Karius segist ekki bera neinn kala til Klopp sem læsti hann úti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. desember 2022 13:00 Loris Karius grætur eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar á móti Real Madrid árið 2018. Getty/Simon Stacpoole Loris Karius talar ekki illa um knattspyrnustjóra Liverpool þrátt fyrir að Jürgen Klopp hafi hent honum úr liðinu eftir mistökin dýrkeyptu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2018. Karius er að reyna endurkomu í ensku úrvalsdeildina með Newcastle United fjórum árum eftir úrslitaleikinn afdrifaríka í Kiev. Karius gaf Real Madrid tvö mörk á silfurfati í úrslitaleiknum, fyrsta og þriðja markið í 3-1 sigri spænska liðsins. Fyrst henti hann boltanum í Karim Benzema sem skoraði og svo lak langskot Gareth Bale í gegnum hendur hans. Karius: No 'bad blood' with Klopp over L'pool exit https://t.co/gq1nEczjzX— Mark Ogden (@MarkOgden_) December 14, 2022 Karius hefur verið á láni undanfarin ár því hann spilaði ekki aftur fyrir Liverpool. Klopp keypti Alisson nokkrum vikum seinna og markvarslan var ekki lengur vandamál hjá Liverpool. Karius var tvö tímabil hjá Besiktas og eitt ár hjá Union Berlin. Hann fékk ekkert að spila á síðast ári sínu hjá Liverpool. Hann samdi síðan við Newcastle í september. „Tími minn hjá Liverpool var búinn og ég var að leita mér að nýju félagi. Það tókst ekki að ná samningi og því lenti ég í þeirri stöðu að ég varð að vera hjá Liverpool vitandi það að ég fengi ekki nein tækifæri,“ sagði Loris Karius. "For me it is tiring to keep talking about it, it's football and things happen"#LFC https://t.co/2ie4B5FJqm— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) December 14, 2022 „Ég ræddi þetta við knattspyrnustjórann. Ég ber samt engan kala til hans en vitandi stöðuna frá byrjun gerði þetta mjög erfitt,“ sagði Karius. „Þegar þú færð aldrei að vera í hópnum þá missir þú af því að upplif sigrana, tapleikina og að ferðast með liðinu,“ sagði Karius. „Ég saknaði þess. Það er ekki auðvelt að vera jákvæður og halda áfram að vinna af því að þú veist að það skiptir engu máli. Ég lærði samt mikið af þessu, reyndi mitt besta á æfingum og reyndi að halda mér jákvæðum andlega,“ sagði Karius. „Ég hef spilað yfir tvö hundruð leiki í efstu deild og landsliðum og ég veit hvað ég get. Ég vissi að ég gæti boðið margt. Ég er bara að verða þrítugur og það er ekki gamalt fyrir markvörð. Síðasta tímabil var samt erfitt,“ sagði Karius. Enski boltinn Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Fótbolti Fleiri fréttir Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Sjá meira
Karius er að reyna endurkomu í ensku úrvalsdeildina með Newcastle United fjórum árum eftir úrslitaleikinn afdrifaríka í Kiev. Karius gaf Real Madrid tvö mörk á silfurfati í úrslitaleiknum, fyrsta og þriðja markið í 3-1 sigri spænska liðsins. Fyrst henti hann boltanum í Karim Benzema sem skoraði og svo lak langskot Gareth Bale í gegnum hendur hans. Karius: No 'bad blood' with Klopp over L'pool exit https://t.co/gq1nEczjzX— Mark Ogden (@MarkOgden_) December 14, 2022 Karius hefur verið á láni undanfarin ár því hann spilaði ekki aftur fyrir Liverpool. Klopp keypti Alisson nokkrum vikum seinna og markvarslan var ekki lengur vandamál hjá Liverpool. Karius var tvö tímabil hjá Besiktas og eitt ár hjá Union Berlin. Hann fékk ekkert að spila á síðast ári sínu hjá Liverpool. Hann samdi síðan við Newcastle í september. „Tími minn hjá Liverpool var búinn og ég var að leita mér að nýju félagi. Það tókst ekki að ná samningi og því lenti ég í þeirri stöðu að ég varð að vera hjá Liverpool vitandi það að ég fengi ekki nein tækifæri,“ sagði Loris Karius. "For me it is tiring to keep talking about it, it's football and things happen"#LFC https://t.co/2ie4B5FJqm— Liverpool FC News (@LivEchoLFC) December 14, 2022 „Ég ræddi þetta við knattspyrnustjórann. Ég ber samt engan kala til hans en vitandi stöðuna frá byrjun gerði þetta mjög erfitt,“ sagði Karius. „Þegar þú færð aldrei að vera í hópnum þá missir þú af því að upplif sigrana, tapleikina og að ferðast með liðinu,“ sagði Karius. „Ég saknaði þess. Það er ekki auðvelt að vera jákvæður og halda áfram að vinna af því að þú veist að það skiptir engu máli. Ég lærði samt mikið af þessu, reyndi mitt besta á æfingum og reyndi að halda mér jákvæðum andlega,“ sagði Karius. „Ég hef spilað yfir tvö hundruð leiki í efstu deild og landsliðum og ég veit hvað ég get. Ég vissi að ég gæti boðið margt. Ég er bara að verða þrítugur og það er ekki gamalt fyrir markvörð. Síðasta tímabil var samt erfitt,“ sagði Karius.
Enski boltinn Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Fótbolti Fleiri fréttir Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Sjá meira