Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Afturelding 26-29 | Mosfellingar sóttu stigin tvö í Garðabæ Kári Mímisson skrifar 4. desember 2022 21:14 Afturelding fagnaði sigri í Garðabænum Vísir/Diego Afturelding lagði Stjörnuna að velli í 11. umferð Olísdeildarinnar í Garðabænum í kvöld. Þetta var sjöundi sigur Aftureldingar í vetur sem eru nú jafnir FH í 2. sæti með 16 stig en FH-ingar eiga þó leik til góða. Stjarnan er hinsvegar ekki langt á eftir með 13 stig í 5. sæti. Leikurinn var jafn og spennandi en Afturelding lagði grunninn að sigrinum með frábærum kafla um miðbik seinni hálfleiks. Í stöðunni 21-21 kom 5-1 kafli fyrir Aftureldingu sem sigraði svo að lokum 26-29. Blær Hinriksson var atkvæðamestur hjá Mosfellingum með 10 mörk. Hjá Stjörnunni voru markahæstir þeir Leó Snær Pétursson og Tandri Már Konráðsson með 5 mörk hvor. Jovan Kukobat stóð sig vel í marki Aftureldingar í kvöld og varði 15 skot (38%) þar af tvö víti. Í markinu hjá Stjörnunni var Adam Thorstensen með 11 varin skot (30%) og Arnór Freyr Stefánsson með 3 (50%). Mikið jafnræði var með liðunum til að byrja með en Afturelding hafði þó aðeins betur og leiddi 10-12 í hálfleik. Snemma í seinni hálfleik komst Afturelding í 13-17 en Stjarnan jafnaði 17-17. Í stöðunni 21-21 þá kom góður kafli frá Aftureldingu sem skoraði fimm mörk gegn einu og tryggðu sér svo sigurinn 26-29. Afhverju vann Afturelding? 5-1 kafli Aftureldingar seint í seinni hálfleik var það sem gerði útslagið. Eftir að hafa leitt meirihluta leiksins þá má segja að þessi partur leiksins hafi verið náðarhöggið. Mikilvæg mörk og mikilvægar markvörslur komu hjá Aftureldingu á meðan Stjarnan fór illa með hvert dauðafærið á fætur öðru. Hverjir sköruðu fram úr? Jovan Kukobat fór á kostum í markinu og var með 38% markvörslu. Þegar mest á dundi stóð hann sig vel í markinu og átti mjög mikilvægar vörslur sem hjálpuðu Aftureldingu að landa sigrinum. Sóknarlega var Blær Hinriksson frábær. 10 mörk úr 14 skotum. Virkilega sannfærandi frammistaða hjá honum í kvöld. Hvað gekk illa? Færanýting Stjörnumanna var ekki góð. Mikið af fínum færum og opnum skotum sem bara vildu ekki inn. Það hefði ekki þurft mikið til að Stjarnan hefði fengið eitthvað út úr þessum leik og herslumunurinn liggur bara í skotnýtingunni. Hvað gerist næst? Afturelding mætir toppliði Vals á Varmá næsta föstudag klukkan 20:00 á meðan Stjarnan fær FH-inga í heimsókn til sín mánudaginn 12. des klukkan 19:30. Gunnar: Allir að leggja í púkkið í kvöld. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar.Vísir/Diego Gunnar Magnússon þjálfari Aftureldingar var hrikalega stoltur af sínum mönnum og ánægður með baráttuna í liðinu þótt mótlætið blési á. Snemma leiks misstu þeir Þorstein Leó Gunnarsson útaf sem fékk höfuðhögg eftir samstuð við Hergeir Grímsson snemma leiks. Gunnar Kristinn missteig sig líka nokkuð illa í fyrri hálfleik og þurfti að fara útaf en náði þó að leika aðeins undir lok leiksins. „Hann Gunni harkaði þetta bara af sér því hann vissi alveg hvernig staðan væri á okkur og fórnaði sér bara í þetta á annari löppinni.“ sagði Gunnar Magnússon þjálfari eftir leikinn. Patrekur: Þetta var bara ekki gott. Patrekur var vonsvikinn í leikslok með leik sinna manna, þá sérstaklega sóknarlega. „Við áttum að gera betur í dag hefðum við bara skotið eins og menn. Þetta voru bara léleg skot, léleg gæði og án þess að taka eitthvað af Jovan, hann er ágætis markmaður en maður á að geta gert betur þegar maður kemst á sjö metra að skjóta.“ Olís-deild karla Stjarnan Afturelding
