„Þú átt meiri pening en þú heldur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 14. desember 2022 10:30 Hrefna gefur út bókina Viltu finna milljón. Hrefna Björk Sverrisdóttir, eigandi veitingastaðarins ROK sem er nýbúin að gefa út bókina, Viltu finna milljón. Í bókinni má finna hundruð ráða til að spara og fara betur með peninga og segir Hrefna í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi að um sé að ræða ráð sem séu í raun mjög einföld. Í þættinum fór hún yfir fjölda ráða en þrátt fyrir að bókin nýtist mögulega mest þeim sem eru nýbyrjaðir að búa, sé hún svo sannarlega fyrir alla, þ.e.a.s. alla sem vilja spara. „Það hefur alltaf verið lögð svo mikil áhersla á fjárfestingarhlutann, á vexti og í rauninni hvernig þú átt að ávaxta peninginn þinn. Í staðinn fyrir að horfa svolítið á hvað við erum að gera dags daglega sem getur hjálpað okkur að ná fjárhagslegum árangri,“ segir Hrefna og bætir við að það sé staðreynd að hjónum þyki erfitt að ræða peningamál á heimilinu. „Það er í raun staðreynd að þetta er önnur mesta ástæða hjónaskilnaða. Það er mikil spenna í kringum þetta málefni. Annar vill kannski eyða, kaupa sér flottan bíl eða sjónvarp eða eitthvað annað á meðan annar vill eiga varasjóð og líður rosalega vel svoleiðis. En þetta er aldrei rætt, þetta er alltaf einhver spenna.“ Fjármálauppeldi mikilvægt En þetta snýst ekki aðeins um peningamál fullorðinna, þetta snýst einnig um börnin og virðing þeirra fyrir peningum. Hrefna segir að þessi mál ættu að vera betur kennd í skólum landsins. „Í bókinni er einnig farið aðeins inn á fjármálauppeldi en fyrsta skrefið er að vera meðvituð um þetta og það sem við gerum í peningamálum endurspeglast svolítið í börnunum okkar. Segja börnunum okkar að hlutir kosta peninga og að mamma þurfi að vinna ákveðið mikið til að geta keypt hlutinn. Útskýra hvað peningar eru og hvað þeir þýða. Sérstaklega í dag því krakkar sjá oft ekki pening, þetta er allt í símanum, í úrinu eða í kortum. Það getur verið sniðugt að leyfa þeim að fá pening, fara út í búð og lesa á verðmiðana og velja sér sjálf vöruna,“ segir Hrefna. Sindri Sindrason tók viðtalið við Hrefnu og spyr hann út í eina setningu sem er í bókinni sem hljómar svona: „Þú átt meiri pening en þú heldur.“ „Við erum að gefa fyrirtækjum út í bæ allt of mikinn hluta af laununum okkar í einhvern kostnað sem við höfum kannski enga þörf fyrir. Það er ekkert endilega að fólk sé eitthvað vitlaust eða kunni ekki á þetta. Það hefur kannski bara ekkert hugsað út í þetta og hefur ekki áhuga á fjármálum. Í Bandaríkjunum hefur til að mynda verið gerð rannsókn en þar kom fram að hver einasti Bandaríkjamaður er talinn eyða um 170 þúsund krónur á ári í algjöra sóun. Þarna er verið að taka saman alla, frá 0-100 ára. Þannig að það eru gríðarlega miklir peningar í kerfinu sem í rauninni eru að fara til spillis. Ef ég tek t.d. mjög einfalt dæmi að skrá í beingreiðslu á kreditkort svo við séum ekki að borga seðilgjöld,“ segir Hrefna en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Bókmenntir Fjármál heimilisins Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Í bókinni má finna hundruð ráða til að spara og fara betur með peninga og segir Hrefna í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi að um sé að ræða ráð sem séu í raun mjög einföld. Í þættinum fór hún yfir fjölda ráða en þrátt fyrir að bókin nýtist mögulega mest þeim sem eru nýbyrjaðir að búa, sé hún svo sannarlega fyrir alla, þ.e.a.s. alla sem vilja spara. „Það hefur alltaf verið lögð svo mikil áhersla á fjárfestingarhlutann, á vexti og í rauninni hvernig þú átt að ávaxta peninginn þinn. Í staðinn fyrir að horfa svolítið á hvað við erum að gera dags daglega sem getur hjálpað okkur að ná fjárhagslegum árangri,“ segir Hrefna og bætir við að það sé staðreynd að hjónum þyki erfitt að ræða peningamál á heimilinu. „Það er í raun staðreynd að þetta er önnur mesta ástæða hjónaskilnaða. Það er mikil spenna í kringum þetta málefni. Annar vill kannski eyða, kaupa sér flottan bíl eða sjónvarp eða eitthvað annað á meðan annar vill eiga varasjóð og líður rosalega vel svoleiðis. En þetta er aldrei rætt, þetta er alltaf einhver spenna.“ Fjármálauppeldi mikilvægt En þetta snýst ekki aðeins um peningamál fullorðinna, þetta snýst einnig um börnin og virðing þeirra fyrir peningum. Hrefna segir að þessi mál ættu að vera betur kennd í skólum landsins. „Í bókinni er einnig farið aðeins inn á fjármálauppeldi en fyrsta skrefið er að vera meðvituð um þetta og það sem við gerum í peningamálum endurspeglast svolítið í börnunum okkar. Segja börnunum okkar að hlutir kosta peninga og að mamma þurfi að vinna ákveðið mikið til að geta keypt hlutinn. Útskýra hvað peningar eru og hvað þeir þýða. Sérstaklega í dag því krakkar sjá oft ekki pening, þetta er allt í símanum, í úrinu eða í kortum. Það getur verið sniðugt að leyfa þeim að fá pening, fara út í búð og lesa á verðmiðana og velja sér sjálf vöruna,“ segir Hrefna. Sindri Sindrason tók viðtalið við Hrefnu og spyr hann út í eina setningu sem er í bókinni sem hljómar svona: „Þú átt meiri pening en þú heldur.“ „Við erum að gefa fyrirtækjum út í bæ allt of mikinn hluta af laununum okkar í einhvern kostnað sem við höfum kannski enga þörf fyrir. Það er ekkert endilega að fólk sé eitthvað vitlaust eða kunni ekki á þetta. Það hefur kannski bara ekkert hugsað út í þetta og hefur ekki áhuga á fjármálum. Í Bandaríkjunum hefur til að mynda verið gerð rannsókn en þar kom fram að hver einasti Bandaríkjamaður er talinn eyða um 170 þúsund krónur á ári í algjöra sóun. Þarna er verið að taka saman alla, frá 0-100 ára. Þannig að það eru gríðarlega miklir peningar í kerfinu sem í rauninni eru að fara til spillis. Ef ég tek t.d. mjög einfalt dæmi að skrá í beingreiðslu á kreditkort svo við séum ekki að borga seðilgjöld,“ segir Hrefna en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Bókmenntir Fjármál heimilisins Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira