Ekki dauður úr öllum æðum: Sjáðu Tom Brady stýra ótrúlegri endurkomu Tampa Bay Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. desember 2022 11:30 Tom Brady neitar einfaldlega að gefast upp. Kevin Sabitus/Getty Images Hinn 45 ára gamli Tom Brady minnti heldur betur á sig í gærkvöld þegar Tampa Bay Buccaneers risu eins og Fönix úr öskunni í ótrúlegum eins stigs endurkomu sigri á New Orleans Saints í NFL deildinni. Brady og félagar komust yfir með vallarmarki í fyrsta leikhluta en fengu í kjölfarið á sig snertimark og þrjú vallarmörk án þess að svara á hinum enda vallarins. Staðan var 16-3 Saints í vil um miðbik fjórða leikhluta og útlitið orðið heldur dökkt fyrir Buccaneers. Trailing 16-3 with 5:34 remaining in the game, the Buccaneers had just a 0.7% chance of winning.The Buccaneers late-game comeback goes down as the 4th-most improbable of the Next Gen Stats era (since 2016) based on the NGS win probability model.#NOvsTB | Powered by @awscloud pic.twitter.com/9i9GTEqjFW— Next Gen Stats (@NextGenStats) December 6, 2022 Brady henti heilagri Maríu upp í loftið og vonaði það besta. Sendingin endaði ekki hjá samherja en dómarinn veifaði gulu flaggi sínu og brot dæmt á Saints. Refsingin var víti upp á 40 metra sem þýddi að Buccaneers fór úr því að vera við miðlínu vallarins í að vera alveg við endasvæðið. Þá var ekki að spyrja að því, Brady fann Cade Otton og staðan orðin 16-10. Saints tókst ekki að drepa tímann nægilega vel og Brady fékk boltann aftur í hendurnar þegar 50 sekúndur voru eftir. Tampa Bay óð upp völlinn og með þrjár sekúndur eftir á klukkunni negldi Brady boltanum í hendurnar á Rachaad White sem datt inn í endasvæðið og tryggði Buccaneers ótrúlegan endurkomu sigur. With the game on the line, it was the 's time to shine #NOvsTB pic.twitter.com/FNJgzyw8lP— NFL (@NFL) December 6, 2022 Lokatölur 17-10 Buccaneers í vil sem þýðir að Tom Brady hefur nú unnið 249 leiki í NFL deildinni. Tampa Bay er svo áfram á toppi NFC Suður-riðli deildarinnar með sex sigra og sex töp að loknum 12 leikjum. NFL Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Sjá meira
Brady og félagar komust yfir með vallarmarki í fyrsta leikhluta en fengu í kjölfarið á sig snertimark og þrjú vallarmörk án þess að svara á hinum enda vallarins. Staðan var 16-3 Saints í vil um miðbik fjórða leikhluta og útlitið orðið heldur dökkt fyrir Buccaneers. Trailing 16-3 with 5:34 remaining in the game, the Buccaneers had just a 0.7% chance of winning.The Buccaneers late-game comeback goes down as the 4th-most improbable of the Next Gen Stats era (since 2016) based on the NGS win probability model.#NOvsTB | Powered by @awscloud pic.twitter.com/9i9GTEqjFW— Next Gen Stats (@NextGenStats) December 6, 2022 Brady henti heilagri Maríu upp í loftið og vonaði það besta. Sendingin endaði ekki hjá samherja en dómarinn veifaði gulu flaggi sínu og brot dæmt á Saints. Refsingin var víti upp á 40 metra sem þýddi að Buccaneers fór úr því að vera við miðlínu vallarins í að vera alveg við endasvæðið. Þá var ekki að spyrja að því, Brady fann Cade Otton og staðan orðin 16-10. Saints tókst ekki að drepa tímann nægilega vel og Brady fékk boltann aftur í hendurnar þegar 50 sekúndur voru eftir. Tampa Bay óð upp völlinn og með þrjár sekúndur eftir á klukkunni negldi Brady boltanum í hendurnar á Rachaad White sem datt inn í endasvæðið og tryggði Buccaneers ótrúlegan endurkomu sigur. With the game on the line, it was the 's time to shine #NOvsTB pic.twitter.com/FNJgzyw8lP— NFL (@NFL) December 6, 2022 Lokatölur 17-10 Buccaneers í vil sem þýðir að Tom Brady hefur nú unnið 249 leiki í NFL deildinni. Tampa Bay er svo áfram á toppi NFC Suður-riðli deildarinnar með sex sigra og sex töp að loknum 12 leikjum.
NFL Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Jón Þór Evrópumeistari á nýju Íslandsmeti Sjá meira