyrir tapið, og sagði að tímabilið stæði hvorki né félli með tapi gegn best manna liði deildarinnar. „Menn hljóta að trúa því að við getum unnið hvaða lið sem er. Við þurfum að bæta við einum leikhluta. Eru ekki allir sammála því að þetta Keflavíkurlið sé best mannaða lið deildarinnar? Mér allavega heyrist það á öllum að þetta sé langbest mannaða lið deildarinnar. Við bara förum með það inn í jólafríið, tímabilið okkar stendur ekki og fellur ekki með tapi gegn Keflavík í Keflavík.“
Körfubolti Subway-deild karla ÍR Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Sjá meira