Lárus: Í fjórða leikhluta var þetta orðið eins og skotæfing hjá Njarðvík Siggeir Ævarsson skrifar 1. desember 2022 21:36 Lárus og Þórsliðið mátti þola skell gegn Njarðvík á heimavelli í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Þór frá Þorlákshöfn fékk þungan skell á heimavelli í kvöld í Subway-deild karla, en Njarðvíkingar settu 119 stig á þá í kvöld, niðurstaðan 31 stigs tap. Lárus Jónsson þjálfari Þórs sagði að slakur varnarleikur í upphafi leiks og andleysi hans manna þegar á móti blés hafi fellt þá rækilega beint á andlitið í kvöld. „Mér fannst við byrja rosalega veikt varnarlega, þannig að við komum Njarðvík alltof mikið á bragðið fannst mér og þeir orðnir sjóðandi heitir. En við náðum náttúrulega að minnka þetta niður í 5 stig og þetta var alveg orðinn leikur en við vorum ótrúlega fljótir að hengja haus þegar við fengum körfur í andlitið á okkur.“ „Þeir skora hérna 119 stig, það er klárlega varnarleikurinn sem fellir okkur. Mér fannst við vera alltof seinir að klukka þá og menn voru að missa menn framhjá sér. Njarðvíkingum var farið að líða ofboðslega vel og gátu sent þessa auka sendingu og fengið galopin skot, voru náttúrulega að hitta. Í fjórða leikhluta var þetta orðið eins og skotæfing hjá Njarðvík.“ Varnarlega voru Þórsarar vissulega slakir í kvöld, en sóknarlega var heldur ekki mikið að frétta, ef frá er talinn Vincent Shahid sem skoraði 30 stig. Aðrir leikmenn virtust hreinlega ekki vera með í leiknum á köflum. „Margir sem voru ekki að hitta neitt rosalega vel í kvöld, og við vorum kannski ekki að deila boltanum alveg nógu mikið. Mér fannst menn voru svolítið hálfopnir, þeir voru aldrei galopnir þegar þeir voru að taka skotin.“ Staðan í deildinni er ekki gæfuleg fyrir Þórsara nú þegar skammt lifir af árinu. Lárus var þó ekki á því að það væri dökkt yfir Þorslákshöfn, og vonaði að þessi leikur gæfi mönnum einhverskonar viðspyrnu frá botninum. „Við erum búnir að vera inn í öllum leikjunum hingað til og góð barátta í liðinu. Núna fannst mér þetta var fyrsti leikurinn sem ég sá þar sem menn sýna ákveðið andleysi, sem er kannski eðlilegt ef þú ert alltaf að fá þrist í andlitið. En kannski er þetta bara spark sem við þurftum í rassgatið að tapa loksins stórt.“ Það er vonandi Þórsara vegna að þetta sé rétt greining hjá Lárusi og hans menn girði sig í brók eftir þetta stóra tap. Það er í það minnsta brött brekka framundan hjá Þorlákshafnarbúum, sem sitja áfram á botni deildarinnar með einn sigur og 6 töp. Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn UMF Njarðvík Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Sport Ólafía komst örugglega í gegnum niðurskurðinn Golf Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-3 │Aron breytti gangi mála Íslenski boltinn Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Fjölnir kominn upp í Pepsi Max-deildina og staða Gróttu góð | Njarðvíkingar fallnir og Þróttarar í vondum málum Íslenski boltinn Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
„Mér fannst við byrja rosalega veikt varnarlega, þannig að við komum Njarðvík alltof mikið á bragðið fannst mér og þeir orðnir sjóðandi heitir. En við náðum náttúrulega að minnka þetta niður í 5 stig og þetta var alveg orðinn leikur en við vorum ótrúlega fljótir að hengja haus þegar við fengum körfur í andlitið á okkur.“ „Þeir skora hérna 119 stig, það er klárlega varnarleikurinn sem fellir okkur. Mér fannst við vera alltof seinir að klukka þá og menn voru að missa menn framhjá sér. Njarðvíkingum var farið að líða ofboðslega vel og gátu sent þessa auka sendingu og fengið galopin skot, voru náttúrulega að hitta. Í fjórða leikhluta var þetta orðið eins og skotæfing hjá Njarðvík.“ Varnarlega voru Þórsarar vissulega slakir í kvöld, en sóknarlega var heldur ekki mikið að frétta, ef frá er talinn Vincent Shahid sem skoraði 30 stig. Aðrir leikmenn virtust hreinlega ekki vera með í leiknum á köflum. „Margir sem voru ekki að hitta neitt rosalega vel í kvöld, og við vorum kannski ekki að deila boltanum alveg nógu mikið. Mér fannst menn voru svolítið hálfopnir, þeir voru aldrei galopnir þegar þeir voru að taka skotin.“ Staðan í deildinni er ekki gæfuleg fyrir Þórsara nú þegar skammt lifir af árinu. Lárus var þó ekki á því að það væri dökkt yfir Þorslákshöfn, og vonaði að þessi leikur gæfi mönnum einhverskonar viðspyrnu frá botninum. „Við erum búnir að vera inn í öllum leikjunum hingað til og góð barátta í liðinu. Núna fannst mér þetta var fyrsti leikurinn sem ég sá þar sem menn sýna ákveðið andleysi, sem er kannski eðlilegt ef þú ert alltaf að fá þrist í andlitið. En kannski er þetta bara spark sem við þurftum í rassgatið að tapa loksins stórt.“ Það er vonandi Þórsara vegna að þetta sé rétt greining hjá Lárusi og hans menn girði sig í brók eftir þetta stóra tap. Það er í það minnsta brött brekka framundan hjá Þorlákshafnarbúum, sem sitja áfram á botni deildarinnar með einn sigur og 6 töp.
Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn UMF Njarðvík Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Sport Ólafía komst örugglega í gegnum niðurskurðinn Golf Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-3 │Aron breytti gangi mála Íslenski boltinn Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Fjölnir kominn upp í Pepsi Max-deildina og staða Gróttu góð | Njarðvíkingar fallnir og Þróttarar í vondum málum Íslenski boltinn Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
Fjölnir kominn upp í Pepsi Max-deildina og staða Gróttu góð | Njarðvíkingar fallnir og Þróttarar í vondum málum Íslenski boltinn
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Fjölnir kominn upp í Pepsi Max-deildina og staða Gróttu góð | Njarðvíkingar fallnir og Þróttarar í vondum málum Íslenski boltinn
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti