Öflugir lyftarar fyrir allar tegundir verkefna Kraftlausnir 15. desember 2022 08:45 Guðmundur Orri, framkvæmdastjóri Kraftlausna. Vilhelm Kraftlausnir er nýtt fyrirtæki sem sér um innflutning á lyfturum sem og viðgerðarþjónustu og varahlutasölu fyrir lyftara. Starfsmenn Kraftlausna aðstoða þig við að finna nýjan eða notaðan lyftara sem hentar þínum rekstri. „Við þekkjum lyftara, þú þekkir þinn rekstur og saman finnum við hagkvæmustu lausnina með tilliti til rekstrarkostnaðar, bilanatíðni og getu þess búnaðar sem þarf í verkið. Við erum lítið fyrirtæki og trúum því að sérhæfing okkar í innflutningi verði til þess að við getum boðið persónulega þjónustu þar sem gagnsæi og traust ræður ríkjum,“ segir Guðmundur Orri, framkvæmdastjóri Kraftlausna. Guðmundur Orri er fyrrum smiður og hefur einnig reynslu af lagerstörfum og sölustörfum. Hann segir Kraftlausnir ávallt leitast við að finna gæðavörur með áherslu á rekstrarkostnað og að afhendingartími sé í samræmi við væntingar. „Þó við séum lítið fyrirtæki er ekkert verkefni of stórt. Saman leysum við þau mál sem óhjákvæmilega geta komið upp og lágmörkum þann tíma sem tækið er óstarfhæft. Við ætlum okkur að stækka í takt við stærri kúnnahóp og bjóðum alla þjónustu, varahluti og viðgerðir í samvinnu við fyrirtæki sem hefur sérhæft sig í viðgerðum á lyfturum og öðrum tækjum,“ útskýrir Guðmundur. Hann segir nauðsynlegt að taka með í reikninginn þann tíma sem tapast þegar tæki bila og mælir sérstaklega með TCM lyfturum. „Fyrir utan kostnað við að gera við bilað tæki þá er tíminn sem tækið er ekki í vinnu alveg svakalega dýr. TCM lyftararnir taka þetta skrefinu lengra en innbyggt í þá er bilanagreinir sem flýtir mjög fyrir viðgerð og hjálpar eigendum með fyrirbyggjandi viðhald. Við hvetjum til þess að horft sé á kostnað til lengri tíma, rekstrarkostnaður er það sem mestu máli skiptir í svona tækjum og TCM er þekkt fyrir áreiðanleika og lága bilanatíðni. Við trúum á það að traust sé það mikilvægasta í svona viðskiptum og ætlum okkur að sýna það að við förum alla leið til þess að tryggja að okkar viðskiptavinir séu sáttir.“ Krafa um umhverfisvænni lyftara Guðmundur segir aukinn áhuga á að skipta út eldri dísel lyfturum fyrir umhverfisvænni tæki. „Dísel lyftarar geta verið viðhaldsfrekir ásamt því að vera mengunarvaldur og því er mikill áhugi á að skipta yfir í umhverfisvæna rafmagnslyftara. TCM nota nýjustu tækni í rafgeymum með styttri hleðslutíma. Rafgeymarnir endast mun lengur en hafa samt lyftigetu allt að 5,5 tonnum sem gerir þá færa í flest verkefni og tilbúna í að leysa marga dísel lyftara af hólmi,“ segir Guðmundur og leggur áherslu á að sérstaða TCM lyftaranna sé að þeir séu hannaðir út frá notandanum. „Alger miðpunktur hjá TCM er að hanna tækin þannig þau dragi úr líkamlegu álagi og þreytu til að hámarka framleiðni starfsfólks. Þessu markmiði er meðal annars náð með því að sjónsvið og líkamsstaða er eitthvað sem er hugsað frá grunni við hönnun og smíði. Úrvalið er líka mjög breitt, við bjóðum allt frá litlum brettatjökkum yfir í týnslu lyftara og hillulyftara og getum þannig boðið tæki sem hentar við lagerstörf í vöruhúsum, fiskvinnslu, byggingarvinnu, flutninga og framleiðslu.“ Kraftlausnir er til húsa að Brúarfljóti 5 P og hefur starfsfólk staðið í ströngu undanfarnar vikur við að gera allt klárt. „Það hefur verið mikið að gera að koma húsnæðinu okkar í gagnið, margir langir dagar en með öflugum hóp af fólki hefur þetta tekist mjög vel. Það er skemmtilegt að geta nú boðið viðskiptavini velkomna til okkar og við getum farið að sýna það sem við höfum fram að færa,“ segir Guðmundur. Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
„Við þekkjum lyftara, þú þekkir þinn rekstur og saman finnum við hagkvæmustu lausnina með tilliti til rekstrarkostnaðar, bilanatíðni og getu þess búnaðar sem þarf í verkið. Við erum lítið fyrirtæki og trúum því að sérhæfing okkar í innflutningi verði til þess að við getum boðið persónulega þjónustu þar sem gagnsæi og traust ræður ríkjum,“ segir Guðmundur Orri, framkvæmdastjóri Kraftlausna. Guðmundur Orri er fyrrum smiður og hefur einnig reynslu af lagerstörfum og sölustörfum. Hann segir Kraftlausnir ávallt leitast við að finna gæðavörur með áherslu á rekstrarkostnað og að afhendingartími sé í samræmi við væntingar. „Þó við séum lítið fyrirtæki er ekkert verkefni of stórt. Saman leysum við þau mál sem óhjákvæmilega geta komið upp og lágmörkum þann tíma sem tækið er óstarfhæft. Við ætlum okkur að stækka í takt við stærri kúnnahóp og bjóðum alla þjónustu, varahluti og viðgerðir í samvinnu við fyrirtæki sem hefur sérhæft sig í viðgerðum á lyfturum og öðrum tækjum,“ útskýrir Guðmundur. Hann segir nauðsynlegt að taka með í reikninginn þann tíma sem tapast þegar tæki bila og mælir sérstaklega með TCM lyfturum. „Fyrir utan kostnað við að gera við bilað tæki þá er tíminn sem tækið er ekki í vinnu alveg svakalega dýr. TCM lyftararnir taka þetta skrefinu lengra en innbyggt í þá er bilanagreinir sem flýtir mjög fyrir viðgerð og hjálpar eigendum með fyrirbyggjandi viðhald. Við hvetjum til þess að horft sé á kostnað til lengri tíma, rekstrarkostnaður er það sem mestu máli skiptir í svona tækjum og TCM er þekkt fyrir áreiðanleika og lága bilanatíðni. Við trúum á það að traust sé það mikilvægasta í svona viðskiptum og ætlum okkur að sýna það að við förum alla leið til þess að tryggja að okkar viðskiptavinir séu sáttir.“ Krafa um umhverfisvænni lyftara Guðmundur segir aukinn áhuga á að skipta út eldri dísel lyfturum fyrir umhverfisvænni tæki. „Dísel lyftarar geta verið viðhaldsfrekir ásamt því að vera mengunarvaldur og því er mikill áhugi á að skipta yfir í umhverfisvæna rafmagnslyftara. TCM nota nýjustu tækni í rafgeymum með styttri hleðslutíma. Rafgeymarnir endast mun lengur en hafa samt lyftigetu allt að 5,5 tonnum sem gerir þá færa í flest verkefni og tilbúna í að leysa marga dísel lyftara af hólmi,“ segir Guðmundur og leggur áherslu á að sérstaða TCM lyftaranna sé að þeir séu hannaðir út frá notandanum. „Alger miðpunktur hjá TCM er að hanna tækin þannig þau dragi úr líkamlegu álagi og þreytu til að hámarka framleiðni starfsfólks. Þessu markmiði er meðal annars náð með því að sjónsvið og líkamsstaða er eitthvað sem er hugsað frá grunni við hönnun og smíði. Úrvalið er líka mjög breitt, við bjóðum allt frá litlum brettatjökkum yfir í týnslu lyftara og hillulyftara og getum þannig boðið tæki sem hentar við lagerstörf í vöruhúsum, fiskvinnslu, byggingarvinnu, flutninga og framleiðslu.“ Kraftlausnir er til húsa að Brúarfljóti 5 P og hefur starfsfólk staðið í ströngu undanfarnar vikur við að gera allt klárt. „Það hefur verið mikið að gera að koma húsnæðinu okkar í gagnið, margir langir dagar en með öflugum hóp af fólki hefur þetta tekist mjög vel. Það er skemmtilegt að geta nú boðið viðskiptavini velkomna til okkar og við getum farið að sýna það sem við höfum fram að færa,“ segir Guðmundur.
Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira