Atikið átti sér stað í leik Altay og Göztepe. Leikmenn höfðu safnast saman í einu horni vallarins. Áhorfandi hljóp þá inn á völlinn vopnaður hornfána og lamdi markvörð Altay, Ozan Evrim Ozenc, tvisvar í höfuðið með honum.
Öryggisverðir brugðust þá loks við og gómuðu áhorfandann. Atvikið má sjá hér fyrir neðan.
Ondertussen hallucinante beelden uit Turkije Hooligan rent het veld op tijdens de Izmir-derby tussen Göztepe en Altay en bewerkt de keeper van Altay met een stok. Afschuwelijk voetbalgeweld. #Goztepe pic.twitter.com/Uck4g7OubC
— Verweesd Links (@verweesdlinks) November 27, 2022
Tyrkneska knattspyrnusambandið hefur fordæmt atvikið og óskað Ozenc góðs bata eftir árásina. Sambandið sendi einnig batakveðjur til þeirra stuðningsmanna Göztepe sem meiddust eftir að flugeldum var kastað í átt til þeirra.