Hér er um við að tala um Rósu Jóhannsdóttur. Hún fékk heilablóðfall 2018 og er lömuð að hluta til en hún lætur það þó ekki stoppa sig að baka þúsundir kakna af sörum fyrir viðskiptavina sína.
„Þegar þú ert búin að gera þetta mörgum sinnum þá er þetta ekkert mál. Þetta er bara að blanda saman eggjahvítum og möndlum og flórsykur. Þetta er alltaf jafn skemmtileg og ég er að fá góðar viðtökur við bakstrinum,“ segir Rósa.
Rósa selur sörurnar mest á heimili í Hveragerði og næsta nágrenni, en það er þó töluvert um að sörurnar hennar fari líka á heimili á höfuðborgarsvæðinu.
Kökurnar eru um 20 mínútur inn í ofni hjá Rósu og svo þarf að setja súkkulaðið á þær og nostra við þær áður en þær fara í öskjur og svo til viðskiptavina.

Rósa lætur lömunina ekki hafa áhrif á sig.
„Nei, nei, eitthvað verð ég að gera, ég vil ekki sitja allan daginn og hafa ekkert að gera, þá er miklu betra að nýta tímann til að gera eitthvað skemmtilegt, sem ég hef áhuga fyrir og get glatt aðra líka með,“ segir hún.
Rósa lætur hluta af ágóðanum af sörubakstrinum renna til góðra málefna.
„Já, eins og fyrir tveimur árum þá gaf ég taugalækningadeild Landsspítalans og núna fær Krabbameinsfélagið pening frá mér“.
