Sleppa rauðum dregli í Hörpu fyrir mosa, jökulár og stuðlaberg Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 9. desember 2022 11:20 Íslendingar halda Evrópsku kvikmyndaverðlaunin í ár. Samsett Rauði dregillinn á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum sem fara fram á morgun verður ekki rauður heldur með öðru sniði en vaninn er á slíkum hátíðum. Stjörnurnar stilla sér upp fyrir ljósmyndara í Hörpu umkringdar íslenskri náttúru. Upphaflega hugmyndin var að flytja hefðbundinn rauðan dregil til landsins en í ár mun hefðin vera brotin með skapandi hætti og kolefnissporin spöruð sem fylgja flutningum milli landa. Hönnuðirnir og listamennirnir Tanja Levý, Sean O’Brien og Lilý Erla Adamsdóttir hanna listrænu innsetninguna í Hörpu. Arna Steinarsdóttir, Sean O’Brien, Tanja Levý og Lilý Erla Adamsdóttir. „Hátíðin er haldinn til heiðurs evrópsku kvikmyndagerðarfólki og vildum við hönnuðir verksins skapa einstaka upplifun fyrir gestina. Viðburðurinn er haldinn í Hörpu þar sem arkitektúrinn er innblásinn af íslenskri náttúru, form byggingarinnar vísar í stuðlaberg og gólfefnið úr íslenskum steini. Í stað þess að hanna hefðbundið teppi, vildum við færa margslungna náttúru Íslands inn í bygginguna og bjóða gestum hátíðarinnar upp á einstaka upplifun með innsetningu og skúlptúrum sem vísa veginn í átt að Eldborg,“ segir Tanja Levý, listrænn stjórnandi og hönnuður innsetningarinnar. „Innsetningin samanstendur af mosavöxnu hrauni, jökulám og súlum úr stuðlabergi með ilmi frá Fischersundi. Efnisheimur innsetningarinnar byggist á staðbundnum hráefnum frá íslenskum fyrirtækjum. Innsetningin er helst unnin úr tuftaðri ull frá Ístex, jarðvegsdúk og sagi sem hefur verið safnað frá vinnustofunni. Skúlptúrarnir eru einnig hannaðir með það í huga að innsetningin geti átt framhaldslíf eftir hátíðina,“ segir í tilkynningu um verkefnið. Tanja Levý er þverfaglegur hönnuður sem hefur síðustu ár starfað á sviði búninga- og leikmyndahönnunar. Lilý Erla Adamsdóttir er textíllistakona og hönnuður. Hún hefur yfirumsjón með textílhönnun og ullarframleiðslu verkefnisins. Sean O’Brien er þverfaglegur listamaður. Sean hannar og framleiðir strúktúr og áferð skúlptúra innsetningarinnar. Eins og fram hefur komið er Leynilögga tilnefnd sem besta gamanmyndin á hátíðinni. Leynilögga í leikstjórn Hannesar Þórs Halldórssonar er fyrsta íslenska kvikmyndin sem tilnefnd er í þessum flokki. Hannes Þór ræddi stemninguna í viðtali við Lífið á Vísi í gær. Tíska og hönnun Evrópsku kvikmyndaverðlaunin Tengdar fréttir Mætir í brúðkaupsfötunum og vonast til að hitta Javier Bardem í Hörpu Kvikmyndin Leynilögga er tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna sem afhent verða í Hörpu á laugardag. Evrópsku kvikmyndaverðlaunin eru þekktustu og virtustu verðlaunin sem veitt eru fyrir evrópskar kvikmyndir og eru veitt af Evrópsku kvikmyndaakademíunni. 8. desember 2022 18:15 Verða kynnar þegar Evrópsku kvikmyndaverðlaunin verða afhent í Hörpu Ilmur Kristjánsdóttir og Hugleikur Dagsson verða kynnar á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum sem afhent verða í Hörpu á laugardaginn. Nokkur fjöldi þekktra leikstjóra og leikara koma hingað til lands í tilefni af verðlaunahátíðinni, meðal annars frönsku leikkonuna Léa Seydoux og sænska leikstjórann Ruben Östlund. 7. desember 2022 13:13 Leynilögga tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna Evrópsku kvikmyndaverðlaunin voru rétt í þessu að tilkynna um tilnefningar í flokki gamanmynda og er íslenska kvikmyndin Leynilögga þar tilnefnd. Áður hafði komið fram að Berdreymi og Volaða land eru í forvali í kvikmyndaflokki. 19. október 2022 10:17 Mest lesið Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Tónlist Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Lífið „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Lífið Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Kyssast og kela en missa svo áhugann Lífið Minnist náins kollega og elskhuga Bíó og sjónvarp Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Lífið „Það er ekkert sem brýtur mann“ Lífið Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Lífið Fleiri fréttir Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Sjá meira
Upphaflega hugmyndin var að flytja hefðbundinn rauðan dregil til landsins en í ár mun hefðin vera brotin með skapandi hætti og kolefnissporin spöruð sem fylgja flutningum milli landa. Hönnuðirnir og listamennirnir Tanja Levý, Sean O’Brien og Lilý Erla Adamsdóttir hanna listrænu innsetninguna í Hörpu. Arna Steinarsdóttir, Sean O’Brien, Tanja Levý og Lilý Erla Adamsdóttir. „Hátíðin er haldinn til heiðurs evrópsku kvikmyndagerðarfólki og vildum við hönnuðir verksins skapa einstaka upplifun fyrir gestina. Viðburðurinn er haldinn í Hörpu þar sem arkitektúrinn er innblásinn af íslenskri náttúru, form byggingarinnar vísar í stuðlaberg og gólfefnið úr íslenskum steini. Í stað þess að hanna hefðbundið teppi, vildum við færa margslungna náttúru Íslands inn í bygginguna og bjóða gestum hátíðarinnar upp á einstaka upplifun með innsetningu og skúlptúrum sem vísa veginn í átt að Eldborg,“ segir Tanja Levý, listrænn stjórnandi og hönnuður innsetningarinnar. „Innsetningin samanstendur af mosavöxnu hrauni, jökulám og súlum úr stuðlabergi með ilmi frá Fischersundi. Efnisheimur innsetningarinnar byggist á staðbundnum hráefnum frá íslenskum fyrirtækjum. Innsetningin er helst unnin úr tuftaðri ull frá Ístex, jarðvegsdúk og sagi sem hefur verið safnað frá vinnustofunni. Skúlptúrarnir eru einnig hannaðir með það í huga að innsetningin geti átt framhaldslíf eftir hátíðina,“ segir í tilkynningu um verkefnið. Tanja Levý er þverfaglegur hönnuður sem hefur síðustu ár starfað á sviði búninga- og leikmyndahönnunar. Lilý Erla Adamsdóttir er textíllistakona og hönnuður. Hún hefur yfirumsjón með textílhönnun og ullarframleiðslu verkefnisins. Sean O’Brien er þverfaglegur listamaður. Sean hannar og framleiðir strúktúr og áferð skúlptúra innsetningarinnar. Eins og fram hefur komið er Leynilögga tilnefnd sem besta gamanmyndin á hátíðinni. Leynilögga í leikstjórn Hannesar Þórs Halldórssonar er fyrsta íslenska kvikmyndin sem tilnefnd er í þessum flokki. Hannes Þór ræddi stemninguna í viðtali við Lífið á Vísi í gær.
Tíska og hönnun Evrópsku kvikmyndaverðlaunin Tengdar fréttir Mætir í brúðkaupsfötunum og vonast til að hitta Javier Bardem í Hörpu Kvikmyndin Leynilögga er tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna sem afhent verða í Hörpu á laugardag. Evrópsku kvikmyndaverðlaunin eru þekktustu og virtustu verðlaunin sem veitt eru fyrir evrópskar kvikmyndir og eru veitt af Evrópsku kvikmyndaakademíunni. 8. desember 2022 18:15 Verða kynnar þegar Evrópsku kvikmyndaverðlaunin verða afhent í Hörpu Ilmur Kristjánsdóttir og Hugleikur Dagsson verða kynnar á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum sem afhent verða í Hörpu á laugardaginn. Nokkur fjöldi þekktra leikstjóra og leikara koma hingað til lands í tilefni af verðlaunahátíðinni, meðal annars frönsku leikkonuna Léa Seydoux og sænska leikstjórann Ruben Östlund. 7. desember 2022 13:13 Leynilögga tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna Evrópsku kvikmyndaverðlaunin voru rétt í þessu að tilkynna um tilnefningar í flokki gamanmynda og er íslenska kvikmyndin Leynilögga þar tilnefnd. Áður hafði komið fram að Berdreymi og Volaða land eru í forvali í kvikmyndaflokki. 19. október 2022 10:17 Mest lesið Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Tónlist Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Lífið „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Lífið Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Kyssast og kela en missa svo áhugann Lífið Minnist náins kollega og elskhuga Bíó og sjónvarp Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Lífið „Það er ekkert sem brýtur mann“ Lífið Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Lífið Fleiri fréttir Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Sjá meira
Mætir í brúðkaupsfötunum og vonast til að hitta Javier Bardem í Hörpu Kvikmyndin Leynilögga er tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna sem afhent verða í Hörpu á laugardag. Evrópsku kvikmyndaverðlaunin eru þekktustu og virtustu verðlaunin sem veitt eru fyrir evrópskar kvikmyndir og eru veitt af Evrópsku kvikmyndaakademíunni. 8. desember 2022 18:15
Verða kynnar þegar Evrópsku kvikmyndaverðlaunin verða afhent í Hörpu Ilmur Kristjánsdóttir og Hugleikur Dagsson verða kynnar á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum sem afhent verða í Hörpu á laugardaginn. Nokkur fjöldi þekktra leikstjóra og leikara koma hingað til lands í tilefni af verðlaunahátíðinni, meðal annars frönsku leikkonuna Léa Seydoux og sænska leikstjórann Ruben Östlund. 7. desember 2022 13:13
Leynilögga tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna Evrópsku kvikmyndaverðlaunin voru rétt í þessu að tilkynna um tilnefningar í flokki gamanmynda og er íslenska kvikmyndin Leynilögga þar tilnefnd. Áður hafði komið fram að Berdreymi og Volaða land eru í forvali í kvikmyndaflokki. 19. október 2022 10:17