Sigur Króatíu sá næst óvæntasti í sögu útsláttarkeppni HM Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. desember 2022 07:01 Króatar höfðu ærna ástæðu til að fagna í gær. Etsuo Hara/Getty Images Heimsmeistaramótið í Katar heldur áfram að koma á óvart og sigur Króatíu gegn Brasilíu í átta liða úrslitum í gær var sá næst óvæntasti í sögu útsláttarkeppni HM frá upphafi. Króatía og Brasilía áttust við í háspennuleik í átta liða úrslitum í gær þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í vítaspyrnukeppni. Markalaust var að loknum venjulegum leiktíma, en liðin skoruðu sitt markið hvort í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara. Þar voru það Króatarnir sem reyndust sterkari og liðið því á leið í undanúrslit í annað skiptið í röð þar sem Argentína verður mótherjinn. Tölfræðifyrirtækið Gracenote hefur haldið vel utan um öll gögn á þessu heimsmeistaramóti eins og svo oft áður. Samkvæmt gögnum fyrirtækisins var Brasilía sigurstranglegasta þjóðin áður en mótið hófst. Nú eru Brassar hins vegar úr leik og þjóðin þarf því að bíða enn lengur eftir sínum sjötta heimsmeistaratitli. Samkvæmt gögnum Gracenote átti Króatía aðeins 30,3 prósent möguleika á því að slá Brasilíu úr leik, sem gerir þetta að næst óvæntustu úrslitum í sögu útsláttarkeppni HM frá upphafi. Óvæntustu úrslit útsláttarkeppni HM frá upphafi komu árið 1994 þegar Búlgaría sló Þýskaland úr leik, en samkvæmt Gracenote voru aðeins 30 prósent líkur á því að það myndi gerast. Hér fyrir neðan má sjá samantekt Gracenote á tíu óvæntustu úrslitum útsláttarkeppni HM frá upphafi. 1. Búlgaría 2-1 Þýskaland | Átta liða úrslit | HM 1994 | 30,0 prósent líkur 2. Króatía 1-1 Brasilía (4-2 eftir vítaspyrnukeppni) | Átta liða úrslit | HM 2022 | 30,3 prósent líkur 3. Argentína 1-0 Brasilía | 16-liða úrslit | HM 1990 | 31,1 prósent líkur 4. Sviss 4-2 Þýskaland | 16-liða úrslit | HM 1938 | 31,2 prósent líkur 5. Síle 2-1 Sóvétríkin | Átta liða úrslit | HM 1962 | 32,1 prósent líkur 6. Þýskaland 3-2 Ungverjaland | Úrslit | HM 1954 | 33,2 prósent líkur 7. Þýskaland 7-1 Brasilía | Undanúrslit | HM 2014 | 33,8 prósent líkur 8. Belgía 2-1 Brasilía | Átta liða úrslit | HM 2018 | 33,9 prósent líkur 9. Króatía 3-0 Þýskaland | Átta liða úrslit | HM 1998 | 34,0 prósent líkur 10. Úrúgvæ 1-0 Sóvétríkin | Átta liða úrslit | HM 1970 | 34,5 prósent líkur HM 2022 í Katar Króatía Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fleiri fréttir Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Sjá meira
Króatía og Brasilía áttust við í háspennuleik í átta liða úrslitum í gær þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í vítaspyrnukeppni. Markalaust var að loknum venjulegum leiktíma, en liðin skoruðu sitt markið hvort í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara. Þar voru það Króatarnir sem reyndust sterkari og liðið því á leið í undanúrslit í annað skiptið í röð þar sem Argentína verður mótherjinn. Tölfræðifyrirtækið Gracenote hefur haldið vel utan um öll gögn á þessu heimsmeistaramóti eins og svo oft áður. Samkvæmt gögnum fyrirtækisins var Brasilía sigurstranglegasta þjóðin áður en mótið hófst. Nú eru Brassar hins vegar úr leik og þjóðin þarf því að bíða enn lengur eftir sínum sjötta heimsmeistaratitli. Samkvæmt gögnum Gracenote átti Króatía aðeins 30,3 prósent möguleika á því að slá Brasilíu úr leik, sem gerir þetta að næst óvæntustu úrslitum í sögu útsláttarkeppni HM frá upphafi. Óvæntustu úrslit útsláttarkeppni HM frá upphafi komu árið 1994 þegar Búlgaría sló Þýskaland úr leik, en samkvæmt Gracenote voru aðeins 30 prósent líkur á því að það myndi gerast. Hér fyrir neðan má sjá samantekt Gracenote á tíu óvæntustu úrslitum útsláttarkeppni HM frá upphafi. 1. Búlgaría 2-1 Þýskaland | Átta liða úrslit | HM 1994 | 30,0 prósent líkur 2. Króatía 1-1 Brasilía (4-2 eftir vítaspyrnukeppni) | Átta liða úrslit | HM 2022 | 30,3 prósent líkur 3. Argentína 1-0 Brasilía | 16-liða úrslit | HM 1990 | 31,1 prósent líkur 4. Sviss 4-2 Þýskaland | 16-liða úrslit | HM 1938 | 31,2 prósent líkur 5. Síle 2-1 Sóvétríkin | Átta liða úrslit | HM 1962 | 32,1 prósent líkur 6. Þýskaland 3-2 Ungverjaland | Úrslit | HM 1954 | 33,2 prósent líkur 7. Þýskaland 7-1 Brasilía | Undanúrslit | HM 2014 | 33,8 prósent líkur 8. Belgía 2-1 Brasilía | Átta liða úrslit | HM 2018 | 33,9 prósent líkur 9. Króatía 3-0 Þýskaland | Átta liða úrslit | HM 1998 | 34,0 prósent líkur 10. Úrúgvæ 1-0 Sóvétríkin | Átta liða úrslit | HM 1970 | 34,5 prósent líkur
1. Búlgaría 2-1 Þýskaland | Átta liða úrslit | HM 1994 | 30,0 prósent líkur 2. Króatía 1-1 Brasilía (4-2 eftir vítaspyrnukeppni) | Átta liða úrslit | HM 2022 | 30,3 prósent líkur 3. Argentína 1-0 Brasilía | 16-liða úrslit | HM 1990 | 31,1 prósent líkur 4. Sviss 4-2 Þýskaland | 16-liða úrslit | HM 1938 | 31,2 prósent líkur 5. Síle 2-1 Sóvétríkin | Átta liða úrslit | HM 1962 | 32,1 prósent líkur 6. Þýskaland 3-2 Ungverjaland | Úrslit | HM 1954 | 33,2 prósent líkur 7. Þýskaland 7-1 Brasilía | Undanúrslit | HM 2014 | 33,8 prósent líkur 8. Belgía 2-1 Brasilía | Átta liða úrslit | HM 2018 | 33,9 prósent líkur 9. Króatía 3-0 Þýskaland | Átta liða úrslit | HM 1998 | 34,0 prósent líkur 10. Úrúgvæ 1-0 Sóvétríkin | Átta liða úrslit | HM 1970 | 34,5 prósent líkur
HM 2022 í Katar Króatía Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Fleiri fréttir Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Sjá meira