Fyrrum stjóri Alberts óvinsæll: „Lélegasti, falskasti og yfirlætislegasti þjálfari sem ég hef haft“ Valur Páll Eiríksson skrifar 9. desember 2022 07:31 Blessin (t.v.) var rekinn í vikunni. Hann var þjálfari Genoa þegar Albert gekk í raðir félagsins í janúar. Simone Arveda/Getty Images Federico Marchetti, fyrrum markvörður Genoa, liðs Alberts Guðmundssonar, fer ekki fögrum orðum um fráfarandi stjóra liðsins sem var rekinn í vikunni. Alexander Blessin var rekinn úr stöðu þjálfara hjá Genoa á þriðjudaginn var. Hann tók við liðinu í janúar á þessu ári og var sá sem fékk Albert til liðs við félagið á gluggadegi í lok janúar. Blessin mistókst að bjarga Genoa frá falli úr A-deildinni á Ítalíu í vor og var sagt upp eftir slakt gengi liðsins í B-deildinni. Genoa situr í sjötta sæti B-deildarinnar með 23 stig, níu stigum frá toppliði Frosinone. Marchetti hefur ekki hátt álit á kauða.Sportinfoto/DeFodi Images via Getty Images 39 ára gamli markvörðurinn Marchetti var á mála hjá Genoa frá 2018 þar til í ár, en hann var varamarkvörður hjá liðinu þar lengst af, enda kominn af sínu léttasta skeiði. Hann var áður markvörður Lazio um árabil og var í landsliðshópi Ítalíu á EM 2016. Hann virðist hafa vægast sagt slakt álit á Blessin ef marka má ummæli sem hann setti við nýjustu færslu Blessin á samskiptamiðlinum Instagram. Marchetti hefur síðan fjarlægt ummælin sem lifa þó. „Þú ert lélegasti, falskasti og yfirlætislegasti þjálfari sem ég hef haft á mínum langa ferli,“ segir Marchetti í færslunni. „Þú gerðir grín að öllum Genóumönnum frá fyrsta degi, þú felldir lið sem hefði getað bjargað sér án fáránlegra fótboltahugmynda þinna,“ Federico Marchetti on ex-Genoa manager Alexander Blessin s last Instagram post. Safe to say he wasn t a fan of Blessin-ball pic.twitter.com/h9qI2fjRmy— Francesco (@FRANCESCalciO_) December 7, 2022 Fyrrum framherjinn Alberto Gilardino, sem vann HM með Ítalíu árið 2006, tók tímabundið við af Blessin en hann er þjálfari unglingaliðs Genoa. Hann stýrði Genoa til sigurs gegn Sudtirol í deildinni í gær þar sem Genoa vann langþráðan 2-0 sigur. Albert spilaði fyrstu 70 mínútur leiksins. Reynsluboltinn Claudio Ranieri er sagður vera í sigtinu hjá félaginu um að taka við af Blessin. Ítalski boltinn Tengdar fréttir Liðsfélagi Alberts dæmdur í sex ára fangelsi fyrir hópnauðgun Ítalski knattspyrnumaðurinn Manolo Portanova, leikmaður ítalska B-deildarliðsins Genoa, hefur verið dæmdur í sex ára fangelsi vegna þátttöku sinnar í hópnauðgun. Brotið átti sér stað í maí á síðasta ári. 6. desember 2022 19:46 Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Sjá meira
Alexander Blessin var rekinn úr stöðu þjálfara hjá Genoa á þriðjudaginn var. Hann tók við liðinu í janúar á þessu ári og var sá sem fékk Albert til liðs við félagið á gluggadegi í lok janúar. Blessin mistókst að bjarga Genoa frá falli úr A-deildinni á Ítalíu í vor og var sagt upp eftir slakt gengi liðsins í B-deildinni. Genoa situr í sjötta sæti B-deildarinnar með 23 stig, níu stigum frá toppliði Frosinone. Marchetti hefur ekki hátt álit á kauða.Sportinfoto/DeFodi Images via Getty Images 39 ára gamli markvörðurinn Marchetti var á mála hjá Genoa frá 2018 þar til í ár, en hann var varamarkvörður hjá liðinu þar lengst af, enda kominn af sínu léttasta skeiði. Hann var áður markvörður Lazio um árabil og var í landsliðshópi Ítalíu á EM 2016. Hann virðist hafa vægast sagt slakt álit á Blessin ef marka má ummæli sem hann setti við nýjustu færslu Blessin á samskiptamiðlinum Instagram. Marchetti hefur síðan fjarlægt ummælin sem lifa þó. „Þú ert lélegasti, falskasti og yfirlætislegasti þjálfari sem ég hef haft á mínum langa ferli,“ segir Marchetti í færslunni. „Þú gerðir grín að öllum Genóumönnum frá fyrsta degi, þú felldir lið sem hefði getað bjargað sér án fáránlegra fótboltahugmynda þinna,“ Federico Marchetti on ex-Genoa manager Alexander Blessin s last Instagram post. Safe to say he wasn t a fan of Blessin-ball pic.twitter.com/h9qI2fjRmy— Francesco (@FRANCESCalciO_) December 7, 2022 Fyrrum framherjinn Alberto Gilardino, sem vann HM með Ítalíu árið 2006, tók tímabundið við af Blessin en hann er þjálfari unglingaliðs Genoa. Hann stýrði Genoa til sigurs gegn Sudtirol í deildinni í gær þar sem Genoa vann langþráðan 2-0 sigur. Albert spilaði fyrstu 70 mínútur leiksins. Reynsluboltinn Claudio Ranieri er sagður vera í sigtinu hjá félaginu um að taka við af Blessin.
Ítalski boltinn Tengdar fréttir Liðsfélagi Alberts dæmdur í sex ára fangelsi fyrir hópnauðgun Ítalski knattspyrnumaðurinn Manolo Portanova, leikmaður ítalska B-deildarliðsins Genoa, hefur verið dæmdur í sex ára fangelsi vegna þátttöku sinnar í hópnauðgun. Brotið átti sér stað í maí á síðasta ári. 6. desember 2022 19:46 Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Óheppnin eltir Éder Militao: Frá í nokkra mánuði Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Sjá meira
Liðsfélagi Alberts dæmdur í sex ára fangelsi fyrir hópnauðgun Ítalski knattspyrnumaðurinn Manolo Portanova, leikmaður ítalska B-deildarliðsins Genoa, hefur verið dæmdur í sex ára fangelsi vegna þátttöku sinnar í hópnauðgun. Brotið átti sér stað í maí á síðasta ári. 6. desember 2022 19:46