Segja bitcoin líkjast fjárhættuspili Kjartan Kjartansson skrifar 30. nóvember 2022 14:57 Merki rafmyntarinnar bitcoin. Virði hennar hefur hrunið frá því að það náði hámarki í fyrra. Vísir/EPA Sérfræðingar Seðlabanka Evrópu segja að eftirlitsaðilar og fjármálastofnanir ættu ekki að veita rafmyntinni bitcoin lögmæti þar sem henni sé haldið uppi á óeðlilegan hátt og hún beri líkindi við fjárhættuspil. Myntin sé á leið til glötunar. Gengi bitcoin hefur fallið um 75% síðasta árið og sumra rafmynta enn meira undanfarið ár. Rafmyntarheimurinn varð fyrir verulegum álitshnekk þegar gengi margra þeirra hrundi í vor og svo aftur fyrr í þessum mánuði með skyndilegu gjaldþroti FTX-kauphallarinnar. Í óvenjuharðorðum pistli á vefsíðu Seðlabanka Evrópu segja Ulrich Bindseil, framkvæmdastjóri markaðsinnviða og greiðslukerfa hjá bankanum, og Jörgen Schaaf, ráðgjafi hjá bankanum, að stöðugleiki í gengi bitcoin nýlega sé dauðateygja myntarinnar á leið hennar að því að verða þýðingarlaus. Halda þeir því fram að hagsmunaðilar reyni að halda uppi verðinu á bitcoin eftir að það féll í vor þar sem spákaupmennskubólur sem þessar velti á því að nýir fjárfestar komi inn. „Stórir bitcoin-fjárfestar hafa sterkastan hvata til að halda sæluvímunni gangandi. Við lok árs 2020 byrjuðu einstök fyrirtæki að halda uppi bitcoin á kostnað fyrirtækjanna. Nokkrir áhættufjárfestingarsjóðir hafa einnig fjárfest mikið,“ segja greinarhöfundarnir. Þrátt fyrir frostið í rafmyntarbransanum eftir hrunið í vor hafi áhættufjárfestar sökkt 17,9 milljörðum dollara í rafmyntir og bálkakeðjur fram á sumarið. Veiti rafmyntum ekki lögmæti með því að setja reglur um þær Vara höfundarnir við því að það gæti veitt rafmyntariðnaðinum falskt lögmæti ef eftirlitsaðilar settu reglur um hann. Þar sem bitcoin virðist hvorki henta sem gjaldmiðill né fjárfestingarform ætti ekki að líta á myntina sem viðfangsefni fyrir reglur. Þá hafa höfundarnir varnarorð til fjármálastofnana sem daðra við rafmyntir. Orðspor þeirra gæti verið í hættu. Litlir fjárfestar gætu haldið að það sé öruggt að fjárfesta í rafmyntum þegar þeir sjá að eignarstýringu, tryggingafélög og banka blanda sér í þau viðskipti. „Fjármálaiðnaðurinn ætti að gjalda varhug við þeim langtímaskaða sem það gæti valdið að ýta undir fjárfestingar í bitcoin þrátt fyrir skammtímahagnaðinn sem hann gæti haft af þeim,“ segir í pistlinum. Bindseil sagði Reuters-fréttastofunni jafnframt að eftirlitsaðilar ættu heldur að líta á rafmyntir á sama hátt og veðmál eða fjárhættuspil. Þeir Schaaf benda einnig á að bálkakeðjutæknin sem bitcoin byggir á hafi skapað samfélaginu takmörkuð gæði til þessa og að kerfið byggist á fordæmalausri mengun. Gröftur eftir bitcoin sé svo orkufrekur að hann jafnist á við heilu hagkerfin. Í ár sé áætlað að bitcoin-gröftur noti jafnmikla raforku og Austurríki. Evrópusambandið er nú að smíða regluverk um rafmyntir en Reuters segir að það muni ekki ná utan um bitcoin þar sem það hefur ekki neina formlega starfsemi innan sambandsins. Rafmyntir Gjaldþrot FTX Tengdar fréttir Rafmyntakeisarinn sem reyndist nakinn Stofnandi rafmyntakauphallarinnar FTX var hylltur sem einhvers konar kennifaðir rafmyntarbransans og viðraði sig upp við stórstjörnur og stjórnmálamenn. Allt að milljón fjárfesta og viðskiptavina sitja nú uppi með milljarða dollara tap eftir skyndilegt hrun fyrirtækisins. 27. nóvember 2022 07:01 Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Gengi bitcoin hefur fallið um 75% síðasta árið og sumra rafmynta enn meira undanfarið ár. Rafmyntarheimurinn varð fyrir verulegum álitshnekk þegar gengi margra þeirra hrundi í vor og svo aftur fyrr í þessum mánuði með skyndilegu gjaldþroti FTX-kauphallarinnar. Í óvenjuharðorðum pistli á vefsíðu Seðlabanka Evrópu segja Ulrich Bindseil, framkvæmdastjóri markaðsinnviða og greiðslukerfa hjá bankanum, og Jörgen Schaaf, ráðgjafi hjá bankanum, að stöðugleiki í gengi bitcoin nýlega sé dauðateygja myntarinnar á leið hennar að því að verða þýðingarlaus. Halda þeir því fram að hagsmunaðilar reyni að halda uppi verðinu á bitcoin eftir að það féll í vor þar sem spákaupmennskubólur sem þessar velti á því að nýir fjárfestar komi inn. „Stórir bitcoin-fjárfestar hafa sterkastan hvata til að halda sæluvímunni gangandi. Við lok árs 2020 byrjuðu einstök fyrirtæki að halda uppi bitcoin á kostnað fyrirtækjanna. Nokkrir áhættufjárfestingarsjóðir hafa einnig fjárfest mikið,“ segja greinarhöfundarnir. Þrátt fyrir frostið í rafmyntarbransanum eftir hrunið í vor hafi áhættufjárfestar sökkt 17,9 milljörðum dollara í rafmyntir og bálkakeðjur fram á sumarið. Veiti rafmyntum ekki lögmæti með því að setja reglur um þær Vara höfundarnir við því að það gæti veitt rafmyntariðnaðinum falskt lögmæti ef eftirlitsaðilar settu reglur um hann. Þar sem bitcoin virðist hvorki henta sem gjaldmiðill né fjárfestingarform ætti ekki að líta á myntina sem viðfangsefni fyrir reglur. Þá hafa höfundarnir varnarorð til fjármálastofnana sem daðra við rafmyntir. Orðspor þeirra gæti verið í hættu. Litlir fjárfestar gætu haldið að það sé öruggt að fjárfesta í rafmyntum þegar þeir sjá að eignarstýringu, tryggingafélög og banka blanda sér í þau viðskipti. „Fjármálaiðnaðurinn ætti að gjalda varhug við þeim langtímaskaða sem það gæti valdið að ýta undir fjárfestingar í bitcoin þrátt fyrir skammtímahagnaðinn sem hann gæti haft af þeim,“ segir í pistlinum. Bindseil sagði Reuters-fréttastofunni jafnframt að eftirlitsaðilar ættu heldur að líta á rafmyntir á sama hátt og veðmál eða fjárhættuspil. Þeir Schaaf benda einnig á að bálkakeðjutæknin sem bitcoin byggir á hafi skapað samfélaginu takmörkuð gæði til þessa og að kerfið byggist á fordæmalausri mengun. Gröftur eftir bitcoin sé svo orkufrekur að hann jafnist á við heilu hagkerfin. Í ár sé áætlað að bitcoin-gröftur noti jafnmikla raforku og Austurríki. Evrópusambandið er nú að smíða regluverk um rafmyntir en Reuters segir að það muni ekki ná utan um bitcoin þar sem það hefur ekki neina formlega starfsemi innan sambandsins.
Rafmyntir Gjaldþrot FTX Tengdar fréttir Rafmyntakeisarinn sem reyndist nakinn Stofnandi rafmyntakauphallarinnar FTX var hylltur sem einhvers konar kennifaðir rafmyntarbransans og viðraði sig upp við stórstjörnur og stjórnmálamenn. Allt að milljón fjárfesta og viðskiptavina sitja nú uppi með milljarða dollara tap eftir skyndilegt hrun fyrirtækisins. 27. nóvember 2022 07:01 Mest lesið Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Rafmyntakeisarinn sem reyndist nakinn Stofnandi rafmyntakauphallarinnar FTX var hylltur sem einhvers konar kennifaðir rafmyntarbransans og viðraði sig upp við stórstjörnur og stjórnmálamenn. Allt að milljón fjárfesta og viðskiptavina sitja nú uppi með milljarða dollara tap eftir skyndilegt hrun fyrirtækisins. 27. nóvember 2022 07:01