Segir tónlist Ásgeirs Trausta hafa hjálpað sér í veikindum sonar síns Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 4. desember 2022 13:36 „Þetta fékk mig til að, ég veit ekki, þetta lét mig titra að innan og óma eins og bjöllu. Það var virkilega fallegt þegar ég komst að þessu,“ segir Rob Delaney. Getty Bandaríski leikarinn og grínistinn Rob Delaney opnaði sig nýlega í hlaðvarpsviðtali og ræddi meðal annars um það hvernig lög íslenska tónlistarmannsins Ásgeirs Trausta veittu honum styrk á erfiðum tímum. Flestir kannast við Rob úr Deadpool 2 myndinni og þáttaröðinni Catastrophe en hann fer einnig með hlutverk í væntanlegri kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Northen Comfort. Rob gekk í gegnum mikinn harmleik fyrir nokkrum árum þegar kornungur sonur hans lést úr heilaæxli aðeins tveggja og hálfs árs gamall. Hann gaf nýlega út bókina A Heart That Works þar sem hann rekur sögu sonar síns og sorgarferlið sem hann og fjölskyldan hafa gengið í gegnum. Rob mætti á dögunum í viðtal hjá Up First sem er vinsæll hlaðvarpsþáttur vestanhafs. Þar ræddi hann bókina og kom meðal annars inn á upplifun sína af því að horfa upp á son sinn í erfiðri krabbameinslyfjameðferð. Á meðan Henry litli dvaldi á sjúkrahúsinu gerði Rob sitt besta til að hafa ofan af fyrir syni sínum og fá hann til að gleyma veikindum sínum. Feðgarnir léku sér og lásu saman sögur og þess á milli lögðu þeir sig saman. „Hann lagði sig, og svo lagði ég mig og síðan hlustum við saman á fallega tónlist á íslensku,“ segir Rob í viðtalinu og á þar við tónlist Ásgeirs Trausta. Eitt af lögunum sem þeir feðgar hlustuðu á var Heimförin. Rob heldur áfram og segir að rúmlega tveimur árum seinna hafi hann unnið með íslenskum leikstjóra og sagt henni frá aðdáun sinni á íslenskum söngvara að nafni Ásgeir. „Og þá sagði hún mér áhugaverða staðreynd um hann, að pabbi hans væri ljóðskáld, og að pabbi hans hefði skrifað textana og hann hefði síðan samið tónlistana. Og ég var alveg bara: ha?“ Rob segir það hafa snert sig þegar hann komst að því að þessi íslenska tónlist var samin af feðgum, tónlistin sem hann hafði hlustað á með syni sínum á þessum dýrmætu og heilögu stundum. Eða eins og hann orðar það: „Á meðan við lágum saman og létum okkur dreyma á meðan hann var eins árs gamall og fastur í lyfjagjöf.“ Rob bætir því við að þessi uppgvötun hafi yljað honum um hjartarætur. „Þetta fékk mig til að, ég veit ekki, þetta lét mig titra að innan og óma eins og bjöllu. Það var virkilega fallegt þegar ég komst að þessu.“ Tónlist Hollywood Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Frægar í fantaformi Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira
Flestir kannast við Rob úr Deadpool 2 myndinni og þáttaröðinni Catastrophe en hann fer einnig með hlutverk í væntanlegri kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Northen Comfort. Rob gekk í gegnum mikinn harmleik fyrir nokkrum árum þegar kornungur sonur hans lést úr heilaæxli aðeins tveggja og hálfs árs gamall. Hann gaf nýlega út bókina A Heart That Works þar sem hann rekur sögu sonar síns og sorgarferlið sem hann og fjölskyldan hafa gengið í gegnum. Rob mætti á dögunum í viðtal hjá Up First sem er vinsæll hlaðvarpsþáttur vestanhafs. Þar ræddi hann bókina og kom meðal annars inn á upplifun sína af því að horfa upp á son sinn í erfiðri krabbameinslyfjameðferð. Á meðan Henry litli dvaldi á sjúkrahúsinu gerði Rob sitt besta til að hafa ofan af fyrir syni sínum og fá hann til að gleyma veikindum sínum. Feðgarnir léku sér og lásu saman sögur og þess á milli lögðu þeir sig saman. „Hann lagði sig, og svo lagði ég mig og síðan hlustum við saman á fallega tónlist á íslensku,“ segir Rob í viðtalinu og á þar við tónlist Ásgeirs Trausta. Eitt af lögunum sem þeir feðgar hlustuðu á var Heimförin. Rob heldur áfram og segir að rúmlega tveimur árum seinna hafi hann unnið með íslenskum leikstjóra og sagt henni frá aðdáun sinni á íslenskum söngvara að nafni Ásgeir. „Og þá sagði hún mér áhugaverða staðreynd um hann, að pabbi hans væri ljóðskáld, og að pabbi hans hefði skrifað textana og hann hefði síðan samið tónlistana. Og ég var alveg bara: ha?“ Rob segir það hafa snert sig þegar hann komst að því að þessi íslenska tónlist var samin af feðgum, tónlistin sem hann hafði hlustað á með syni sínum á þessum dýrmætu og heilögu stundum. Eða eins og hann orðar það: „Á meðan við lágum saman og létum okkur dreyma á meðan hann var eins árs gamall og fastur í lyfjagjöf.“ Rob bætir því við að þessi uppgvötun hafi yljað honum um hjartarætur. „Þetta fékk mig til að, ég veit ekki, þetta lét mig titra að innan og óma eins og bjöllu. Það var virkilega fallegt þegar ég komst að þessu.“
Tónlist Hollywood Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Frægar í fantaformi Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira