„Kannski munur á að heita Taylor Johns eða vera í íslenska landsliðinu og heita Kristófer Acox“ Siggeir Ævarsson skrifar 8. desember 2022 20:49 Ísak Wíum, þjálfari ÍR. Vísir/Vilhelm Ísak Wíum, þjálfari ÍR, tók sér góðan tíma til að kæla sig niður fyrir viðtal kvöldsins eftir grátlegt tap gegn Valsmönnum í leik sem var æsispennandi allt fram á síðustu sekúndurnar. Leikurinn hefði í raun getað fallið hvoru liðinu sem var í skaut og ÍR-ingar fengu ekkert fyrir sinn snúð þrátt fyrir að hafa selt sig dýrt í seinni hálfleik og unnið sig inn í leikinn aftur eftir að hafa verið 11 stigum undir í hálfleik. „Þetta er bara svekkjandi. Á okkar degi, sem ég er svolítið að bíða eftir, á okkar skotdegi þá vinnum við svona leiki held ég alveg pottþétt. Við verðum kannsi bara að vera svolítið þolinmóðir, eins svekkjandi og þetta er.“ Ísak hafði einmitt orð á því fyrir leik að hann væri að bíða eftir téðum degi, en hann kom svo sannarlega ekki í dag. „Nei hann kom ekki í dag. Við erum kannski í smá veseni með „spacing“ að einhverju leyti og menn ekki að hitta vel og það er alveg smá áhyggjuefni.“ ÍR-ingar spila nú í nýju og glæsilegu íþróttahúsi við Skógarsel. Aðspurður hvort körfurnar væru enn að venjast sagði Ísak það ólíklegt, en notaði þó tækifærið og sendi Reykjavíkborg harðorð skilaboð um að klára fráganginn í húsinu. „Veit það ekki, nei ég myndi nú ekki halda það. Við getum ekki kvartað yfir helmingnum, þó ég ætli að nota tækifærið og segja Reykjavíkurborg drullast til að skipta út restinni af körfunum. Skilaboð til þeirra fyrst að ég hef vettvanginn til þess. En ég held að nýja húsið sé ekki vandamálið okkar.“ Taylor Johns virtist ekki eiga mikið inni hjá dómurunum í kvöld, uppskar tvær sóknarvillur, eina tæknvillu og Valsmenn fengu að taka ansi óblíðlega á honum í teignum án þess að nokkuð væri dæmt. Ísak tók sannarlega eftir þessu og gerði athugasemd við aðstöðumun Jóna og Séra Jóna í deildinni. „Ég er nú búinn að fara í kælingu, þess vegna kom ég ekki beint til þín. En kannski bara munur á að heita Taylor Johns eða vera í íslenska landsliðinu og heita Kristófer Acox. Mér fannst rosalega mikið halla á hann, sérstaklega þegar menn tóku það til skoðunar að Kristófer var alltaf með báðar hendur í bakinu á honum en svo um leið og bakverðirnar okkar setja báðar hendur á bakverðina þeirra, þá var það villa. Þannig að það var ekkert samræmi úti á velli og inni í teig.“ Það hefur verið nokkuð stormasamt í Breiðholtinu framan af tímabili en Ísak og hans menn virðast þó vera á réttri leið á mörgum sviðum. Aðspurður um framhaldið var Ísak bjartsýnn. „Bara vel. Ég held að þakið okkar sé nokkuð hátt. Ég er að reyna að hætta að tala um það en við höfum verið í leikmannakrísu. Menn eru að tínast til baka og þá eru ungir strákarnir búnir að spila mínútur og geta þá leyst einhver hlutverk. Það er alltaf bjart yfir Breiðholtinu.“ – sagði Ísak Wíum að lokum, nokkuð bjart yfir honum þrátt fyrir svekkjandi tap. Subway-deild karla ÍR Valur Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Valur 77-83 | Meistararnir komu sér aftur á sigurbraut Eftir sitt fyrsta tap síðan í október í síðustu umferð eru Íslandsmeistarar Vals komnir aftur á sigurbraut eftir nauman sex stiga útisigur gegn ÍR í kvöld, 77-83. 8. desember 2022 20:08 Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
„Þetta er bara svekkjandi. Á okkar degi, sem ég er svolítið að bíða eftir, á okkar skotdegi þá vinnum við svona leiki held ég alveg pottþétt. Við verðum kannsi bara að vera svolítið þolinmóðir, eins svekkjandi og þetta er.“ Ísak hafði einmitt orð á því fyrir leik að hann væri að bíða eftir téðum degi, en hann kom svo sannarlega ekki í dag. „Nei hann kom ekki í dag. Við erum kannski í smá veseni með „spacing“ að einhverju leyti og menn ekki að hitta vel og það er alveg smá áhyggjuefni.“ ÍR-ingar spila nú í nýju og glæsilegu íþróttahúsi við Skógarsel. Aðspurður hvort körfurnar væru enn að venjast sagði Ísak það ólíklegt, en notaði þó tækifærið og sendi Reykjavíkborg harðorð skilaboð um að klára fráganginn í húsinu. „Veit það ekki, nei ég myndi nú ekki halda það. Við getum ekki kvartað yfir helmingnum, þó ég ætli að nota tækifærið og segja Reykjavíkurborg drullast til að skipta út restinni af körfunum. Skilaboð til þeirra fyrst að ég hef vettvanginn til þess. En ég held að nýja húsið sé ekki vandamálið okkar.“ Taylor Johns virtist ekki eiga mikið inni hjá dómurunum í kvöld, uppskar tvær sóknarvillur, eina tæknvillu og Valsmenn fengu að taka ansi óblíðlega á honum í teignum án þess að nokkuð væri dæmt. Ísak tók sannarlega eftir þessu og gerði athugasemd við aðstöðumun Jóna og Séra Jóna í deildinni. „Ég er nú búinn að fara í kælingu, þess vegna kom ég ekki beint til þín. En kannski bara munur á að heita Taylor Johns eða vera í íslenska landsliðinu og heita Kristófer Acox. Mér fannst rosalega mikið halla á hann, sérstaklega þegar menn tóku það til skoðunar að Kristófer var alltaf með báðar hendur í bakinu á honum en svo um leið og bakverðirnar okkar setja báðar hendur á bakverðina þeirra, þá var það villa. Þannig að það var ekkert samræmi úti á velli og inni í teig.“ Það hefur verið nokkuð stormasamt í Breiðholtinu framan af tímabili en Ísak og hans menn virðast þó vera á réttri leið á mörgum sviðum. Aðspurður um framhaldið var Ísak bjartsýnn. „Bara vel. Ég held að þakið okkar sé nokkuð hátt. Ég er að reyna að hætta að tala um það en við höfum verið í leikmannakrísu. Menn eru að tínast til baka og þá eru ungir strákarnir búnir að spila mínútur og geta þá leyst einhver hlutverk. Það er alltaf bjart yfir Breiðholtinu.“ – sagði Ísak Wíum að lokum, nokkuð bjart yfir honum þrátt fyrir svekkjandi tap.
Subway-deild karla ÍR Valur Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Valur 77-83 | Meistararnir komu sér aftur á sigurbraut Eftir sitt fyrsta tap síðan í október í síðustu umferð eru Íslandsmeistarar Vals komnir aftur á sigurbraut eftir nauman sex stiga útisigur gegn ÍR í kvöld, 77-83. 8. desember 2022 20:08 Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Fleiri fréttir Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Sjá meira
Leik lokið: ÍR - Valur 77-83 | Meistararnir komu sér aftur á sigurbraut Eftir sitt fyrsta tap síðan í október í síðustu umferð eru Íslandsmeistarar Vals komnir aftur á sigurbraut eftir nauman sex stiga útisigur gegn ÍR í kvöld, 77-83. 8. desember 2022 20:08