„Við værum í vandræðum án Bandaríkjanna“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 8. desember 2022 17:00 Fyrir síðustu helgi lét Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, þau orð falla á fundi sem skipulagður var af hugveitunni Lowy Institute í Sydney í Ástralíu, að án Bandaríkjanna væri Evrópusambandið í vandræðum þegar kæmi að varnarmálum. Þannig hefði sambandið ekki haft burði til þess að bregðast sem skyldi við innrás rússneska hersins í Úkraínu og fyrir vikið orðið að treysta á Bandaríkjamenn. „Ég verð að vera algerlega hreinskilin við ykkur, Evrópusambandið er ekki nógu sterkt eins og staðan er í dag. Við værum í vandræðum án Bandaríkjanna,“ sagði Marin varðandi stríðið í Úkraínu. Fram kemur í frétt BBC um ummæli hennar að vopnabúr ríkja sambandsins séu að tæmast vegna stuðnings við Úkraínumenn þrátt fyrir að framlag ríkjanna hafi verið hverfandi í samanburði við stuðning Bandaríkjanna. Stefna Evrópusambandsins beðið skipbrot Marin gagnrýndi harðlega þau ríki Evrópusambandsins sem hefðu sótzt eftir því að mynda nánari efnahagsleg tengsl við Rússland undanfarna áratugi með kaupum á rússneskri orku en sambandið hefði nálgast málin með sama hætti. „Við héldum að með þessu yrði komið í veg fyrir stríð,“ sagði hún. Sú stefna hefði hins vegar beðið algert skipbrot. Rússneskum stjórnvöldum væri sama um efnahagsleg tengsl. Fyrir rúmum mánuði sagði Pekka Haavisto, utanríkisráðherra Finnlands, á ráðstefnu NATO-þingsins í Helsinki, höfuðborg landsins, að ástæðan fyrir umsókn Finnlands um inngöngu í NATO væri sú að ekki væri hægt að treysta á Evrópusambandið í varnarmálum. Undir þetta tók fulltrúi sænskra stjórnvalda á ráðstefnunni en Svíþjóð, sem líkt og Finnland er í sambandinu, stefnir einnig á inngöngu í NATO. Treystu á Rússland og Kína í efnahagsmálum Komið hefur ítrekað fram í máli Joseps Borrell, utanríkismálastjóra Evrópusambandsins, að hernaður rússneskra stjórnvalda í Úkraínu hafi verið fjármagnaður með kaupum ríkja sambandsins á rússneskri olíu og gasi um langt árabil. Margoft hefði verið varað við því í aðdraganda stríðsins hversu háð Evrópusambandið væri Rússlandi í orkumálum en í stað þess að draga úr í þeim efnum hefði verið farið í öfuga átt. Fram kom einnig í máli Borrells á fundi með sendiherrum Evrópusambandsins í október að sambandið hefði reitt sig á Bandaríkin í öryggismálum og reist efnahagslega velmegun sína á kaupum á ódýrri orku frá Rússlandi og kaupum á ódýrum varningi frá Kína. Það væri ekki mögulegt lengur en ljóst væri að sú breyting yrði erfið efnahagslega fyrir Evrópusambandið og myndi hafa í för með sér ýmis vandamál. Hryggjarstykkið í vörnum vestrænna ríkja Meðal þess sem stríðið í Úkraínu hefur leitt af sér er að varpa enn betra ljósi en áður á það hversu illa að vígi Evrópusambandið stendur í öryggis- og varnarmálum. Ekki sízt þegar kemur að efnahagsöryggi. Fullyrðingar sem heyrzt hafa, þess efnis að Ísland þurfi að ganga í sambandið til þess að tryggja öryggis- og varnarhagsmuni landsins, þar á meðal efnahagsöryggi þess, standast þannig alls enga skoðun. Fyrir liggur að Bandaríkin verða áfram hryggjarstykkið í vörnum vestrænna ríkja enda eina ríkið í þeim hópi sem hefur í reynd burði til þess að verja bæði sig sjálf og aðra. Þar með talið innan NATO en Bandaríkjamenn standa undir miklum meirihluta útgjalda bandalagsins. Þannig er ljóst að varnir Íslands verða sem fyrr bezt tryggðar með áframhaldandi aðild að NATO og varnarsamningnum við Bandaríkin. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Utanríkismál Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir síðustu helgi lét Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, þau orð falla á fundi sem skipulagður var af hugveitunni Lowy Institute í Sydney í Ástralíu, að án Bandaríkjanna væri Evrópusambandið í vandræðum þegar kæmi að varnarmálum. Þannig hefði sambandið ekki haft burði til þess að bregðast sem skyldi við innrás rússneska hersins í Úkraínu og fyrir vikið orðið að treysta á Bandaríkjamenn. „Ég verð að vera algerlega hreinskilin við ykkur, Evrópusambandið er ekki nógu sterkt eins og staðan er í dag. Við værum í vandræðum án Bandaríkjanna,“ sagði Marin varðandi stríðið í Úkraínu. Fram kemur í frétt BBC um ummæli hennar að vopnabúr ríkja sambandsins séu að tæmast vegna stuðnings við Úkraínumenn þrátt fyrir að framlag ríkjanna hafi verið hverfandi í samanburði við stuðning Bandaríkjanna. Stefna Evrópusambandsins beðið skipbrot Marin gagnrýndi harðlega þau ríki Evrópusambandsins sem hefðu sótzt eftir því að mynda nánari efnahagsleg tengsl við Rússland undanfarna áratugi með kaupum á rússneskri orku en sambandið hefði nálgast málin með sama hætti. „Við héldum að með þessu yrði komið í veg fyrir stríð,“ sagði hún. Sú stefna hefði hins vegar beðið algert skipbrot. Rússneskum stjórnvöldum væri sama um efnahagsleg tengsl. Fyrir rúmum mánuði sagði Pekka Haavisto, utanríkisráðherra Finnlands, á ráðstefnu NATO-þingsins í Helsinki, höfuðborg landsins, að ástæðan fyrir umsókn Finnlands um inngöngu í NATO væri sú að ekki væri hægt að treysta á Evrópusambandið í varnarmálum. Undir þetta tók fulltrúi sænskra stjórnvalda á ráðstefnunni en Svíþjóð, sem líkt og Finnland er í sambandinu, stefnir einnig á inngöngu í NATO. Treystu á Rússland og Kína í efnahagsmálum Komið hefur ítrekað fram í máli Joseps Borrell, utanríkismálastjóra Evrópusambandsins, að hernaður rússneskra stjórnvalda í Úkraínu hafi verið fjármagnaður með kaupum ríkja sambandsins á rússneskri olíu og gasi um langt árabil. Margoft hefði verið varað við því í aðdraganda stríðsins hversu háð Evrópusambandið væri Rússlandi í orkumálum en í stað þess að draga úr í þeim efnum hefði verið farið í öfuga átt. Fram kom einnig í máli Borrells á fundi með sendiherrum Evrópusambandsins í október að sambandið hefði reitt sig á Bandaríkin í öryggismálum og reist efnahagslega velmegun sína á kaupum á ódýrri orku frá Rússlandi og kaupum á ódýrum varningi frá Kína. Það væri ekki mögulegt lengur en ljóst væri að sú breyting yrði erfið efnahagslega fyrir Evrópusambandið og myndi hafa í för með sér ýmis vandamál. Hryggjarstykkið í vörnum vestrænna ríkja Meðal þess sem stríðið í Úkraínu hefur leitt af sér er að varpa enn betra ljósi en áður á það hversu illa að vígi Evrópusambandið stendur í öryggis- og varnarmálum. Ekki sízt þegar kemur að efnahagsöryggi. Fullyrðingar sem heyrzt hafa, þess efnis að Ísland þurfi að ganga í sambandið til þess að tryggja öryggis- og varnarhagsmuni landsins, þar á meðal efnahagsöryggi þess, standast þannig alls enga skoðun. Fyrir liggur að Bandaríkin verða áfram hryggjarstykkið í vörnum vestrænna ríkja enda eina ríkið í þeim hópi sem hefur í reynd burði til þess að verja bæði sig sjálf og aðra. Þar með talið innan NATO en Bandaríkjamenn standa undir miklum meirihluta útgjalda bandalagsins. Þannig er ljóst að varnir Íslands verða sem fyrr bezt tryggðar með áframhaldandi aðild að NATO og varnarsamningnum við Bandaríkin. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun