„Hann er með eiginleika sem er erfitt að kenna“ Smári Jökull Jónsson skrifar 4. desember 2022 11:00 Matthías Orri Sigurðarson er einn af sérfræðingum Subway Körfuboltakvölds og hann hefur verið hrifinn af frammistöðu Sigurðar Péturssonar leikmanns Breiðabliks. Vísir Hinn tvítugi Sigurður Pétursson hefur heillað marga í Subway-deildinni á þessu tímabili. Strákarnir í Subway Körfuboltakvöldi fóru yfir frammistöðu Sigurðar í þættinum á föstudagskvöldið. Breiðablik hefur verið spútniklið tímabilsins í Subway-deildinni hingað til en liðið er jafnt Val og Keflavík að stigum á toppi deildarinnar. Sigurður Pétursson hefur verið einn af lykilmönnum Breiðabliks en þessi tvítugi strákur er með níu stig, fimm fráköst og tólf framlagsstig að meðaltali í vetur. Þeir Kjartan Atli Kjartansson, Matthías Orri Sigurðarson og Brynjar Þór Björnsson ræddu Sigurð í síðasta þætti af Subway Körfuboltakvöldi. Kjartan Atli sagði að Sigurður væri gott dæmi um það sem á ensku er kallað „late bloomer“, það er einhver sem springur út seinna en margir aðrir. „Hann er svona eins og lítill Rottweiler hvolpur, þú sérð að hann á eftir að verða að risastórum hundi,“ sagði Kjartan Atli. „Maður sér það viku fyrir viku að hann er að ná að fylla upp í þennan frábæra ramma sem hann er með. Hann er fljótur á fæti, hoppar hátt og hreyfir sig mjög vel. Hann er með eiginleika sem er erfitt að kenna, hann leggur sig mikið fram og er bara harður,“ bætti Matthías við og sagði að í fyrra hafi fólk fyrst almennilega byrjað að taka eftir Sigurði á vellinum. „Hann var alveg tilbúinn nítján ára gamall að rífa kjaft við hvern einasta mann sem hann var að dekka, hann var ekki hræddur við neitt. Þegar hann fer að hitta þriggja stiga skotunum þá er hann mjög nothæfur leikmaður,“ bætti Matthías Orri við. Alla umræðu þeirra félaga má sjá í spilaranum hér fyrir neðan þar sem meðal annars er farið yfir líkindi Sigurðar og föður hans Péturs Ingvarssonar sem einmitt er þjálfari Breiðabliks. Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Sigurð Pétursson Subway-deild karla Körfuboltakvöld Breiðablik Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Fleiri fréttir Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Sjá meira
Breiðablik hefur verið spútniklið tímabilsins í Subway-deildinni hingað til en liðið er jafnt Val og Keflavík að stigum á toppi deildarinnar. Sigurður Pétursson hefur verið einn af lykilmönnum Breiðabliks en þessi tvítugi strákur er með níu stig, fimm fráköst og tólf framlagsstig að meðaltali í vetur. Þeir Kjartan Atli Kjartansson, Matthías Orri Sigurðarson og Brynjar Þór Björnsson ræddu Sigurð í síðasta þætti af Subway Körfuboltakvöldi. Kjartan Atli sagði að Sigurður væri gott dæmi um það sem á ensku er kallað „late bloomer“, það er einhver sem springur út seinna en margir aðrir. „Hann er svona eins og lítill Rottweiler hvolpur, þú sérð að hann á eftir að verða að risastórum hundi,“ sagði Kjartan Atli. „Maður sér það viku fyrir viku að hann er að ná að fylla upp í þennan frábæra ramma sem hann er með. Hann er fljótur á fæti, hoppar hátt og hreyfir sig mjög vel. Hann er með eiginleika sem er erfitt að kenna, hann leggur sig mikið fram og er bara harður,“ bætti Matthías við og sagði að í fyrra hafi fólk fyrst almennilega byrjað að taka eftir Sigurði á vellinum. „Hann var alveg tilbúinn nítján ára gamall að rífa kjaft við hvern einasta mann sem hann var að dekka, hann var ekki hræddur við neitt. Þegar hann fer að hitta þriggja stiga skotunum þá er hann mjög nothæfur leikmaður,“ bætti Matthías Orri við. Alla umræðu þeirra félaga má sjá í spilaranum hér fyrir neðan þar sem meðal annars er farið yfir líkindi Sigurðar og föður hans Péturs Ingvarssonar sem einmitt er þjálfari Breiðabliks. Klippa: Subway Körfuboltakvöld um Sigurð Pétursson
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Breiðablik Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Fleiri fréttir Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Sjá meira