Ekki dauður úr öllum æðum: Sjáðu Tom Brady stýra ótrúlegri endurkomu Tampa Bay Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. desember 2022 11:30 Tom Brady neitar einfaldlega að gefast upp. Kevin Sabitus/Getty Images Hinn 45 ára gamli Tom Brady minnti heldur betur á sig í gærkvöld þegar Tampa Bay Buccaneers risu eins og Fönix úr öskunni í ótrúlegum eins stigs endurkomu sigri á New Orleans Saints í NFL deildinni. Brady og félagar komust yfir með vallarmarki í fyrsta leikhluta en fengu í kjölfarið á sig snertimark og þrjú vallarmörk án þess að svara á hinum enda vallarins. Staðan var 16-3 Saints í vil um miðbik fjórða leikhluta og útlitið orðið heldur dökkt fyrir Buccaneers. Trailing 16-3 with 5:34 remaining in the game, the Buccaneers had just a 0.7% chance of winning.The Buccaneers late-game comeback goes down as the 4th-most improbable of the Next Gen Stats era (since 2016) based on the NGS win probability model.#NOvsTB | Powered by @awscloud pic.twitter.com/9i9GTEqjFW— Next Gen Stats (@NextGenStats) December 6, 2022 Brady henti heilagri Maríu upp í loftið og vonaði það besta. Sendingin endaði ekki hjá samherja en dómarinn veifaði gulu flaggi sínu og brot dæmt á Saints. Refsingin var víti upp á 40 metra sem þýddi að Buccaneers fór úr því að vera við miðlínu vallarins í að vera alveg við endasvæðið. Þá var ekki að spyrja að því, Brady fann Cade Otton og staðan orðin 16-10. Saints tókst ekki að drepa tímann nægilega vel og Brady fékk boltann aftur í hendurnar þegar 50 sekúndur voru eftir. Tampa Bay óð upp völlinn og með þrjár sekúndur eftir á klukkunni negldi Brady boltanum í hendurnar á Rachaad White sem datt inn í endasvæðið og tryggði Buccaneers ótrúlegan endurkomu sigur. With the game on the line, it was the 's time to shine #NOvsTB pic.twitter.com/FNJgzyw8lP— NFL (@NFL) December 6, 2022 Lokatölur 17-10 Buccaneers í vil sem þýðir að Tom Brady hefur nú unnið 249 leiki í NFL deildinni. Tampa Bay er svo áfram á toppi NFC Suður-riðli deildarinnar með sex sigra og sex töp að loknum 12 leikjum. NFL Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira
Brady og félagar komust yfir með vallarmarki í fyrsta leikhluta en fengu í kjölfarið á sig snertimark og þrjú vallarmörk án þess að svara á hinum enda vallarins. Staðan var 16-3 Saints í vil um miðbik fjórða leikhluta og útlitið orðið heldur dökkt fyrir Buccaneers. Trailing 16-3 with 5:34 remaining in the game, the Buccaneers had just a 0.7% chance of winning.The Buccaneers late-game comeback goes down as the 4th-most improbable of the Next Gen Stats era (since 2016) based on the NGS win probability model.#NOvsTB | Powered by @awscloud pic.twitter.com/9i9GTEqjFW— Next Gen Stats (@NextGenStats) December 6, 2022 Brady henti heilagri Maríu upp í loftið og vonaði það besta. Sendingin endaði ekki hjá samherja en dómarinn veifaði gulu flaggi sínu og brot dæmt á Saints. Refsingin var víti upp á 40 metra sem þýddi að Buccaneers fór úr því að vera við miðlínu vallarins í að vera alveg við endasvæðið. Þá var ekki að spyrja að því, Brady fann Cade Otton og staðan orðin 16-10. Saints tókst ekki að drepa tímann nægilega vel og Brady fékk boltann aftur í hendurnar þegar 50 sekúndur voru eftir. Tampa Bay óð upp völlinn og með þrjár sekúndur eftir á klukkunni negldi Brady boltanum í hendurnar á Rachaad White sem datt inn í endasvæðið og tryggði Buccaneers ótrúlegan endurkomu sigur. With the game on the line, it was the 's time to shine #NOvsTB pic.twitter.com/FNJgzyw8lP— NFL (@NFL) December 6, 2022 Lokatölur 17-10 Buccaneers í vil sem þýðir að Tom Brady hefur nú unnið 249 leiki í NFL deildinni. Tampa Bay er svo áfram á toppi NFC Suður-riðli deildarinnar með sex sigra og sex töp að loknum 12 leikjum.
NFL Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira