Í „Nei eða Já“ hendir þáttastjórnandi, Kjartan Atli Kjartansson, fram fullyrðingu og sérfræðingar þáttarins, Sigurður Orri Kristjánsson og Hörður Unnsteinsson að þessu sinni, eiga að segja Nei eða Já. Oftar en ekki myndast stórskemmtilegar umræður þar sem menn eru ekki alltaf sammála.
Bandaríkin myndu tapa í Ryder Cup körfuboltans?
Farið var yfir hvaða leikmenn yrðu í „ekki Bandaríkin“ liðinu:, Nikola Jokić, Joel Embiid Giannis Antetokounmpo, Luka Dončić og Pascal Siakam.
„Þetta eru fjórir af fimm eða sex bestu leikmönnum deildarinnar,“ sagði Hörður Unnsteinsson um liðið hér að ofan. Í liði Bandaríkjanna yrðu svo: Stephen Curry, LeBron James, Kevin Durant, Jayson Tatum og Anthony Davis eða Bam Adebayo í fimmunni.
Sacramento Kings enda fyrir ofan Los Angeles Lakers?
„Þeir líta mjög vel út meðan Lakers not so much,“ sagði Hörður en hann taldi næsta öruggt að Sacramento yrði fyrir ofan Lakers.
„Ég á rosalega erfitt með að selja mér Kings en þetta lið meikar sens og það meikar sens að þeir séu svona góðir í sókn. Betra er að vera virkilega góður í öðru hvoru og svo miðlungs í hinu frekar en Lakers sem heilla mig á hvorugum staðnum,“ bætti Sigurður Orri við.
Aðrar fullyrðingar í þættinum: Tilraun Minnesota Timberwolves er misheppnuð? Victor Wembanyama ætti að fara til San Antonio Spurs?