Fólk ætti að vera sent til Færeyja í stað heilsuhælis Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 4. desember 2022 07:00 Einstakar týpur sem RAX kynntist í Færeyjum. RAX Augnablik „Þetta er eins og að fara aftur í tímann.“ Svona lýsir Ragnar Axelsson ljósmyndari litlu þorpi í Færeyjum í nýjasta þættinum af RAX Augnablik. Árið 1988 sigldi RAX í Nólsey en eyjan hefur rólegan gamaldags sjarma. „Það er svolítið gaman að fylgjast með þessu rólegheitarlífi og þessum vingjarnlegheitum sem þú mætir alls staðar í Færeyjum.“ Í Nólsey tóku á móti honum tveir menn sem minntu hann á Gög og Gokke. Hann velti því fyrir sér hvort þeir væru fluttir í kyrrðina í Nólsey til þess að flýja frægðina. „Í stað þess að setja fólk á heilsuhæli þá ætti að senda það til Færeyja.“ Frásögnina má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: RAX Augnablik Í þáttunum RAX Augnablik segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina hér á Vísi. Færeyjar eru í sérstöku uppáhaldi hjá Ragnari Axelssyni og þá sérstaklega einstöku týpurnar og skrautlegu karakterarnir sem þar búa. Hann hefur nokkrum sinnum áður sagt frá ævintýrum sínum í Færeyjum í eldri þáttum af RAX Augnablik og má sjá þrjú vel valin dæmi hér fyrir neðan. Litli drengurinn í Elduvík Ragnar heimsótti þorpið Elduvík í Færeyjum árið 1997 og náði þar einstökum myndum, þar á meðal af nýfæddum litlum dreng. Áður en bókin Andlit norðursins var endurútgefin fór ljósmyndarinn aftur í sama þorpið til þess að finna strákinn á myndinni á ný. Lífið í Fugley Árið 1988 dvaldi Ragnar í mánuð í Færeyjum og myndaði mannlífið. Í Fugley eru tvær byggðir, Kirkja og Hattarvík, en þar kynntist ljósmyndarinn einstökum karakterum. Á fýlaveiðum Færeyingar eru að mörgu leyti í sterkum tengslum við náttúruna og Ragnar elti eitt sinn mann að nafni Heine upp á fuglabjarg til þess að fylgjast með honum veiða fýl með háfi. Lífið í Færeyjum er í öðrum takti en við eigum að venjast sem Ragnar segir að sé stór hluti af sjarma eyjanna. RAX Færeyjar Menning Ljósmyndun Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Árið 1988 sigldi RAX í Nólsey en eyjan hefur rólegan gamaldags sjarma. „Það er svolítið gaman að fylgjast með þessu rólegheitarlífi og þessum vingjarnlegheitum sem þú mætir alls staðar í Færeyjum.“ Í Nólsey tóku á móti honum tveir menn sem minntu hann á Gög og Gokke. Hann velti því fyrir sér hvort þeir væru fluttir í kyrrðina í Nólsey til þess að flýja frægðina. „Í stað þess að setja fólk á heilsuhæli þá ætti að senda það til Færeyja.“ Frásögnina má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: RAX Augnablik Í þáttunum RAX Augnablik segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina hér á Vísi. Færeyjar eru í sérstöku uppáhaldi hjá Ragnari Axelssyni og þá sérstaklega einstöku týpurnar og skrautlegu karakterarnir sem þar búa. Hann hefur nokkrum sinnum áður sagt frá ævintýrum sínum í Færeyjum í eldri þáttum af RAX Augnablik og má sjá þrjú vel valin dæmi hér fyrir neðan. Litli drengurinn í Elduvík Ragnar heimsótti þorpið Elduvík í Færeyjum árið 1997 og náði þar einstökum myndum, þar á meðal af nýfæddum litlum dreng. Áður en bókin Andlit norðursins var endurútgefin fór ljósmyndarinn aftur í sama þorpið til þess að finna strákinn á myndinni á ný. Lífið í Fugley Árið 1988 dvaldi Ragnar í mánuð í Færeyjum og myndaði mannlífið. Í Fugley eru tvær byggðir, Kirkja og Hattarvík, en þar kynntist ljósmyndarinn einstökum karakterum. Á fýlaveiðum Færeyingar eru að mörgu leyti í sterkum tengslum við náttúruna og Ragnar elti eitt sinn mann að nafni Heine upp á fuglabjarg til þess að fylgjast með honum veiða fýl með háfi. Lífið í Færeyjum er í öðrum takti en við eigum að venjast sem Ragnar segir að sé stór hluti af sjarma eyjanna.
Í þáttunum RAX Augnablik segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina hér á Vísi.
RAX Færeyjar Menning Ljósmyndun Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Fleiri fréttir Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira