Guðir verða drepnir hjá Amazon Samúel Karl Ólason skrifar 14. desember 2022 19:39 Amazon vill gera sögu Kratosar skil í sjónvarpsþáttum. Amazon hefur gert samkomulag við Sony og Santa Monica Studio um að framleiða God of War sjónvarpsþætti. Þættirnir verða sýndir á streymisveitunni Prime Video og munu byggja á hinni gífurlega vinsælu leikjaseríu um gríska stríðsguðinn Kratos. Samkvæmt frétt Entertainment Weekly hefur Rafe Judkins tekið að sér að gera þættina en hann er einnig að gera þættina Wheel of Time fyrir Amazon sem byggja á samnefndri bókaseríu. Þeir Mark Fergus og Hawk Ostby munu skrifa þættina en þeir eru hvað þekktastir fyrir að skrifa handrit myndanna Children of Men og Iron Man. Þættirnir eiga að byggja á God of War leiknum frá 2018. Hann gerist eftir að Kratos hefur drepið Seif föður sinn og brennt Ólympus til grunna og sest í helgan stein í Miðgarði Ásatrúnnar. Þar hefur hann hitt konu og eignast með henni dreng, sem heitir Atreus. Eðli málsins samkvæmt fjallar leikurinn ekki um það að Kratos hafi lifað hamingjusamur til endaloka alheimsins, heldur kemur ýmislegt upp á og mikið ævintýri hefst. God of War is coming. pic.twitter.com/GzbyutRO2k— Prime Video (@PrimeVideo) December 14, 2022 Engar upplýsingar liggja fyrir um hverjir eiga að leikja Kratos, Atreus og aðrar persónur God of War. Christopher Judge, sem talsetur Kratos, hefur gefið í skyn að hann hafi áhuga á að leika Kratos. Amazon hefur fyrir gert samninga um framleiðslu þætti sem byggja á Fallout leikjunum og jafnvel Mass Effect, þó lítið hafi frést af þeim þáttum síðan Amazon tryggði sér réttinn á þeim. Þá gefur HBO á næsta ári út þætti sem byggja á Last of Us leikjunum. Paramount er að gera Halo þætti og Netflix hefur verið að gera þætti um söguheim Witcher, þó þeir byggi meira á bókunum en leikjunum. Hér að neðan má sjá stiklu leikjarins frá 2018. Bíó og sjónvarp Leikjavísir Tengdar fréttir God of War Ragnarök - Einn af bestu leikjum Miðgarðs Byrjum þetta einfalt. God of War Ragnarök er einhver besti leikur sem ég hef spilað. Starfsmönnum Santa Monica Studios tókst einhvern veginn að taka mjög góðan leik og gera framhald án þess að klúðra nokkru. Ég held svei mér þá að allt sé betra á milli leikja. 3. nóvember 2022 16:02 God of War: Leikur ársins kominn snemma Í stuttu máli sagt þá er God of War geggjaður leikur. 25. apríl 2018 10:45 Hefja framleiðslu Fallout-þátta á árinu Amazon mun hefja framleiðslu þátta úr söguheimi Fallout, hinna vinsælu tölvuleikja, á þessu ári. Jonathan Nolan, einn af forsvarsmönnum Westworld-þáttanna, meðal annars, hefur tekið að sér að leikstýra fyrsta þætti seríunnar. 7. janúar 2022 14:01 Amazon og EA nálægt samkomulagi um Mass Effect þætti Forsvarsmenn Amazon Studios eru nærri því að gera samkomulag við tölvuleikjafyrirtækið Electronic Arts um að gera sjónvarpsþætti um söguheim Mass Effect, leikjaseríunnar vinsælu. 