Algjört klúður Tottenham: Auglýstu sýningu á undanúrslitaleik Englands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2022 08:31 Harry Kane svekkir sig á vítaklúðrinu í átta liða úrslitunum á meðan Frakkarnir fagna. AP/Hassan Ammar Tottenham leikmaður klúðraði ekki bara vítaspyrnu á úrslitastund sem eyðilagði HM-draum Englendinga í Katar heldur bauð félagið einnig upp á vandræðalegt klúður í kjölfar leiksins. Tottenham voru svo vissir um sigur enska landsliðsins á móti Frökkum í átta liða úrslitum HM á laugardagskvöldið að sendu tölvupóst þar sem kom fram að þeir ætluðu að sýna undanúrslitaleik enska landsliðsins beint á Tottenham leikvanginum. Tottenham left red-faced after sending invitation to watch England World Cup semihttps://t.co/Jpr5p4ajeG— Express Sport (@DExpress_Sport) December 11, 2022 Enska landsliðið tapaði 2-1 á móti Frökkum á laugardagskvöldið og er því úr leik á HM. Tottenham maðurinn Harry Kane klúðraði leiknum með því að skjóta yfir úr vítaspyrnu á lokakafla leiksins þegar hann jafnað metin í 2-2. Í marki Frakka stóð Hugo Lloris, annar leikmaður Tottenham. Lloris og félagar í franska landsliðinu mæta Marokkó í seinni undanúrslitaleiknum á miðvikudagskvöldið. Stuttu eftir tapleik Englendinga á móti Frökkum þá sendi Tottenham stuðningsmönnum félagsins tölvupóst það sem þeim var boðið að horfa á undanúrslitaleik enska landsliðsins í beinni útsendingu á stóra skjánum á Tottenham leikvanginum. Tottenham Hotspur's marketing team, Sent out emails on Sunday inviting fans to watch England's semi-final at the Tottenham Hotspur Stadium. [@MailSport] pic.twitter.com/ScsCjv3lFr— That's Football! (@ThatsFootballTV) December 11, 2022 Enskir blaðamenn komust yfir þennan tölvupóst en auðvitað verður enska landsliðið hvergi sjáanlegt á Al Bayt leikvanginum á miðvikudagskvöldið þegar Frakkar spila við Marokkó um sæti í úrslitaleik HM. „Upplifið spennuna og dramatíkina í undanúrslitaleik HM á Tottenham Hotspur Stadium. Sæti í úrslitaleiknum er í boði þegar enska landsliðið mætir til leiks miðvikudaginn 14. desember. Geta strákarnir hans Gareth Southgate komist í fyrsta úrslitlaiekinn á HM síðan 1966?,“ stóð meðal annars í tölvupóstinum. Augljóslega er um mistök að ræða sem urðu enn kjánalegri af því að að það var Tottenham leikmaður sem klúðraði þessu fyrir enska landsliðið. Þótt að Tottenham maðurinn Hugo Lloris standi í marki franska landsliðsins í þessum leik þá eru litlar sem engar líkur að stuðningsmenn Tottenham myndi mæta til að horfa á leikinn á stóra skjánum á Tottenham leikvanginum. Enski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Fótbolti Leifur Andri leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Undanúrslit Lengjubikarsins og Bónus deildin Extra Sport Víkingur missir undanúrslitasætið Íslenski boltinn Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Fótbolti Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham United nálgast efri hlutann Sjötíu ára titlaþurrð á enda Merino aftur hetja Arsenal Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjá meira
Tottenham voru svo vissir um sigur enska landsliðsins á móti Frökkum í átta liða úrslitum HM á laugardagskvöldið að sendu tölvupóst þar sem kom fram að þeir ætluðu að sýna undanúrslitaleik enska landsliðsins beint á Tottenham leikvanginum. Tottenham left red-faced after sending invitation to watch England World Cup semihttps://t.co/Jpr5p4ajeG— Express Sport (@DExpress_Sport) December 11, 2022 Enska landsliðið tapaði 2-1 á móti Frökkum á laugardagskvöldið og er því úr leik á HM. Tottenham maðurinn Harry Kane klúðraði leiknum með því að skjóta yfir úr vítaspyrnu á lokakafla leiksins þegar hann jafnað metin í 2-2. Í marki Frakka stóð Hugo Lloris, annar leikmaður Tottenham. Lloris og félagar í franska landsliðinu mæta Marokkó í seinni undanúrslitaleiknum á miðvikudagskvöldið. Stuttu eftir tapleik Englendinga á móti Frökkum þá sendi Tottenham stuðningsmönnum félagsins tölvupóst það sem þeim var boðið að horfa á undanúrslitaleik enska landsliðsins í beinni útsendingu á stóra skjánum á Tottenham leikvanginum. Tottenham Hotspur's marketing team, Sent out emails on Sunday inviting fans to watch England's semi-final at the Tottenham Hotspur Stadium. [@MailSport] pic.twitter.com/ScsCjv3lFr— That's Football! (@ThatsFootballTV) December 11, 2022 Enskir blaðamenn komust yfir þennan tölvupóst en auðvitað verður enska landsliðið hvergi sjáanlegt á Al Bayt leikvanginum á miðvikudagskvöldið þegar Frakkar spila við Marokkó um sæti í úrslitaleik HM. „Upplifið spennuna og dramatíkina í undanúrslitaleik HM á Tottenham Hotspur Stadium. Sæti í úrslitaleiknum er í boði þegar enska landsliðið mætir til leiks miðvikudaginn 14. desember. Geta strákarnir hans Gareth Southgate komist í fyrsta úrslitlaiekinn á HM síðan 1966?,“ stóð meðal annars í tölvupóstinum. Augljóslega er um mistök að ræða sem urðu enn kjánalegri af því að að það var Tottenham leikmaður sem klúðraði þessu fyrir enska landsliðið. Þótt að Tottenham maðurinn Hugo Lloris standi í marki franska landsliðsins í þessum leik þá eru litlar sem engar líkur að stuðningsmenn Tottenham myndi mæta til að horfa á leikinn á stóra skjánum á Tottenham leikvanginum.
Enski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Enski boltinn Þorleifur á æfingu hjá uppeldisfélaginu Fótbolti Allt klárt fyrir úrslitakeppnina Körfubolti María skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu leiksins Fótbolti Leifur Andri leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Undanúrslit Lengjubikarsins og Bónus deildin Extra Sport Víkingur missir undanúrslitasætið Íslenski boltinn Enginn Messi þegar Argentína getur tryggt sæti sitt á HM Fótbolti Ósammála um Draymond Green: „Sorrí, ég samdi ekki reglurnar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham United nálgast efri hlutann Sjötíu ára titlaþurrð á enda Merino aftur hetja Arsenal Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Óttaðist að ánetjast svefntöflum Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjá meira