„Þú átt meiri pening en þú heldur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 14. desember 2022 10:30 Hrefna gefur út bókina Viltu finna milljón. Hrefna Björk Sverrisdóttir, eigandi veitingastaðarins ROK sem er nýbúin að gefa út bókina, Viltu finna milljón. Í bókinni má finna hundruð ráða til að spara og fara betur með peninga og segir Hrefna í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi að um sé að ræða ráð sem séu í raun mjög einföld. Í þættinum fór hún yfir fjölda ráða en þrátt fyrir að bókin nýtist mögulega mest þeim sem eru nýbyrjaðir að búa, sé hún svo sannarlega fyrir alla, þ.e.a.s. alla sem vilja spara. „Það hefur alltaf verið lögð svo mikil áhersla á fjárfestingarhlutann, á vexti og í rauninni hvernig þú átt að ávaxta peninginn þinn. Í staðinn fyrir að horfa svolítið á hvað við erum að gera dags daglega sem getur hjálpað okkur að ná fjárhagslegum árangri,“ segir Hrefna og bætir við að það sé staðreynd að hjónum þyki erfitt að ræða peningamál á heimilinu. „Það er í raun staðreynd að þetta er önnur mesta ástæða hjónaskilnaða. Það er mikil spenna í kringum þetta málefni. Annar vill kannski eyða, kaupa sér flottan bíl eða sjónvarp eða eitthvað annað á meðan annar vill eiga varasjóð og líður rosalega vel svoleiðis. En þetta er aldrei rætt, þetta er alltaf einhver spenna.“ Fjármálauppeldi mikilvægt En þetta snýst ekki aðeins um peningamál fullorðinna, þetta snýst einnig um börnin og virðing þeirra fyrir peningum. Hrefna segir að þessi mál ættu að vera betur kennd í skólum landsins. „Í bókinni er einnig farið aðeins inn á fjármálauppeldi en fyrsta skrefið er að vera meðvituð um þetta og það sem við gerum í peningamálum endurspeglast svolítið í börnunum okkar. Segja börnunum okkar að hlutir kosta peninga og að mamma þurfi að vinna ákveðið mikið til að geta keypt hlutinn. Útskýra hvað peningar eru og hvað þeir þýða. Sérstaklega í dag því krakkar sjá oft ekki pening, þetta er allt í símanum, í úrinu eða í kortum. Það getur verið sniðugt að leyfa þeim að fá pening, fara út í búð og lesa á verðmiðana og velja sér sjálf vöruna,“ segir Hrefna. Sindri Sindrason tók viðtalið við Hrefnu og spyr hann út í eina setningu sem er í bókinni sem hljómar svona: „Þú átt meiri pening en þú heldur.“ „Við erum að gefa fyrirtækjum út í bæ allt of mikinn hluta af laununum okkar í einhvern kostnað sem við höfum kannski enga þörf fyrir. Það er ekkert endilega að fólk sé eitthvað vitlaust eða kunni ekki á þetta. Það hefur kannski bara ekkert hugsað út í þetta og hefur ekki áhuga á fjármálum. Í Bandaríkjunum hefur til að mynda verið gerð rannsókn en þar kom fram að hver einasti Bandaríkjamaður er talinn eyða um 170 þúsund krónur á ári í algjöra sóun. Þarna er verið að taka saman alla, frá 0-100 ára. Þannig að það eru gríðarlega miklir peningar í kerfinu sem í rauninni eru að fara til spillis. Ef ég tek t.d. mjög einfalt dæmi að skrá í beingreiðslu á kreditkort svo við séum ekki að borga seðilgjöld,“ segir Hrefna en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Bókmenntir Fjármál heimilisins Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
Í bókinni má finna hundruð ráða til að spara og fara betur með peninga og segir Hrefna í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi að um sé að ræða ráð sem séu í raun mjög einföld. Í þættinum fór hún yfir fjölda ráða en þrátt fyrir að bókin nýtist mögulega mest þeim sem eru nýbyrjaðir að búa, sé hún svo sannarlega fyrir alla, þ.e.a.s. alla sem vilja spara. „Það hefur alltaf verið lögð svo mikil áhersla á fjárfestingarhlutann, á vexti og í rauninni hvernig þú átt að ávaxta peninginn þinn. Í staðinn fyrir að horfa svolítið á hvað við erum að gera dags daglega sem getur hjálpað okkur að ná fjárhagslegum árangri,“ segir Hrefna og bætir við að það sé staðreynd að hjónum þyki erfitt að ræða peningamál á heimilinu. „Það er í raun staðreynd að þetta er önnur mesta ástæða hjónaskilnaða. Það er mikil spenna í kringum þetta málefni. Annar vill kannski eyða, kaupa sér flottan bíl eða sjónvarp eða eitthvað annað á meðan annar vill eiga varasjóð og líður rosalega vel svoleiðis. En þetta er aldrei rætt, þetta er alltaf einhver spenna.“ Fjármálauppeldi mikilvægt En þetta snýst ekki aðeins um peningamál fullorðinna, þetta snýst einnig um börnin og virðing þeirra fyrir peningum. Hrefna segir að þessi mál ættu að vera betur kennd í skólum landsins. „Í bókinni er einnig farið aðeins inn á fjármálauppeldi en fyrsta skrefið er að vera meðvituð um þetta og það sem við gerum í peningamálum endurspeglast svolítið í börnunum okkar. Segja börnunum okkar að hlutir kosta peninga og að mamma þurfi að vinna ákveðið mikið til að geta keypt hlutinn. Útskýra hvað peningar eru og hvað þeir þýða. Sérstaklega í dag því krakkar sjá oft ekki pening, þetta er allt í símanum, í úrinu eða í kortum. Það getur verið sniðugt að leyfa þeim að fá pening, fara út í búð og lesa á verðmiðana og velja sér sjálf vöruna,“ segir Hrefna. Sindri Sindrason tók viðtalið við Hrefnu og spyr hann út í eina setningu sem er í bókinni sem hljómar svona: „Þú átt meiri pening en þú heldur.“ „Við erum að gefa fyrirtækjum út í bæ allt of mikinn hluta af laununum okkar í einhvern kostnað sem við höfum kannski enga þörf fyrir. Það er ekkert endilega að fólk sé eitthvað vitlaust eða kunni ekki á þetta. Það hefur kannski bara ekkert hugsað út í þetta og hefur ekki áhuga á fjármálum. Í Bandaríkjunum hefur til að mynda verið gerð rannsókn en þar kom fram að hver einasti Bandaríkjamaður er talinn eyða um 170 þúsund krónur á ári í algjöra sóun. Þarna er verið að taka saman alla, frá 0-100 ára. Þannig að það eru gríðarlega miklir peningar í kerfinu sem í rauninni eru að fara til spillis. Ef ég tek t.d. mjög einfalt dæmi að skrá í beingreiðslu á kreditkort svo við séum ekki að borga seðilgjöld,“ segir Hrefna en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Bókmenntir Fjármál heimilisins Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira