Freyr Alexanders um ósýnilegu Danina, tilfinningaríka þjálfarann og af hverju þeir voru svona lélegir á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2022 13:30 Christian Eriksen sést hér niðurbrotinn í leikslok í gær. AP/Aijaz Rahi Fá lið ollu meiri vonbrigðum á þessum heimsmeistaramóti í Katar en lið Dana sem fór alla leið í undanúrslitin á síðasta Evrópumóti. Íslenski þjálfarinn í dönsku úrvalsdeildinni hefur fylgst vel með gangi mála hjá danska liðinu síðustu vikur og mánuði. Strákarnir í Þungavigtinni ræddu við Frey Alexandersson, þjálfara danska úrvalsdeildarfélagsins Lyngby, um gengi Dana á heimsmeistaramótinu í Katar en danska liðið er úr leik eftir að hafa endaði í neðsta sæti í sínum riðli. Freyr Alexandersson.Mynd/Lyngby Freyr er á því að neikvæð umræða í Danmörku í kringum það að móti farið fram í skugga mútumála og mannréttindabrota í Katar hafi smitað sig inn í danska hópinn. Danir voru eina liðið í riðlinum sem vann ekki leik og uppskeran er eitt stig og eitt mark úr þremur leikjum. „Þetta er gríðarlega mikið áfall. Ég hef aðeins verið að skoða það sem sérfræðingarnir hér eru að segja og viðbrögð þeirra eru gríðarlega þung. Liðið, þjálfarinn og allt batteríið fær virkileg að finna fyrir því núna,“ sagði Freyr Alexandersson en hann ræddi þarna við Ríkharð Óskar Guðnason, Kristján Óla Sigurðsson og Birkir Karl Sigurðsson. Voru búnir að vera frábærir í tvö ár „Frammistaðan hefur ekki verið góð og bara verið hrikalega slöpp, það verður að segjast eins og er,“ sagði Freyr. Danska landsliðið spilaði frábærlega í undankeppninni og fór alla leið í undanúrslitin á Evrópumótinu í fyrra. „Þeir eru búnir að vera frábærir í tvö ár alla vega og voru svona ‚darlings of EM‚ á síðasta ári og þar blómstruðu margir leikmenn þeirra. Maður veit náttúrulega ekki nákvæmlega hvað gerist,“ sagði Freyr. Mjög skrýtin stemmning í kringum liðið „Ef ég tala bara út frá sjálfum mér og hvernig ég upplifi þetta þá er búin að vera mjög skrýtin stemmning í kringum liðið sérstaklega rétt í aðdraganda mótsins og eftir þeir fara út. Öll umræða hér í Danmörku hefur verið frekar neikvæð og frekar þung,“ sagði Freyr. „Það er mikið að vera fjalla um neikvæðu hliðar þess að mótið sé haldið í Katar eins og það hafi verið að renna upp fyrir fólki núna að mótið fari þar fram. Nú eru leikmenn búnir að koma fram og tala um að þetta hafi haft áhrif á stemmninguna inn í herbúðum liðsins,“ sagði Freyr. Danski landsliðsþjálfarinn Kasper Hjulmand fór ekkert í felur með það að hann vildi helst ekki vera í Katar vegna þess sem þar hefur gengið á í aðdraganda mótsins. Kasper er mikil tilfinningamanneskja „Þjálfarinn kom fram eftir Túnisleikinn og segir að hann eigi erfitt með að vera í Katar og að honum líði ekki vel í þessu umhverfi með þetta allt hangandi yfir sér. Kasper er mikil tilfinningamanneskja og hefur skoðanir á öllu. Réttlætiskenndin hans er gríðarlega sterk,“ sagði Freyr. „Ég upplifði það sem þjálfari knattspyrnuliðs að það væri erfitt fyrir hann að mótivera menn og lyfta mönnum upp. Það hefur klárlega ekki tekist,“ sagði Freyr. Kristján Óli Sigurðsson skaut inn í að honum hafi fundið danska liðið vera ósýnilegt eins og merkið á Hummel búningunum þeirra. Enginn leikmaður þeirra spilar vel „Þeir voru ósýnilegir og náði aldrei takti í þessu móti. Þeir voru skugginn af sjálfum sér og eru bara lélegir í mótinu. Það er enginn leikmaður þeirra sem spilar vel og ná max tuttugu mínútum í byrjun leiksins á móti Ástralíu. Annars eru þeir ekki búnir að geta neitt,“ sagði Freyr. Freyr nefnir líka fjarveru lykilmanna eins og fyrirliðans Simon Kjær, sem lék bara fyrsta leikinn og miðjumanninn Thomas Delaney sem meiddist í fyrsta leik. „Þeir fara líka inn í mótið með fjóra framherja og enginn þeirra hefur nánast skorað mark í marga mánuði. Þeir eru allir kaldir og Kasper er mikið gagnrýndur fyrir það núna,“ sagði Freyr. Það má hlusta á Frey tala um Danina á HM með því að fara inn á Þungavigtarvefinn eða með því að smella hér. HM 2022 í Katar Danski boltinn Danmörk Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Sjá meira
Strákarnir í Þungavigtinni ræddu við Frey Alexandersson, þjálfara danska úrvalsdeildarfélagsins Lyngby, um gengi Dana á heimsmeistaramótinu í Katar en danska liðið er úr leik eftir að hafa endaði í neðsta sæti í sínum riðli. Freyr Alexandersson.Mynd/Lyngby Freyr er á því að neikvæð umræða í Danmörku í kringum það að móti farið fram í skugga mútumála og mannréttindabrota í Katar hafi smitað sig inn í danska hópinn. Danir voru eina liðið í riðlinum sem vann ekki leik og uppskeran er eitt stig og eitt mark úr þremur leikjum. „Þetta er gríðarlega mikið áfall. Ég hef aðeins verið að skoða það sem sérfræðingarnir hér eru að segja og viðbrögð þeirra eru gríðarlega þung. Liðið, þjálfarinn og allt batteríið fær virkileg að finna fyrir því núna,“ sagði Freyr Alexandersson en hann ræddi þarna við Ríkharð Óskar Guðnason, Kristján Óla Sigurðsson og Birkir Karl Sigurðsson. Voru búnir að vera frábærir í tvö ár „Frammistaðan hefur ekki verið góð og bara verið hrikalega slöpp, það verður að segjast eins og er,“ sagði Freyr. Danska landsliðið spilaði frábærlega í undankeppninni og fór alla leið í undanúrslitin á Evrópumótinu í fyrra. „Þeir eru búnir að vera frábærir í tvö ár alla vega og voru svona ‚darlings of EM‚ á síðasta ári og þar blómstruðu margir leikmenn þeirra. Maður veit náttúrulega ekki nákvæmlega hvað gerist,“ sagði Freyr. Mjög skrýtin stemmning í kringum liðið „Ef ég tala bara út frá sjálfum mér og hvernig ég upplifi þetta þá er búin að vera mjög skrýtin stemmning í kringum liðið sérstaklega rétt í aðdraganda mótsins og eftir þeir fara út. Öll umræða hér í Danmörku hefur verið frekar neikvæð og frekar þung,“ sagði Freyr. „Það er mikið að vera fjalla um neikvæðu hliðar þess að mótið sé haldið í Katar eins og það hafi verið að renna upp fyrir fólki núna að mótið fari þar fram. Nú eru leikmenn búnir að koma fram og tala um að þetta hafi haft áhrif á stemmninguna inn í herbúðum liðsins,“ sagði Freyr. Danski landsliðsþjálfarinn Kasper Hjulmand fór ekkert í felur með það að hann vildi helst ekki vera í Katar vegna þess sem þar hefur gengið á í aðdraganda mótsins. Kasper er mikil tilfinningamanneskja „Þjálfarinn kom fram eftir Túnisleikinn og segir að hann eigi erfitt með að vera í Katar og að honum líði ekki vel í þessu umhverfi með þetta allt hangandi yfir sér. Kasper er mikil tilfinningamanneskja og hefur skoðanir á öllu. Réttlætiskenndin hans er gríðarlega sterk,“ sagði Freyr. „Ég upplifði það sem þjálfari knattspyrnuliðs að það væri erfitt fyrir hann að mótivera menn og lyfta mönnum upp. Það hefur klárlega ekki tekist,“ sagði Freyr. Kristján Óli Sigurðsson skaut inn í að honum hafi fundið danska liðið vera ósýnilegt eins og merkið á Hummel búningunum þeirra. Enginn leikmaður þeirra spilar vel „Þeir voru ósýnilegir og náði aldrei takti í þessu móti. Þeir voru skugginn af sjálfum sér og eru bara lélegir í mótinu. Það er enginn leikmaður þeirra sem spilar vel og ná max tuttugu mínútum í byrjun leiksins á móti Ástralíu. Annars eru þeir ekki búnir að geta neitt,“ sagði Freyr. Freyr nefnir líka fjarveru lykilmanna eins og fyrirliðans Simon Kjær, sem lék bara fyrsta leikinn og miðjumanninn Thomas Delaney sem meiddist í fyrsta leik. „Þeir fara líka inn í mótið með fjóra framherja og enginn þeirra hefur nánast skorað mark í marga mánuði. Þeir eru allir kaldir og Kasper er mikið gagnrýndur fyrir það núna,“ sagði Freyr. Það má hlusta á Frey tala um Danina á HM með því að fara inn á Þungavigtarvefinn eða með því að smella hér.
HM 2022 í Katar Danski boltinn Danmörk Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Sjá meira