24. nóvember 2021 13:01 Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Samkvæmt frétt Entertainment Weekly hefur Rafe Judkins tekið að sér að gera þættina en hann er einnig að gera þættina Wheel of Time fyrir Amazon sem byggja á samnefndri bókaseríu. Þeir Mark Fergus og Hawk Ostby munu skrifa þættina en þeir eru hvað þekktastir fyrir að skrifa handrit myndanna Children of Men og Iron Man. Þættirnir eiga að byggja á God of War leiknum frá 2018. Hann gerist eftir að Kratos hefur drepið Seif föður sinn og brennt Ólympus til grunna og sest í helgan stein í Miðgarði Ásatrúnnar. Þar hefur hann hitt konu og eignast með henni dreng, sem heitir Atreus. Eðli málsins samkvæmt fjallar leikurinn ekki um það að Kratos hafi lifað hamingjusamur til endaloka alheimsins, heldur kemur ýmislegt upp á og mikið ævintýri hefst. God of War is coming. pic.twitter.com/GzbyutRO2k— Prime Video (@PrimeVideo) December 14, 2022 Engar upplýsingar liggja fyrir um hverjir eiga að leikja Kratos, Atreus og aðrar persónur God of War. Christopher Judge, sem talsetur Kratos, hefur gefið í skyn að hann hafi áhuga á að leika Kratos. Amazon hefur fyrir gert samninga um framleiðslu þætti sem byggja á Fallout leikjunum og jafnvel Mass Effect, þó lítið hafi frést af þeim þáttum síðan Amazon tryggði sér réttinn á þeim. Þá gefur HBO á næsta ári út þætti sem byggja á Last of Us leikjunum. Paramount er að gera Halo þætti og Netflix hefur verið að gera þætti um söguheim Witcher, þó þeir byggi meira á bókunum en leikjunum. Hér að neðan má sjá stiklu leikjarins frá 2018.
Bíó og sjónvarp Leikjavísir Tengdar fréttir God of War Ragnarök - Einn af bestu leikjum Miðgarðs Byrjum þetta einfalt. God of War Ragnarök er einhver besti leikur sem ég hef spilað. Starfsmönnum Santa Monica Studios tókst einhvern veginn að taka mjög góðan leik og gera framhald án þess að klúðra nokkru. Ég held svei mér þá að allt sé betra á milli leikja. 3. nóvember 2022 16:02 God of War: Leikur ársins kominn snemma Í stuttu máli sagt þá er God of War geggjaður leikur. 25. apríl 2018 10:45 Hefja framleiðslu Fallout-þátta á árinu Amazon mun hefja framleiðslu þátta úr söguheimi Fallout, hinna vinsælu tölvuleikja, á þessu ári. Jonathan Nolan, einn af forsvarsmönnum Westworld-þáttanna, meðal annars, hefur tekið að sér að leikstýra fyrsta þætti seríunnar. 7. janúar 2022 14:01 Amazon og EA nálægt samkomulagi um Mass Effect þætti Forsvarsmenn Amazon Studios eru nærri því að gera samkomulag við tölvuleikjafyrirtækið Electronic Arts um að gera sjónvarpsþætti um söguheim Mass Effect, leikjaseríunnar vinsælu. 24. nóvember 2021 13:01 Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
God of War Ragnarök - Einn af bestu leikjum Miðgarðs Byrjum þetta einfalt. God of War Ragnarök er einhver besti leikur sem ég hef spilað. Starfsmönnum Santa Monica Studios tókst einhvern veginn að taka mjög góðan leik og gera framhald án þess að klúðra nokkru. Ég held svei mér þá að allt sé betra á milli leikja. 3. nóvember 2022 16:02
God of War: Leikur ársins kominn snemma Í stuttu máli sagt þá er God of War geggjaður leikur. 25. apríl 2018 10:45
Hefja framleiðslu Fallout-þátta á árinu Amazon mun hefja framleiðslu þátta úr söguheimi Fallout, hinna vinsælu tölvuleikja, á þessu ári. Jonathan Nolan, einn af forsvarsmönnum Westworld-þáttanna, meðal annars, hefur tekið að sér að leikstýra fyrsta þætti seríunnar. 7. janúar 2022 14:01
Amazon og EA nálægt samkomulagi um Mass Effect þætti Forsvarsmenn Amazon Studios eru nærri því að gera samkomulag við tölvuleikjafyrirtækið Electronic Arts um að gera sjónvarpsþætti um söguheim Mass Effect, leikjaseríunnar vinsælu. 24. nóvember 2021 13:01