Erik ten Hag: Aðeins Kylian Mbappe er betri en Marcus Rashford Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2022 15:01 Erik ten Hag ræðir hér við Marcus Rashford eftir að haa tekið hann af velli í leik Manchester United og Arsenal á Old Trafford. Getty/Martin Rickett Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur mikla trú á enska landliðsframherjanum Marcus Rashford. Ten Hag talaði vel um framherjann sinn í nýju viðtali, líkt honum við Kylian Mbappe og sagði að það væri næstum því enginn betri leikmaður í heimi. 'I believe when Marcus's positioning is on the back of the defending line, there is almost no better player in the world.' Manchester United manager Erik ten Hag compares Rashford to Kylian Mbappe | @samuelluckhurst #mufc https://t.co/yzZVSoolWO— Man United News (@ManUtdMEN) December 11, 2022 Rashford hefur náð sér aftur á strik eftir að hollenski stjórinn tók við United liðinu og stóð sig vel með enska landsliðinu á HM í Katar. Rashford er þegar búinn að skora jafnmörg mörk fyrir Manchester United á þessu tímabili og hann gerði allt síðasta tímabil. Hann skoraði þrjú mörk á heimsmeistaramótinu. „Strax frá byrjun sá ég mikla möguleika,“ sagði Erik ten Hag um Rashford í viðtali við heimasíðu Manchester United. Ten Hag: There is Mbappé in this moment... when Rashford is getting in that position, he s great and he s really improved . #MUFC @utdreport When Marcus is on the back of the defending line, there is almost no better player in the world. It s really difficult to stop him . pic.twitter.com/90qY6I45Jl— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 12, 2022 „Núna erum við að ná út eitthvað af þessum hæfileikum hans inn á vellinum. Ég trúi því að þegar Rashford kemst inn fyrir varnarlínuna þá er næstum því enginn betri fótboltamaður í heimi í þeirri stöðu,“ sagði Ten Hag. „Það er auðvitað Mbappe, sem er svipuð týpa en þegar Rashford kemst í þessa stöðu þá er hann frábær. Hann hefur líka bætt sig mikið án boltans,“ sagði Ten Hag. Rashford hefur þegar spilað 322 leiki fyrir United eftir að hafa slegið í gegn á 2015-16 tímabilinu en í þeim er hann með 101 mark og 60 stoðsendingar. Erik ten Hag compared Rashford to Mbappe pic.twitter.com/2jg4UGVRQF— ESPN FC (@ESPNFC) December 12, 2022 Samningur hans við félagið rennur út í sumar en United hefur möguleika á að framlengja hann um eitt ár. Ten Hag segir að United ætli að nýta sér það en hvað varðar nýjan framtíðarsamning þá sé það undir Rashford sjálfum komið. „Hann þarf að taka ákvörðun. Það eina sem við getum gert er að sýna honum að þetta sé besta félagið til að vera í. Það er ekki bara menningin í félaginu heldur einnig hvernig við vinnum, hvernig við spilum og hvernig við æfum og bjóðum honum upp á besta staðinn til að bæta sig enn frekar,“ sagði Ten Hag. Enski boltinn Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Sjá meira
Ten Hag talaði vel um framherjann sinn í nýju viðtali, líkt honum við Kylian Mbappe og sagði að það væri næstum því enginn betri leikmaður í heimi. 'I believe when Marcus's positioning is on the back of the defending line, there is almost no better player in the world.' Manchester United manager Erik ten Hag compares Rashford to Kylian Mbappe | @samuelluckhurst #mufc https://t.co/yzZVSoolWO— Man United News (@ManUtdMEN) December 11, 2022 Rashford hefur náð sér aftur á strik eftir að hollenski stjórinn tók við United liðinu og stóð sig vel með enska landsliðinu á HM í Katar. Rashford er þegar búinn að skora jafnmörg mörk fyrir Manchester United á þessu tímabili og hann gerði allt síðasta tímabil. Hann skoraði þrjú mörk á heimsmeistaramótinu. „Strax frá byrjun sá ég mikla möguleika,“ sagði Erik ten Hag um Rashford í viðtali við heimasíðu Manchester United. Ten Hag: There is Mbappé in this moment... when Rashford is getting in that position, he s great and he s really improved . #MUFC @utdreport When Marcus is on the back of the defending line, there is almost no better player in the world. It s really difficult to stop him . pic.twitter.com/90qY6I45Jl— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 12, 2022 „Núna erum við að ná út eitthvað af þessum hæfileikum hans inn á vellinum. Ég trúi því að þegar Rashford kemst inn fyrir varnarlínuna þá er næstum því enginn betri fótboltamaður í heimi í þeirri stöðu,“ sagði Ten Hag. „Það er auðvitað Mbappe, sem er svipuð týpa en þegar Rashford kemst í þessa stöðu þá er hann frábær. Hann hefur líka bætt sig mikið án boltans,“ sagði Ten Hag. Rashford hefur þegar spilað 322 leiki fyrir United eftir að hafa slegið í gegn á 2015-16 tímabilinu en í þeim er hann með 101 mark og 60 stoðsendingar. Erik ten Hag compared Rashford to Mbappe pic.twitter.com/2jg4UGVRQF— ESPN FC (@ESPNFC) December 12, 2022 Samningur hans við félagið rennur út í sumar en United hefur möguleika á að framlengja hann um eitt ár. Ten Hag segir að United ætli að nýta sér það en hvað varðar nýjan framtíðarsamning þá sé það undir Rashford sjálfum komið. „Hann þarf að taka ákvörðun. Það eina sem við getum gert er að sýna honum að þetta sé besta félagið til að vera í. Það er ekki bara menningin í félaginu heldur einnig hvernig við vinnum, hvernig við spilum og hvernig við æfum og bjóðum honum upp á besta staðinn til að bæta sig enn frekar,“ sagði Ten Hag.
Enski boltinn Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Sjá meira