Króatar óska eftir virðingu eftir að þjálfari Kanada sagðist ætla að ríða þeim Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. nóvember 2022 08:01 John Herdman, þjálfari kanadíska landsliðsins í knattspyrnu, hefði getað valið orð sín betur eftir tap liðsins gegn Belgum. Matthew Ashton - AMA/Getty Images Zlatko Dalic, þjálfari króatíska landsliðsins í knattspyrnu, hefur beðið kollega sinn hjá kanadíska landsliðinu, John Herdman, um að sýna liðinu sem hafnaði í öðru sæti á seinasta heimsmeistaramóti virðingu eftir að sá síðarnefndi sagði að hann og leikmenn hans myndu ríða Króötum í leik liðanna sem fram fer í dag. Eftir tap 1-0 tap Kanada gegn Belgíu í F-riðli heimsmeistaramótsins síðastliðin miðvikudag valdi Herdman orð sín heldur óheppilega til að reyna að stappa stálinu í sína menn. „Ég sagði leikmönnunum að við ættum heima á þessu móti og að við ætlum okkur að mæta og r... Króötum,“ sagði Herdman eftir tapið. Hann hefur nú beðist afsökunar á orðavali sínu. Þessi ummæli Herdman fóru ekki sérlega vel í Zlatko Dalic, þjálfara Króata, og óskaði hann eftir því að sínu liði yrði sýnd virðing. „Hvernig hann setur þessi orð saman sýnir ekki virðingu,“ sagði Dalic, en hans menn fóru alla leið í úrslitaleik HM í Rússlandi árið 2018. „Við höfnuðum í öðru sæti á seinasta móti og við eigum skilið virðingu. Ég ætla samt ekki að einbeita mér að eða dvelja of lengi við ummæli annarra.“ „Við berum jafn mikla virðingu fyrir öllum öðrum og við búumst við því sama.“ Króatía og Kanada mætast í þriðja leik dagsins á HM klukkan 16:00 í dag og með sigri, og hagstæðum úrslitum úr leik Belga og Marokkó, eru Króatar komnir áfram í 16-liða úrslit. Kanadamenn þurfa hins vegar nauðsynlega að ná í að minnsta kosti stig til að halda vonum sínum á lífi. HM 2022 í Katar Króatía Kanada Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Fleiri fréttir Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Sjá meira
Eftir tap 1-0 tap Kanada gegn Belgíu í F-riðli heimsmeistaramótsins síðastliðin miðvikudag valdi Herdman orð sín heldur óheppilega til að reyna að stappa stálinu í sína menn. „Ég sagði leikmönnunum að við ættum heima á þessu móti og að við ætlum okkur að mæta og r... Króötum,“ sagði Herdman eftir tapið. Hann hefur nú beðist afsökunar á orðavali sínu. Þessi ummæli Herdman fóru ekki sérlega vel í Zlatko Dalic, þjálfara Króata, og óskaði hann eftir því að sínu liði yrði sýnd virðing. „Hvernig hann setur þessi orð saman sýnir ekki virðingu,“ sagði Dalic, en hans menn fóru alla leið í úrslitaleik HM í Rússlandi árið 2018. „Við höfnuðum í öðru sæti á seinasta móti og við eigum skilið virðingu. Ég ætla samt ekki að einbeita mér að eða dvelja of lengi við ummæli annarra.“ „Við berum jafn mikla virðingu fyrir öllum öðrum og við búumst við því sama.“ Króatía og Kanada mætast í þriðja leik dagsins á HM klukkan 16:00 í dag og með sigri, og hagstæðum úrslitum úr leik Belga og Marokkó, eru Króatar komnir áfram í 16-liða úrslit. Kanadamenn þurfa hins vegar nauðsynlega að ná í að minnsta kosti stig til að halda vonum sínum á lífi.
HM 2022 í Katar Króatía Kanada Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Fleiri fréttir Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Sjá meira