„Hér ganga gestir aftur í tímann, og við þeim tekur pósthússtarfsmaður sem selur þeim myndlistarkort. Þú tekur mynd af þér sem er prentuð samstundis og færð að póstleggja bréfið og mynd hvert á land sem er,“ segir í tilkynningu um Jólapósthúsið.
Þetta er þó ekkert venjulegt pósthús og umhverfið er einstaklega skemmtilegt.
„Þú ferðast aftur í tímann, með ljósum og leikmynd.“
Á meðal gesta Jólapósthússins um helgina var leikkonan Nína Dögg Filippusdóttir og skrifaði hún einfaldlega „Geggjuð sýning,“ á Instagram.
Uppi í sýningarsal er svo hin árlega jólasýning þar sem bæði ungir og þekktari myndlistarmenn sýna samhliða á einstaklega fallegri sölusýningu sem er orðin hefð í jólahaldi margra Íslendinga.
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá Jólapósthúsinu í Ásmundarsal.



