„Hefðuð þið viljað þennan gaur sem bæjarfulltrúa?“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 12. desember 2022 21:02 Ingólfur Árni Gunnarsson er framkvæmdastjóri Ölmu. „Hefðuð þið viljað þennan gaur, núverandi formann Ölmu, sem bæjarfulltrúa? Myndu þið treysta honum til þess að koma að ákvarðanatöku um húsnæðismál í Kópavogi? Eða velferðarmál? Málefni öryrkja?“ spyr Hans Alexander Margrétarson Hansen leikskólaleiðbeinandi og stofnandi Pírata í Kópavogi og á þar við Ingólf Árna Gunnarsson framkvæmdastjóra Ölmu leigufélags. Ingólfur var Oddviti Pírata árið 2014. Leigufélagið Alma hefur sætt harðri gagnrýni undanfarna daga í kjölfar mikilla hækkana á leiguverði. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var rætt við Brynju Bjarnadóttur, öryrkja, sem býr í leiguíbúð á vegum Ölmu en um mánaðamótin var henni tilkynnt að leigan verður hækkuð úr 250 í 325 þúsund krónur á mánuði þann 1. febrúar. Ekki liggur fyrir hve margir leigjendur hjá Ölmu hafa fengið skilaboð um yfirvofandi hækkun á leigu. Þá er sömuleiðis ósvarað hvað réttlæti svo háa hækkun á einu bretti. Fram kom í frétt Vísis að fréttastofa Stöðvar 2 hefði gert ítrekaðar tilraunir til að ná tali af framkvæmdastjóra Ölmu, Ingólfi Árna Gunnarsyni, en hann hefði ekki viljað ræða málið. Fram hefur komið að Ingólfur Árni er sonur Gunnars Þórs, eins systkinanna fjögurra sem eiga Langasjó, eignarhaldsfélagið í kringum Ölmu. Langisjór á mörg fyrirtæki sem selja matvörur undir vörumerkjum á borð við Ali og Matfugl. Systkinin fjögur sem eiga Langasjó eru stærstu einkafjárfestarnir í fasteignafélögunum þremur í Kauphöllinni; Eik, Reitum og Reginn. „Og hver á að borga fyrir það?" Í færslu sem Hans Alexander birti á Twitter á dögunum rifjar hann upp þá tíð þegar Ingólfur Árni tók þátt í starfi Pírata. „Ég er sem sagt einn af stofnendum Pírata í Kópavogi. Raunar eru það ég og einn annar gaur sem berum alfarið ábyrgð á því að félagið var stofnað og að flokkurinn hafi boðið fram í Kópavogi 2014. En við vorum ekki lengi einir og brátt myndaðist ákveðinn kjarni fólks sem lagði grunninn að framboði. Ingólfur og bróðir hans voru minnir mig ekki á stofnfundinum, en þeir bættust fljótlega eftir það í hópinn og voru ágætlega virkir.“ Hans Alexander Margrétarson Hansen er einn af stofnendum Pírata í Kópavogi. Hans Alexander segir þá bræður lítið hafa blandað geði við hina í flokknum, fyrir utan formlega félagsfundi og hafi augljóslega haft nokkuð ólíka sýn á stjórnmál og hvað Píratar ættu að vera. Til að mynda hafi Ingólfur verið mótfallin því að smærri, umbótasinnaðir flokkar eins og Píratar og Dögunmyndu vinna saman frekar en í sitthvoru lagi. „Annað var stærra. Við til dæmis lögðum mikla áherslu á að auka kost á félagslegu húsnæði. Hans svar við því var „og hver á að borga fyrir það?" Sagan hefur sýnt að ég hafði rangt fyrir mér um Dögun en ég stend við þá afstöðu að vera á móti því að breyta Pírötum í hægriflokk.“ Hans Alexander þótti það því skjóta skökku við þegar Ingólfur Árni sigraði prófkjör Pírata, en Árni Þór, annar af stofnendum Pírata hafði þá einnig sóst eftir fyrsta sæti. „Ég veit ekki hvaðan allt þetta fólk sem kaus hann kom, þau höfðu alla vega ekki mætt á einn einasta félagsfund áður eða látið starfið sig varða, en Ingólfur vann með yfirburðum. Eftir á að hyggja hefðum við líklega bara átt að segja þetta gott þarna. En við vorum búin að leggja ógeðslega mikla fokking vinnu í að byggja upp félagið, setja saman stefnu, leggja grunn að framboði og fjandinn hafi það, þessir frálshyggjupésar máttu bara éta skít.“ Hans Alexander segir að hann og fleiri hafi brugðist við með því að boða til félagsfundar og reyna að ógilda kosninguna. Viðbrögðin komu þeim í opna skjöldu. „Við vorum alveg viðbúin því að þetta yrðu átök, en við vorum alls ekki viðbúin því sem gerðist á þessum fundi. Þetta var mjög fjölmennur fundur þar sem var farið mjög ófögrum orðum um okkur. Það hjálpaði heldur ekki að þingflokkur Pírata blandaði sér í málið og stóð alfarið með Ingólfi. Nú eru átta ár liðin frá þessu og ég man ekki allt sem fór fram á þessum fundi, en í minningunni töluðu þingmennirnir miklu meira heldur en Ingólfur. Þessi fundur endaði með því að við sem höfðum upp að þessu skipað stjórn félagsins sögðum af okkur. Píratar settu fram lista sem Ingólfur leiddi. Það var ein kona á þeim lista og hún var í tólfta sæti eða eitthvað.“ Hans Alexander stofnaði í kjölfarið framboðið Dögun og umbótasinnar en hann segir þessa reynslu hafa kennt sér að „vera ekkert mikið að blanda sér í flokkapólitík aftur.“ „Hún virðist ekki hafa kennt Ingólfi að hætta að leyfa pabba sínum að koma sér í vafasamar aðstæður sem hann ræður ekki við.“ Leigumarkaður Píratar Tengdar fréttir Segir félagið nauðbeygt til að hækka leiguverð Stjórnendur Ölmu leigufélags segjast nauðbeygðir til að hækka leiguverð á þeim samningum sem eru að renna út en segja að félagið muni eftir fremstu megni reyna að halda þeim hækkunum í lágmarki. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Ingólfi Árna Gunnarsyni, framkvæmdastjóra Ölmu en Ingólfur hefur ekki viljað ræða við fréttastofu vegna nýlegrar hækkunar á leigu öryrkja sem leigt hefur íbúð hjá félaginu undanfarin ár. 8. desember 2022 18:55 Framkvæmdastjóri Ölmu í felum og neitar að svara spurningum Framkvæmdastjóri leigufélagsins Ölmu hefur ekki viljað ræða við fréttastofu vegna nýlegrar hækkunar á leigu öryrkja sem leigt hefur íbúð hjá félaginu undanfarin ár. Fjármálaráðherra segir hækkunina óforsvaranlega og formaður VR hefur kallað eftir neyðarlögum á leigufélög. 8. desember 2022 13:14 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Leigufélagið Alma hefur sætt harðri gagnrýni undanfarna daga í kjölfar mikilla hækkana á leiguverði. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var rætt við Brynju Bjarnadóttur, öryrkja, sem býr í leiguíbúð á vegum Ölmu en um mánaðamótin var henni tilkynnt að leigan verður hækkuð úr 250 í 325 þúsund krónur á mánuði þann 1. febrúar. Ekki liggur fyrir hve margir leigjendur hjá Ölmu hafa fengið skilaboð um yfirvofandi hækkun á leigu. Þá er sömuleiðis ósvarað hvað réttlæti svo háa hækkun á einu bretti. Fram kom í frétt Vísis að fréttastofa Stöðvar 2 hefði gert ítrekaðar tilraunir til að ná tali af framkvæmdastjóra Ölmu, Ingólfi Árna Gunnarsyni, en hann hefði ekki viljað ræða málið. Fram hefur komið að Ingólfur Árni er sonur Gunnars Þórs, eins systkinanna fjögurra sem eiga Langasjó, eignarhaldsfélagið í kringum Ölmu. Langisjór á mörg fyrirtæki sem selja matvörur undir vörumerkjum á borð við Ali og Matfugl. Systkinin fjögur sem eiga Langasjó eru stærstu einkafjárfestarnir í fasteignafélögunum þremur í Kauphöllinni; Eik, Reitum og Reginn. „Og hver á að borga fyrir það?" Í færslu sem Hans Alexander birti á Twitter á dögunum rifjar hann upp þá tíð þegar Ingólfur Árni tók þátt í starfi Pírata. „Ég er sem sagt einn af stofnendum Pírata í Kópavogi. Raunar eru það ég og einn annar gaur sem berum alfarið ábyrgð á því að félagið var stofnað og að flokkurinn hafi boðið fram í Kópavogi 2014. En við vorum ekki lengi einir og brátt myndaðist ákveðinn kjarni fólks sem lagði grunninn að framboði. Ingólfur og bróðir hans voru minnir mig ekki á stofnfundinum, en þeir bættust fljótlega eftir það í hópinn og voru ágætlega virkir.“ Hans Alexander Margrétarson Hansen er einn af stofnendum Pírata í Kópavogi. Hans Alexander segir þá bræður lítið hafa blandað geði við hina í flokknum, fyrir utan formlega félagsfundi og hafi augljóslega haft nokkuð ólíka sýn á stjórnmál og hvað Píratar ættu að vera. Til að mynda hafi Ingólfur verið mótfallin því að smærri, umbótasinnaðir flokkar eins og Píratar og Dögunmyndu vinna saman frekar en í sitthvoru lagi. „Annað var stærra. Við til dæmis lögðum mikla áherslu á að auka kost á félagslegu húsnæði. Hans svar við því var „og hver á að borga fyrir það?" Sagan hefur sýnt að ég hafði rangt fyrir mér um Dögun en ég stend við þá afstöðu að vera á móti því að breyta Pírötum í hægriflokk.“ Hans Alexander þótti það því skjóta skökku við þegar Ingólfur Árni sigraði prófkjör Pírata, en Árni Þór, annar af stofnendum Pírata hafði þá einnig sóst eftir fyrsta sæti. „Ég veit ekki hvaðan allt þetta fólk sem kaus hann kom, þau höfðu alla vega ekki mætt á einn einasta félagsfund áður eða látið starfið sig varða, en Ingólfur vann með yfirburðum. Eftir á að hyggja hefðum við líklega bara átt að segja þetta gott þarna. En við vorum búin að leggja ógeðslega mikla fokking vinnu í að byggja upp félagið, setja saman stefnu, leggja grunn að framboði og fjandinn hafi það, þessir frálshyggjupésar máttu bara éta skít.“ Hans Alexander segir að hann og fleiri hafi brugðist við með því að boða til félagsfundar og reyna að ógilda kosninguna. Viðbrögðin komu þeim í opna skjöldu. „Við vorum alveg viðbúin því að þetta yrðu átök, en við vorum alls ekki viðbúin því sem gerðist á þessum fundi. Þetta var mjög fjölmennur fundur þar sem var farið mjög ófögrum orðum um okkur. Það hjálpaði heldur ekki að þingflokkur Pírata blandaði sér í málið og stóð alfarið með Ingólfi. Nú eru átta ár liðin frá þessu og ég man ekki allt sem fór fram á þessum fundi, en í minningunni töluðu þingmennirnir miklu meira heldur en Ingólfur. Þessi fundur endaði með því að við sem höfðum upp að þessu skipað stjórn félagsins sögðum af okkur. Píratar settu fram lista sem Ingólfur leiddi. Það var ein kona á þeim lista og hún var í tólfta sæti eða eitthvað.“ Hans Alexander stofnaði í kjölfarið framboðið Dögun og umbótasinnar en hann segir þessa reynslu hafa kennt sér að „vera ekkert mikið að blanda sér í flokkapólitík aftur.“ „Hún virðist ekki hafa kennt Ingólfi að hætta að leyfa pabba sínum að koma sér í vafasamar aðstæður sem hann ræður ekki við.“
Leigumarkaður Píratar Tengdar fréttir Segir félagið nauðbeygt til að hækka leiguverð Stjórnendur Ölmu leigufélags segjast nauðbeygðir til að hækka leiguverð á þeim samningum sem eru að renna út en segja að félagið muni eftir fremstu megni reyna að halda þeim hækkunum í lágmarki. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Ingólfi Árna Gunnarsyni, framkvæmdastjóra Ölmu en Ingólfur hefur ekki viljað ræða við fréttastofu vegna nýlegrar hækkunar á leigu öryrkja sem leigt hefur íbúð hjá félaginu undanfarin ár. 8. desember 2022 18:55 Framkvæmdastjóri Ölmu í felum og neitar að svara spurningum Framkvæmdastjóri leigufélagsins Ölmu hefur ekki viljað ræða við fréttastofu vegna nýlegrar hækkunar á leigu öryrkja sem leigt hefur íbúð hjá félaginu undanfarin ár. Fjármálaráðherra segir hækkunina óforsvaranlega og formaður VR hefur kallað eftir neyðarlögum á leigufélög. 8. desember 2022 13:14 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Segir félagið nauðbeygt til að hækka leiguverð Stjórnendur Ölmu leigufélags segjast nauðbeygðir til að hækka leiguverð á þeim samningum sem eru að renna út en segja að félagið muni eftir fremstu megni reyna að halda þeim hækkunum í lágmarki. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Ingólfi Árna Gunnarsyni, framkvæmdastjóra Ölmu en Ingólfur hefur ekki viljað ræða við fréttastofu vegna nýlegrar hækkunar á leigu öryrkja sem leigt hefur íbúð hjá félaginu undanfarin ár. 8. desember 2022 18:55
Framkvæmdastjóri Ölmu í felum og neitar að svara spurningum Framkvæmdastjóri leigufélagsins Ölmu hefur ekki viljað ræða við fréttastofu vegna nýlegrar hækkunar á leigu öryrkja sem leigt hefur íbúð hjá félaginu undanfarin ár. Fjármálaráðherra segir hækkunina óforsvaranlega og formaður VR hefur kallað eftir neyðarlögum á leigufélög. 8. desember 2022 13:14