Sjáðu hópslagsmálin þegar allt sauð upp úr í leik Zenit og Spartak Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. nóvember 2022 07:01 Erfitt er að sjá hvað orsakaði hópslagsmálin. Á myndinni má sjá Quincy Promes [til vinstri] og Shamar Nicholson [til hægri] ásamt dómara leiksins og þeim Wilmar Barrios, og Rodrigo. Mike Kireev/Getty Images Zenit St. Pétursborg og Spartak Moskva áttust við í rússneska bikarnum í knattspyrnu á sunnudag. Það væri ekki frásögu færandi nema fyrir þá staðreynd að það sauð allt upp úr í leiknum og á endanum fengu sex leikmenn rautt spjald eftir hópslagsmál undir lok leiks. Þá höfðu alls tíu gul spjöld farið á loft í venjulegum leiktíma. Vegna innrásar Rússlands í Úkraínu fékk rússneska landsliðið ekki tækifæri til að tryggja sér sæti á HM í fótbolta sem fer nú fram í Katar. Þar sem Rússland er ekki í Katar þá er engin ástæða til að spila ekki í Rússlandi, sama hvort um er að ræða deildarleiki eða bikarleiki. Í gær mættust tvö bestu lið landsins, Zenit og Spartak, í B-riðli bikarkeppninnar. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað knattspyrnulega séð en aðdáendur UFC og hnefaleika fengu eitthvað fyrir peninginn undir lok leiks. Það má svo sannarlega að segja að baráttuandi beggja liða hafi verið til staðar. Fyrri hálfleikur var heldur betur leiðinlegur en virtist þó sem bæði lið hafi ákveðið að láta finna betur fyrir sér í síðari hálfleik. Gestirnir í Spartak virtust heldur tilbúnari og fengu fjögur gul spjöld áður en heimaliðið nældi í sitt fyrsta. Gula spjaldið fór tíu sinnum á loft.Mike Kireev/Getty Images Byrjunarlið Zenit var skipað sex Brasilíumönnum, fjórum Rússum og einum Kólumbíumanni. Virtist sem heimamenn væru að einbeita sér að fótboltanum á meðan Spartak, þar sem byrjunarliðið var skipað níu Rússum ásamt einum Hollendingi og einum Pólverja virtist halda að fjöldi gulra spjalda gæti tryggt þeim sigur. Þegar 90 mínútur voru liðnar hafði heimaliðið nælt sér í fjögur gul spjöld á meðan gestirnir höfðu fengið sex og unnu því keppnina um fjölda gul spjöld. Staðan var hins vegar enn markalaus og virtist það fara illa í mannskapinn. Þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma sem allt sauð upp úr og leikmönnum beggja liða lenti saman. Á endanum ákvað dómarinn að reka sex leikmenn af velli, þrjá úr hvoru liði. Wilmar Barrios, Rodrigo og Malcom fengu rautt í liði Zenit á meðan Shamar Nicholson, Aleksandr Selikhov og Alexander Sobolev fengu rautt í liði Spartak. Things got a little bit tasty in the Zenit vs Spartak clash today pic.twitter.com/GUGXde467e— The Sun Football (@TheSunFootball) November 27, 2022 Leiknum lauk með markalausu jafntefli en Zenit vann eftir vítaspyrnukeppni. Það hafði þó engin áhrif á stöðu liðanna í B-riðli bikarkeppninnar. Spartak vinnur riðilinn og fer áfram á meðan Zenit fer í umspil þar sem liðið endaði í 3. sæti af fjórum liðum. Fótbolti Rússneski boltinn Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Fleiri fréttir Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Sjá meira
Vegna innrásar Rússlands í Úkraínu fékk rússneska landsliðið ekki tækifæri til að tryggja sér sæti á HM í fótbolta sem fer nú fram í Katar. Þar sem Rússland er ekki í Katar þá er engin ástæða til að spila ekki í Rússlandi, sama hvort um er að ræða deildarleiki eða bikarleiki. Í gær mættust tvö bestu lið landsins, Zenit og Spartak, í B-riðli bikarkeppninnar. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað knattspyrnulega séð en aðdáendur UFC og hnefaleika fengu eitthvað fyrir peninginn undir lok leiks. Það má svo sannarlega að segja að baráttuandi beggja liða hafi verið til staðar. Fyrri hálfleikur var heldur betur leiðinlegur en virtist þó sem bæði lið hafi ákveðið að láta finna betur fyrir sér í síðari hálfleik. Gestirnir í Spartak virtust heldur tilbúnari og fengu fjögur gul spjöld áður en heimaliðið nældi í sitt fyrsta. Gula spjaldið fór tíu sinnum á loft.Mike Kireev/Getty Images Byrjunarlið Zenit var skipað sex Brasilíumönnum, fjórum Rússum og einum Kólumbíumanni. Virtist sem heimamenn væru að einbeita sér að fótboltanum á meðan Spartak, þar sem byrjunarliðið var skipað níu Rússum ásamt einum Hollendingi og einum Pólverja virtist halda að fjöldi gulra spjalda gæti tryggt þeim sigur. Þegar 90 mínútur voru liðnar hafði heimaliðið nælt sér í fjögur gul spjöld á meðan gestirnir höfðu fengið sex og unnu því keppnina um fjölda gul spjöld. Staðan var hins vegar enn markalaus og virtist það fara illa í mannskapinn. Þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma sem allt sauð upp úr og leikmönnum beggja liða lenti saman. Á endanum ákvað dómarinn að reka sex leikmenn af velli, þrjá úr hvoru liði. Wilmar Barrios, Rodrigo og Malcom fengu rautt í liði Zenit á meðan Shamar Nicholson, Aleksandr Selikhov og Alexander Sobolev fengu rautt í liði Spartak. Things got a little bit tasty in the Zenit vs Spartak clash today pic.twitter.com/GUGXde467e— The Sun Football (@TheSunFootball) November 27, 2022 Leiknum lauk með markalausu jafntefli en Zenit vann eftir vítaspyrnukeppni. Það hafði þó engin áhrif á stöðu liðanna í B-riðli bikarkeppninnar. Spartak vinnur riðilinn og fer áfram á meðan Zenit fer í umspil þar sem liðið endaði í 3. sæti af fjórum liðum.
Fótbolti Rússneski boltinn Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Fleiri fréttir Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Sjá meira