Hefði verið frábært ef þetta hefði gengið upp Snorri Másson skrifar 2. desember 2022 12:01 Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Vísir/Egill Möguleikinn á starfsemi kísilvers í Helguvík er að öllum líkindum úr sögunni. Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ segir meirihluta íbúa anda léttar eftir að þetta varð ljóst, enda hafi margir orðið fyrir mikilum óþægindum. Óljóst er hvað verður um verksmiðjuna sjálfa. Kísilverksmiðjan í Helguvík hóf starfsemi í lok árs 2016 og starfaði með hléum í tíu mánuði allt þar til hún var stöðvuð með ákvörðun Umhverfisstofnunar. Eigandinn, United Silicon, varð gjaldþrota árið 2018 og Arion banki fékk verksmiðjuna í sína eigu. Möguleikar voru kannaðir á að ræsa kísilverið á ný, til dæmis með því að selja það til PCC, en nú hefur sú viðleitni runnið út í sandinn. „Þannig að já, ég held að þetta sé búið. Bæði mér og bæjarstjórn og miklum meirihluta íbúa er bara nokkuð létt.“ Þannig orðar Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar þetta í samtali við fréttastofu: Ég held að þetta sé búið. Raforkusamningi verksmiðjunnar verður skilað til Landsvirkjunar og fyrirséð þykir að ekki verður starfrækt stóriðja í kísilverinu í Helguvík. Að sögn bæjarstjórans má vel vera að PCC, fyrirtæki sem rekur þegar kísilver á Bakka við Húsavík, hefði sett verkefnið í Helguvík í gang með betri hætti á nýjan leik en mikill meirihluti bæjarbúa hefði að sögn Kjartans bara ekki viljað taka þá áhættu. „Það urðu margir fyrir miklum óþægindum og veikindum útaf því sem gerðist hérna á sínum tíma og við erum ekki tilbúin að taka þá áhættu aftur,“ segir Kjartan Már. „Menn tóku þarna stóra sénsa og ef þetta hefði nú allt gengið upp og öllum umhverfisskilyrðum og lögum verið fullnægt og fólk fengið góða vinnu fyrir góð laun eins og lagt var upp með, þá hefði þetta verið náttúrulega frábært bara og samfélagið tekið því fagnandi, en það því miður bara gerðist ekki. Og þá er bara ágætt að þetta sé frá og menn snúi sér að einhverju öðru.“ Verksmiðjan gamla er nú í eigu Arion banka sem telur fullreynt að reka í henni kísilver. Næst á dagskrá? Bæjarstjórinn skal ekki segja. „Við höfum ekki rætt það. Þeir þurfa að selja innan úr þessu væntanlega búnaðinn og þá er einhver skel eftir, húsin, en hvað þeir gera við þau, ég bara veit það ekki,“ segir Kjartan. United Silicon Stóriðja Reykjanesbær Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
Kísilverksmiðjan í Helguvík hóf starfsemi í lok árs 2016 og starfaði með hléum í tíu mánuði allt þar til hún var stöðvuð með ákvörðun Umhverfisstofnunar. Eigandinn, United Silicon, varð gjaldþrota árið 2018 og Arion banki fékk verksmiðjuna í sína eigu. Möguleikar voru kannaðir á að ræsa kísilverið á ný, til dæmis með því að selja það til PCC, en nú hefur sú viðleitni runnið út í sandinn. „Þannig að já, ég held að þetta sé búið. Bæði mér og bæjarstjórn og miklum meirihluta íbúa er bara nokkuð létt.“ Þannig orðar Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar þetta í samtali við fréttastofu: Ég held að þetta sé búið. Raforkusamningi verksmiðjunnar verður skilað til Landsvirkjunar og fyrirséð þykir að ekki verður starfrækt stóriðja í kísilverinu í Helguvík. Að sögn bæjarstjórans má vel vera að PCC, fyrirtæki sem rekur þegar kísilver á Bakka við Húsavík, hefði sett verkefnið í Helguvík í gang með betri hætti á nýjan leik en mikill meirihluti bæjarbúa hefði að sögn Kjartans bara ekki viljað taka þá áhættu. „Það urðu margir fyrir miklum óþægindum og veikindum útaf því sem gerðist hérna á sínum tíma og við erum ekki tilbúin að taka þá áhættu aftur,“ segir Kjartan Már. „Menn tóku þarna stóra sénsa og ef þetta hefði nú allt gengið upp og öllum umhverfisskilyrðum og lögum verið fullnægt og fólk fengið góða vinnu fyrir góð laun eins og lagt var upp með, þá hefði þetta verið náttúrulega frábært bara og samfélagið tekið því fagnandi, en það því miður bara gerðist ekki. Og þá er bara ágætt að þetta sé frá og menn snúi sér að einhverju öðru.“ Verksmiðjan gamla er nú í eigu Arion banka sem telur fullreynt að reka í henni kísilver. Næst á dagskrá? Bæjarstjórinn skal ekki segja. „Við höfum ekki rætt það. Þeir þurfa að selja innan úr þessu væntanlega búnaðinn og þá er einhver skel eftir, húsin, en hvað þeir gera við þau, ég bara veit það ekki,“ segir Kjartan.
United Silicon Stóriðja Reykjanesbær Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira