Viðar Örn skoraði þegar Atromitos féll úr leik | Öruggt hjá Herði Björgvini Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. desember 2022 19:30 Viðar Örn skoraði í kvöld en það dugði skammt. Twitter@atromitos1923 Viðar Örn Kjartansson skoraði eina mark Atromitos gegn stórliði Olympiacos í grísku bikarkeppninni í fótbolta í kvöld. Skömmu áður höfðu Hörður Björgvin Magnússon og félagar í Panathinaikos flogið áfram. Atromito var alltaf að fara eiga erfitt kvöld og lenti liðið snemma undir. Pep Biel, fyrrverandi framherji FC Kaupmannahafnar, kom Olympiacos yfir en Viðar Örn jafnaði aðeins fjórum mínútum síðar. Stefndi í markaleik ef marka mátti upphaf leiksisn en fleiri urðu mörkin þó ekki í fyrri hálfleik og staðan jöfn 1-1 þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Brasilíski bakvörðurinn Marcelo kom Olympiacos yfir eftir fimm mínútna leik í síðari hálfleik og eftir það var aldrei spurning hvort liðið færi áfram. Youssef El Arabi bætti þriðja marki heimaliðsins við og Marcelo bætti við öðru marki sínu til að fullkomna sigurinn, lokatölur 4-1 og Íslendingalið Atromitos er fallið úr leik. Viðar Örn var tekinn af velli á 68. mínútu en Samúel Kári Friðjónsson lék allan leikinn á miðjunni hjá Atromitos. Markvörðurinn Ögmundur Kristinsson sat á bekknum hjá Olympiacos. .#Panathinaikos #PAOFC2022_23 #PAOVOL #GreekCup pic.twitter.com/ykyYDiHx7A— Panathinaikos F.C. (@paofc_) December 15, 2022 Hörður Björgvin spilaði allan leikinn í miðverði þegar Panathinaikos vann öruggan 3-0 sigur á Volos í kvöld. Hörður Björgvin og félagar hafa verið frábærir það sem af er leiktíð og virðast svo gott sem ósigrandi. Fótbolti Gríski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Íslenski boltinn Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Fleiri fréttir Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Sjá meira
Atromito var alltaf að fara eiga erfitt kvöld og lenti liðið snemma undir. Pep Biel, fyrrverandi framherji FC Kaupmannahafnar, kom Olympiacos yfir en Viðar Örn jafnaði aðeins fjórum mínútum síðar. Stefndi í markaleik ef marka mátti upphaf leiksisn en fleiri urðu mörkin þó ekki í fyrri hálfleik og staðan jöfn 1-1 þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Brasilíski bakvörðurinn Marcelo kom Olympiacos yfir eftir fimm mínútna leik í síðari hálfleik og eftir það var aldrei spurning hvort liðið færi áfram. Youssef El Arabi bætti þriðja marki heimaliðsins við og Marcelo bætti við öðru marki sínu til að fullkomna sigurinn, lokatölur 4-1 og Íslendingalið Atromitos er fallið úr leik. Viðar Örn var tekinn af velli á 68. mínútu en Samúel Kári Friðjónsson lék allan leikinn á miðjunni hjá Atromitos. Markvörðurinn Ögmundur Kristinsson sat á bekknum hjá Olympiacos. .#Panathinaikos #PAOFC2022_23 #PAOVOL #GreekCup pic.twitter.com/ykyYDiHx7A— Panathinaikos F.C. (@paofc_) December 15, 2022 Hörður Björgvin spilaði allan leikinn í miðverði þegar Panathinaikos vann öruggan 3-0 sigur á Volos í kvöld. Hörður Björgvin og félagar hafa verið frábærir það sem af er leiktíð og virðast svo gott sem ósigrandi.
Fótbolti Gríski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Íslenski boltinn Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Fleiri fréttir Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Sjá meira