Frakkar skiptu yfir í auglýsingar og héldu að þeir hefðu gert jafntefli Sindri Sverrisson skrifar 1. desember 2022 14:01 Antoine Griezmann hélt að hann hefði tryggt Frökkum jafntefli gegn Túnis en svo tók við óvenjuleg atburðarás sem sjónvarpsáhorfendur í Frakklandi misstu af. Getty/Alex Caparros Sjónvarpsáhorfendur í Frakklandi héldu eflaust að sínir menn í franska landsliðinu hefðu farið taplausir í gegnum riðlakeppnina á HM í fótbolta, vegna afglapa í útsendingu sjónvarpsstöðvarinnar TF1. Antoine Griezmann jafnaði metin gegn Túnis í gær í 1-1 í blálok leiksins og í kjölfarið skipti TF1 yfir í auglýsingar. Áhorfendur í Frakklandi misstu því af dramatíkinni sem fylgdi eftir mark Griezmann en dómari leiksins ákvað að ógilda markið hans vegna rangstöðu, eftir að hafa skoðað atvikið á sjónvarpsskjá. Túnis vann þar af leiðandi leikinn 1-0 en það kom reyndar ekki að sök fyrir Frakka því þeir unnu engu að síður D-riðilinn og mæta Pólverjum í 16-liða úrslitum mótsins á sunnudaginn. Frakkar hafa engu að síður sent inn kvörtun til FIFA vegna marksins sem Griezmann skoraði, sem þeir telja að hafi átt að standa. TF1 sendi frá sér yfirlýsingu í gær og sagðist kenna í brjósti um þá sem ekki gátu séð atburðarásina í beinni útsendingu, en tók fram að farið hefði verið eftir hefðbundnum verkferlum í útsendingum stöðvarinnar. Frönsku sjónvarpsstöðinni til varnar þá virðist dómari leiksins hafa flautað miðju og svo flautað leikinn af strax í kjölfarið, áður en hann ákvað loks á endanum að fara í varsjána og skoða markið hjá Griezmann betur. Það stangast á við reglurnar um hvernig VAR er notað, þar sem ekki má hefja leik að nýju áður en dómi er breytt. This video would seem to suggest there is one short whistle for the kick-off, quickly followed by the usual full-time whistle.There appears to be a small but definite gap between the two. And that should tell us the referee permitted the kickoff. https://t.co/5aiyVUZFo0— Dale Johnson (@DaleJohnsonESPN) November 30, 2022 Hætt er við að það sem gerðist hjá TF1 rifji upp fyrir mörgum Íslendingum þegar íslenska karlarlandsliðið í fótbolta komst í fyrsta sinn í umspil fyrir HM, haustið 2013, en skipt var yfir í auglýsingar í beinni útsendingu RÚV í stað þess að áhorfendur gætu fylgst með fagnaðarlátum sinna manna. HM 2022 í Katar Fótbolti Frakkland Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira
Antoine Griezmann jafnaði metin gegn Túnis í gær í 1-1 í blálok leiksins og í kjölfarið skipti TF1 yfir í auglýsingar. Áhorfendur í Frakklandi misstu því af dramatíkinni sem fylgdi eftir mark Griezmann en dómari leiksins ákvað að ógilda markið hans vegna rangstöðu, eftir að hafa skoðað atvikið á sjónvarpsskjá. Túnis vann þar af leiðandi leikinn 1-0 en það kom reyndar ekki að sök fyrir Frakka því þeir unnu engu að síður D-riðilinn og mæta Pólverjum í 16-liða úrslitum mótsins á sunnudaginn. Frakkar hafa engu að síður sent inn kvörtun til FIFA vegna marksins sem Griezmann skoraði, sem þeir telja að hafi átt að standa. TF1 sendi frá sér yfirlýsingu í gær og sagðist kenna í brjósti um þá sem ekki gátu séð atburðarásina í beinni útsendingu, en tók fram að farið hefði verið eftir hefðbundnum verkferlum í útsendingum stöðvarinnar. Frönsku sjónvarpsstöðinni til varnar þá virðist dómari leiksins hafa flautað miðju og svo flautað leikinn af strax í kjölfarið, áður en hann ákvað loks á endanum að fara í varsjána og skoða markið hjá Griezmann betur. Það stangast á við reglurnar um hvernig VAR er notað, þar sem ekki má hefja leik að nýju áður en dómi er breytt. This video would seem to suggest there is one short whistle for the kick-off, quickly followed by the usual full-time whistle.There appears to be a small but definite gap between the two. And that should tell us the referee permitted the kickoff. https://t.co/5aiyVUZFo0— Dale Johnson (@DaleJohnsonESPN) November 30, 2022 Hætt er við að það sem gerðist hjá TF1 rifji upp fyrir mörgum Íslendingum þegar íslenska karlarlandsliðið í fótbolta komst í fyrsta sinn í umspil fyrir HM, haustið 2013, en skipt var yfir í auglýsingar í beinni útsendingu RÚV í stað þess að áhorfendur gætu fylgst með fagnaðarlátum sinna manna.
HM 2022 í Katar Fótbolti Frakkland Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira