Porto sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem greint var frá andláti hins 82 ára gamla Gomes en hann var yfirlæknir hjá félaginu í mörg ár. Gomes sjálfur frétti af tíðindunum frá dyraverði í íbúðarbyggingu sinni.
„Dyravörðurinn hringdi í mig og spurði hvort ég væri á lífi,“ sagði Gomes í samtali við CNN í Portúgal.

Tíðindin höfðu þá farið á flakk og höfðu verið birt í öllum helstu miðlum Portúgals. Dyravörðurinn hafði séð Gomes þann daginn og athugaði hvort sá gamli tórði ekki örugglega enn, sem var sannarlega raunin.
Porto þurfti þá að senda frá sér aðra yfirlýsingu eftir að í ljós kom að fyrri tilkynning var ósönn.
„Porto sér eftir ósönnum fregnum um andlát fyrrum læknis hjá félaginu, sem lukkulega reyndist vera rangt. Porto biðst innilega afsökunar á mistökunum, fjölskylduna, meðlimi félagsins og stuðningsmenn með þeirri ósk að Dr. Domingos Gomes njóti áfram góðrar heilsu um árabil,“ segir í síðari yfirlýsingu félagsins.