Jóladagatal Vísis: Mugison tekur lagið með sjúskaðan, forláta gítar Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 18. desember 2022 07:01 Mugison á tónleikunum Bylgjan órafmögnuð. Vísir/Rakel Rún Mugison á lag dagsins í Jóladagatali Vísis. Lagið sem um ræðir er Kletturinn, sem hann tók á tónleikunum Bylgjan órafmögnuð fyrir rétt rúmu ári. Í samtali við kynni kvöldsins, Völu Eiríks, sagði Mugison söguna á bak við gítarinn sinn, sem var orðinn ansi sjúskaður að sjá. „Ég veit ekki alveg hvað þetta er löng saga en ég ætla að reyna að koma með stuttu útgáfuna. Emiliana Torrini fékk mig til að hita upp fyrir sig fyrir fimmtán árum síðan í útlöndum og ég fór geggjað spenntur út með gítarinn minn.“ Þegar tónlistarmaðurinn sat inni í flugvélinni á flugvellinum í Glasgow sá hann þegar starfsfólk flugvallarins kastaði gítartöskunni á vagn, en það fór ekki betur en svo að hún endaði á jörðinni. „Hann brotnaði þannig að mig vantaði gítar.“ Mugison hafði nýlega fengið greitt milljón fyrir verkefni. Hann var á þessum tíma með þriggja milljón króna yfirdrátt en datt ekki í hug að borga hann niður heldur var stefnan tekin rakleiðis á gítarverslun. Lag dagsins er Kletturinn með Mugison Jóladagatal Vísis Tónlist Mest lesið Vinsæl jóladagatöl á Íslandi: Bjór, snyrtivörur, kaffi og lakkrís Jól Glæsilegir smáréttir Guðrúnar Jól Segir engin jól án sörubaksturs Jól Jólalag dagsins: Valdimar flytur Fyrir jól Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir herrann Jól Jólamolar: Eiginmanninum ofbauð þegar hún vildi hafa tvö jólatré Jól Lætur sig dreyma um nýja PlayStation þar sem bíllinn situr pikkfastur í snjóskafli Jól Sannkölluð áramótabomba Jól Aðeins einn hlutur á óskalista Ragnars Jónassonar þessi jólin Jól Alltaf aukadiskur og extrastóll Jól
Í samtali við kynni kvöldsins, Völu Eiríks, sagði Mugison söguna á bak við gítarinn sinn, sem var orðinn ansi sjúskaður að sjá. „Ég veit ekki alveg hvað þetta er löng saga en ég ætla að reyna að koma með stuttu útgáfuna. Emiliana Torrini fékk mig til að hita upp fyrir sig fyrir fimmtán árum síðan í útlöndum og ég fór geggjað spenntur út með gítarinn minn.“ Þegar tónlistarmaðurinn sat inni í flugvélinni á flugvellinum í Glasgow sá hann þegar starfsfólk flugvallarins kastaði gítartöskunni á vagn, en það fór ekki betur en svo að hún endaði á jörðinni. „Hann brotnaði þannig að mig vantaði gítar.“ Mugison hafði nýlega fengið greitt milljón fyrir verkefni. Hann var á þessum tíma með þriggja milljón króna yfirdrátt en datt ekki í hug að borga hann niður heldur var stefnan tekin rakleiðis á gítarverslun. Lag dagsins er Kletturinn með Mugison
Jóladagatal Vísis Tónlist Mest lesið Vinsæl jóladagatöl á Íslandi: Bjór, snyrtivörur, kaffi og lakkrís Jól Glæsilegir smáréttir Guðrúnar Jól Segir engin jól án sörubaksturs Jól Jólalag dagsins: Valdimar flytur Fyrir jól Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir herrann Jól Jólamolar: Eiginmanninum ofbauð þegar hún vildi hafa tvö jólatré Jól Lætur sig dreyma um nýja PlayStation þar sem bíllinn situr pikkfastur í snjóskafli Jól Sannkölluð áramótabomba Jól Aðeins einn hlutur á óskalista Ragnars Jónassonar þessi jólin Jól Alltaf aukadiskur og extrastóll Jól