Fannar og Vala orðin hjón: Fékk sér húðflúr í staðinn fyrir hefðbundinn giftingarhring Fanndís Birna Logadóttir skrifar 11. desember 2022 18:00 Fannar og Vala giftu sig hjá sýslumanni ásamt börnunum sínum tveimur. Giftingahringinn lét Fannar húðflúra á sig, bæði af praktískum og rómantískum ástæðum. Mynd/Aðsend Sjónvarpsmaðurinn Fannar Sveinsson og hjúkrunarfræðingurinn Valgerður Kristjánsdóttir, eða Vala eins og hún er kölluð, giftu sig síðastliðinn föstudag hjá sýslumanni. Eva Ruza og Hjálmar Örn gáfu þau aftur saman um kvöldið heima hjá Bergþóri Pálssyni og Alberti Eiríkssyni auk þess sem Björn Jörundur og Daníel Ágúst tóku lagið. Fannar ákvað að láta húðflúra á sig giftingarhringinn. „Praktíska ástæðan er sú að ég þoli ekki að vera með svona aukadót á mér en rómantíska svarið er að til að hafa hann á mér út ævina. Blanda af þessu bæði,“ segir Fannar léttur í bragði um hringinn. „Sá sem tattúaði hann á mig er líka frændi minn, þannig að það er gaman að hann hafi gert það.“ Hjálmar og Eva Ruza gáfu hjónin aftur saman svo að fjölskyldan gæti verið með. Mynd/Aðsend Sýslumaður gaf þau saman á föstudag en Hjálmar Örn og Eva Ruza gáfu þau aftur saman í „þykjustunni“ um kvöldið fyrir fjölskyldur þeirra. Að sögn Fannars vildu þau að fjölskyldan fengi líka „þú mátt kyssa brúðurina“ móment. Daníel Ágúst og Björn Jörundur tóku einnig lagið. „Þeir eru í miklu uppáhaldi hjá konunni og lagið Ég ætla að brosa er svona lagið okkar,“ segir Fannar. Björn Jörundur og Daníel Ágúst tóku lagið í veislunni, sem var haldin heima hjá Bergþóri og Alberti. Mynd/Aðsend Veislan sjálf fór fram heima hjá Bergþóri Pálssyni og Alberti Eiríkssyni, sem hafa síðastliðin ár boðið fólki að láta þá sjá um hvers kyns veislur, en þetta er í fyrsta sinn sem þeir halda giftingaveislu. „Okkur langaði bara að gera eitthvað öðruvísi,“ segir Fannar en fjölskyldan vissi ekki af áætlunum hjónanna. „Þessi hugmynd kom bara upp þannig við höfðum samband og þeir voru meira en til. Þetta var æðislegt.“ Hjónin fögnuðu áfanganum í faðmi fjölskyldunnar. Mynd/Aðsend Ástin og lífið Húðflúr Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Sjá meira
„Praktíska ástæðan er sú að ég þoli ekki að vera með svona aukadót á mér en rómantíska svarið er að til að hafa hann á mér út ævina. Blanda af þessu bæði,“ segir Fannar léttur í bragði um hringinn. „Sá sem tattúaði hann á mig er líka frændi minn, þannig að það er gaman að hann hafi gert það.“ Hjálmar og Eva Ruza gáfu hjónin aftur saman svo að fjölskyldan gæti verið með. Mynd/Aðsend Sýslumaður gaf þau saman á föstudag en Hjálmar Örn og Eva Ruza gáfu þau aftur saman í „þykjustunni“ um kvöldið fyrir fjölskyldur þeirra. Að sögn Fannars vildu þau að fjölskyldan fengi líka „þú mátt kyssa brúðurina“ móment. Daníel Ágúst og Björn Jörundur tóku einnig lagið. „Þeir eru í miklu uppáhaldi hjá konunni og lagið Ég ætla að brosa er svona lagið okkar,“ segir Fannar. Björn Jörundur og Daníel Ágúst tóku lagið í veislunni, sem var haldin heima hjá Bergþóri og Alberti. Mynd/Aðsend Veislan sjálf fór fram heima hjá Bergþóri Pálssyni og Alberti Eiríkssyni, sem hafa síðastliðin ár boðið fólki að láta þá sjá um hvers kyns veislur, en þetta er í fyrsta sinn sem þeir halda giftingaveislu. „Okkur langaði bara að gera eitthvað öðruvísi,“ segir Fannar en fjölskyldan vissi ekki af áætlunum hjónanna. „Þessi hugmynd kom bara upp þannig við höfðum samband og þeir voru meira en til. Þetta var æðislegt.“ Hjónin fögnuðu áfanganum í faðmi fjölskyldunnar. Mynd/Aðsend
Ástin og lífið Húðflúr Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Fleiri fréttir Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Sjá meira