Afturelding lagði Stjörnuna að velli í 11. umferð Olísdeildarinnar í Garðabænum í kvöld. Þetta var sjöundi sigur Aftureldingar í vetur sem eru nú jafnir FH í 2. sæti með 16 stig en FH-ingar eiga þó leik til góða. Stjarnan er hinsvegar ekki langt á eftir með 13 stig í 5. sæti. Leikurinn var jafn og spennandi en Afturelding lagði grunninn að sigrinum með frábærum kafla um miðbik seinni hálfleiks. Í stöðunni 21-21 kom 5-1 kafli fyrir Aftureldingu sem sigraði svo að lokum 26-29. Blær Hinriksson var atkvæðamestur hjá Mosfellingum með 10 mörk. Hjá Stjörnunni voru markahæstir þeir Leó Snær Pétursson og Tandri Már Konráðsson með 5 mörk hvor. Jovan Kukobat stóð sig vel í marki Aftureldingar í kvöld og varði 15 skot (38%) þar af tvö víti. Í markinu hjá Stjörnunni var Adam Thorstensen með 11 varin skot (30%) og Arnór Freyr Stefánsson með 3 (50%). Mikið jafnræði var með liðunum til að byrja með en Afturelding hafði þó aðeins betur og leiddi 10-12 í hálfleik. Snemma í seinni hálfleik komst Afturelding í 13-17 en Stjarnan jafnaði 17-17. Í stöðunni 21-21 þá kom góður kafli frá Aftureldingu sem skoraði fimm mörk gegn einu og tryggðu sér svo sigurinn 26-29. Afhverju vann Afturelding? 5-1 kafli Aftureldingar seint í seinni hálfleik var það sem gerði útslagið. Eftir að hafa leitt meirihluta leiksins þá má segja að þessi partur leiksins hafi verið náðarhöggið. Mikilvæg mörk og mikilvægar markvörslur komu hjá Aftureldingu á meðan Stjarnan fór illa með hvert dauðafærið á fætur öðru. Hverjir sköruðu fram úr? Jovan Kukobat fór á kostum í markinu og var með 38% markvörslu. Þegar mest á dundi stóð hann sig vel í markinu og átti mjög mikilvægar vörslur sem hjálpuðu Aftureldingu að landa sigrinum. Sóknarlega var Blær Hinriksson frábær. 10 mörk úr 14 skotum. Virkilega sannfærandi frammistaða hjá honum í kvöld. Hvað gekk illa? Færanýting Stjörnumanna var ekki góð. Mikið af fínum færum og opnum skotum sem bara vildu ekki inn. Það hefði ekki þurft mikið til að Stjarnan hefði fengið eitthvað út úr þessum leik og herslumunurinn liggur bara í skotnýtingunni. Hvað gerist næst? Afturelding mætir toppliði Vals á Varmá næsta föstudag klukkan 20:00 á meðan Stjarnan fær FH-inga í heimsókn til sín mánudaginn 12. des klukkan 19:30. Gunnar: Allir að leggja í púkkið í kvöld. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar.Vísir/Diego Gunnar Magnússon þjálfari Aftureldingar var hrikalega stoltur af sínum mönnum og ánægður með baráttuna í liðinu þótt mótlætið blési á. Snemma leiks misstu þeir Þorstein Leó Gunnarsson útaf sem fékk höfuðhögg eftir samstuð við Hergeir Grímsson snemma leiks. Gunnar Kristinn missteig sig líka nokkuð illa í fyrri hálfleik og þurfti að fara útaf en náði þó að leika aðeins undir lok leiksins. „Hann Gunni harkaði þetta bara af sér því hann vissi alveg hvernig staðan væri á okkur og fórnaði sér bara í þetta á annari löppinni.“ sagði Gunnar Magnússon þjálfari eftir leikinn. Patrekur: Þetta var bara ekki gott. Patrekur var vonsvikinn í leikslok með leik sinna manna, þá sérstaklega sóknarlega. „Við áttum að gera betur í dag hefðum við bara skotið eins og menn. Þetta voru bara léleg skot, léleg gæði og án þess að taka eitthvað af Jovan, hann er ágætis markmaður en maður á að geta gert betur þegar maður kemst á sjö metra að skjóta.“
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti