„Þetta er erfiðasta innivinna sem ég hef unnið“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 28. nóvember 2022 12:28 Daníel Ágúst talaði um upplifun sína í dómarasætinu í IDOL keppninni í einlægu viðtali í Bakaríinu. Vísir/Vilhelm „Ég sagði bara fljótlega já, vegna þess að mig langaði bara að gera þetta. Mér fannst bara vera kominn tími til að gera eitthvað svona, eitthvað sem ég hafði aldrei gert áður. Svo þegar ég frétti hvaða fólk væri með mér í þessu þá var þetta bara engin spurning.“ Snúið að dæma keppendur sem flest geti sungið Tónlistarmaðurinn Daníel Ágúst er einn fjögurra dómara í IDOL keppninni sem hóf göngu sína á Stöð 2 síðasta föstudag. Í viðtali í Bakaríinu síðasta laugardag talaði hann opinskátt um upplifun sína í dómarasætinu, dagsformið, heppnina og hvort að það sé raunverulega hægt að keppa í list. „Það má keppa í list eins og einhverju öðru,“ segir Daníel og útskýrir hversu snúið það sé þó að eiga að dæma flutning keppenda sem geti augljóslega öll sungið. Það komu þarna augnablik þar sem að maður sá að manneskjan getur sungið en er einhvern veginn ekki að ná til manns. En svo eru aðrir sem gera það frá fyrsta tóni. Viðtalið við Daníel er hægt að nálgast í heild sinni hér fyrir neðan: Daníel segir tímasetningu og röðun keppenda í prufunum geti eðlilega haft áhrif á dómana því að fyrirfram sé erfitt að setja sér einhver föst viðmið. „Þegar við settumst niður og fyrsti keppandinn kom inn þá var ekki búið að búa til neinn gæðastaðal og við þurftum bara að búa hann til frá fyrstu framkomu.“ Hæfileikar og keppni í heppni Þetta er því líka spurning um heppni keppendanna hvenær þeir koma inn í prufuna. Eru dómararnir ferskir, þreyttir, langþreyttir? Er einbeitingin á staðnum? Þetta eigi að sjálfsögðu líka við um keppendurna sjálfa og dagsformið þeirra. Hvort einbeitingin og orkan sé á réttum stað. Glæsilegur og ólíkur dómarahópur IDOLSINS. Herra Hnetusmjör, Birgitta Haukdal, Daníel Ágúst og Bríet. Vísir/Vilhelm „Þetta er keppni í heppni líka,“ segir Daníel og hlær. „Hún er erfið, það tekur á,“ segir hann um tilfinninguna að þurfa að segja sitt álit augliti til auglitis við keppendur og leggja dóm sinn á þá eftir hvern flutning. Segja sitt álit, vera hreinskilinn og stundum eru þetta kannski ekki alltaf jákvæð viðbrögð við því sem fólk hefur fram að færa. Stundum er maður bara ekki hrifinn og þá verður maður bara að segja það. En það getur verið sárt. Mikil áskorun en mikil gleði Daníel segir dómarastarfið vera erfiðustu innivinnu sem hann hafi verið í hingað til. Vísir/Vilhelm Aðspurður hvort að eitthvað sérstakt sé búið að koma á óvart við sjálft dómarastarfið segir hann: „Þetta er erfiðasta innivinna sem ég hef unnið, og ég hef unnið á leikskóla sko, það er bara grín við hliðina á þessu. Maður þarf að vera gjörsamlega á staðnum með fulla einbeitingu, fókus og athygli. Vera hreinskilinn og taka tillit til svo margs. Þetta er alveg marglaga dæmi og mjög mikil áskorun falin í því en mjög skemmtilegt líka.“ Þó að dómararnir komi úr ólíkum áttum og séu ólíkir listamenn segir Daníel þau búin að vera nokkuð samstíga um dóma sína hingað til. Stundum geti þó komið upp sú staða að þau reyni að hafa áhrif hvert á annað og berjist fyrir keppendum sem þau hafi sérstaka trú á. Það er það skemmtilega við þetta. Maður hefur þetta augnablik og fer eftir sinni sannfæringu. Viðurkennir að vera kominn með uppáhald Sjálfur horfði hann á fyrsta þáttinn á föstudaginn og segir hann upplifunina hafa komið sér nokkuð á óvart. Daníel er leyndardómsfullur þegar hann er spurður hvort að hann eigi sér nú þegar eitthvað uppáhald í keppninni. Vísir/Vilhelm „Mér fannst þetta skemmtilegt sjónvarp, ég skemmti mér konunglega yfir þessu og það kom mér smá á óvart hvað þetta er fínt sjónvarpsefni, ég var bara spenntur,“ segir Daníel og hlær. Aðspurður um hvort að hann eigi sé eitthvað uppáhald í keppninni verður hann leyndardómsfullur og viðurkennir að það séu þarna keppendur sem hann haldi mikið með og hvetur fólk eindregið til að fylgjast með næstu þáttum. Morgunþátturinn Bakaríið er á dagskrá alla laugardaga frá 9 - 12 á Bylgjunni. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á síðasta þátt í heild sinni. Idol verður á Stöð 2 á föstudagskvöldum í vetur. Fleiri hundruð söngvarar spreyttu sig í áheyrnaprufunum en að lokum mun einn standa uppi sem sigurvegari. Fyrsti þáttur fór í loftið föstudagskvöldið 25. nóvember. Bakaríið Idol Tónlist Bíó og sjónvarp Raunveruleikaþættir Bylgjan Tengdar fréttir „Hvað á ég að vera að dæma þig?“ „Mér finnst það alveg hræðilegt en í leiðinni alveg geggjað. Að sitja og eiga eitthvað að dæma,“ segir Birgitta Haukdal söngkona, metsöluhöfundur og nú einn af dómurum í Idol þáttunum sem snúa nú aftur á Stöð 2. 15. nóvember 2022 06:00 Vaxandi veldi Sifjar Jakobs: „Þú þarft að sanna þig og það tekur tíma“ Merki hennar er selt í yfir tvö þúsund verslunum í 34 löndum og á meðal viðskiptavina eru danska konungsfjölskyldan og stjörnur á borð við Beckham fjölskylduna, Miley Cyrus og Katy Perry. Íslenski skartgripahönnuðurinn Sif Jakobsdóttir er hvergi nærri hætt og stefnir enn hærra. 27. nóvember 2022 10:00 Frumsamið lag í fyrstu prufu í Idol: „Átti erfiða barnæsku“ Fyrsti þátturinn af fimmtu seríunni í raunveruleikaþáttunum Idol hófst á Stöð 2 í gærkvöldi og má segja að fyrsti þátturinn hafi vakið mikla athygli. Í þættinum var fylgst með áheyrnarprufum keppanda en undir lok þáttarins mætti Anya Hrund, 20 ára nemi, sem er alin upp á Fáskrúðsfirði 26. nóvember 2022 09:00 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Snúið að dæma keppendur sem flest geti sungið Tónlistarmaðurinn Daníel Ágúst er einn fjögurra dómara í IDOL keppninni sem hóf göngu sína á Stöð 2 síðasta föstudag. Í viðtali í Bakaríinu síðasta laugardag talaði hann opinskátt um upplifun sína í dómarasætinu, dagsformið, heppnina og hvort að það sé raunverulega hægt að keppa í list. „Það má keppa í list eins og einhverju öðru,“ segir Daníel og útskýrir hversu snúið það sé þó að eiga að dæma flutning keppenda sem geti augljóslega öll sungið. Það komu þarna augnablik þar sem að maður sá að manneskjan getur sungið en er einhvern veginn ekki að ná til manns. En svo eru aðrir sem gera það frá fyrsta tóni. Viðtalið við Daníel er hægt að nálgast í heild sinni hér fyrir neðan: Daníel segir tímasetningu og röðun keppenda í prufunum geti eðlilega haft áhrif á dómana því að fyrirfram sé erfitt að setja sér einhver föst viðmið. „Þegar við settumst niður og fyrsti keppandinn kom inn þá var ekki búið að búa til neinn gæðastaðal og við þurftum bara að búa hann til frá fyrstu framkomu.“ Hæfileikar og keppni í heppni Þetta er því líka spurning um heppni keppendanna hvenær þeir koma inn í prufuna. Eru dómararnir ferskir, þreyttir, langþreyttir? Er einbeitingin á staðnum? Þetta eigi að sjálfsögðu líka við um keppendurna sjálfa og dagsformið þeirra. Hvort einbeitingin og orkan sé á réttum stað. Glæsilegur og ólíkur dómarahópur IDOLSINS. Herra Hnetusmjör, Birgitta Haukdal, Daníel Ágúst og Bríet. Vísir/Vilhelm „Þetta er keppni í heppni líka,“ segir Daníel og hlær. „Hún er erfið, það tekur á,“ segir hann um tilfinninguna að þurfa að segja sitt álit augliti til auglitis við keppendur og leggja dóm sinn á þá eftir hvern flutning. Segja sitt álit, vera hreinskilinn og stundum eru þetta kannski ekki alltaf jákvæð viðbrögð við því sem fólk hefur fram að færa. Stundum er maður bara ekki hrifinn og þá verður maður bara að segja það. En það getur verið sárt. Mikil áskorun en mikil gleði Daníel segir dómarastarfið vera erfiðustu innivinnu sem hann hafi verið í hingað til. Vísir/Vilhelm Aðspurður hvort að eitthvað sérstakt sé búið að koma á óvart við sjálft dómarastarfið segir hann: „Þetta er erfiðasta innivinna sem ég hef unnið, og ég hef unnið á leikskóla sko, það er bara grín við hliðina á þessu. Maður þarf að vera gjörsamlega á staðnum með fulla einbeitingu, fókus og athygli. Vera hreinskilinn og taka tillit til svo margs. Þetta er alveg marglaga dæmi og mjög mikil áskorun falin í því en mjög skemmtilegt líka.“ Þó að dómararnir komi úr ólíkum áttum og séu ólíkir listamenn segir Daníel þau búin að vera nokkuð samstíga um dóma sína hingað til. Stundum geti þó komið upp sú staða að þau reyni að hafa áhrif hvert á annað og berjist fyrir keppendum sem þau hafi sérstaka trú á. Það er það skemmtilega við þetta. Maður hefur þetta augnablik og fer eftir sinni sannfæringu. Viðurkennir að vera kominn með uppáhald Sjálfur horfði hann á fyrsta þáttinn á föstudaginn og segir hann upplifunina hafa komið sér nokkuð á óvart. Daníel er leyndardómsfullur þegar hann er spurður hvort að hann eigi sér nú þegar eitthvað uppáhald í keppninni. Vísir/Vilhelm „Mér fannst þetta skemmtilegt sjónvarp, ég skemmti mér konunglega yfir þessu og það kom mér smá á óvart hvað þetta er fínt sjónvarpsefni, ég var bara spenntur,“ segir Daníel og hlær. Aðspurður um hvort að hann eigi sé eitthvað uppáhald í keppninni verður hann leyndardómsfullur og viðurkennir að það séu þarna keppendur sem hann haldi mikið með og hvetur fólk eindregið til að fylgjast með næstu þáttum. Morgunþátturinn Bakaríið er á dagskrá alla laugardaga frá 9 - 12 á Bylgjunni. Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á síðasta þátt í heild sinni. Idol verður á Stöð 2 á föstudagskvöldum í vetur. Fleiri hundruð söngvarar spreyttu sig í áheyrnaprufunum en að lokum mun einn standa uppi sem sigurvegari. Fyrsti þáttur fór í loftið föstudagskvöldið 25. nóvember.
Idol verður á Stöð 2 á föstudagskvöldum í vetur. Fleiri hundruð söngvarar spreyttu sig í áheyrnaprufunum en að lokum mun einn standa uppi sem sigurvegari. Fyrsti þáttur fór í loftið föstudagskvöldið 25. nóvember.
Bakaríið Idol Tónlist Bíó og sjónvarp Raunveruleikaþættir Bylgjan Tengdar fréttir „Hvað á ég að vera að dæma þig?“ „Mér finnst það alveg hræðilegt en í leiðinni alveg geggjað. Að sitja og eiga eitthvað að dæma,“ segir Birgitta Haukdal söngkona, metsöluhöfundur og nú einn af dómurum í Idol þáttunum sem snúa nú aftur á Stöð 2. 15. nóvember 2022 06:00 Vaxandi veldi Sifjar Jakobs: „Þú þarft að sanna þig og það tekur tíma“ Merki hennar er selt í yfir tvö þúsund verslunum í 34 löndum og á meðal viðskiptavina eru danska konungsfjölskyldan og stjörnur á borð við Beckham fjölskylduna, Miley Cyrus og Katy Perry. Íslenski skartgripahönnuðurinn Sif Jakobsdóttir er hvergi nærri hætt og stefnir enn hærra. 27. nóvember 2022 10:00 Frumsamið lag í fyrstu prufu í Idol: „Átti erfiða barnæsku“ Fyrsti þátturinn af fimmtu seríunni í raunveruleikaþáttunum Idol hófst á Stöð 2 í gærkvöldi og má segja að fyrsti þátturinn hafi vakið mikla athygli. Í þættinum var fylgst með áheyrnarprufum keppanda en undir lok þáttarins mætti Anya Hrund, 20 ára nemi, sem er alin upp á Fáskrúðsfirði 26. nóvember 2022 09:00 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
„Hvað á ég að vera að dæma þig?“ „Mér finnst það alveg hræðilegt en í leiðinni alveg geggjað. Að sitja og eiga eitthvað að dæma,“ segir Birgitta Haukdal söngkona, metsöluhöfundur og nú einn af dómurum í Idol þáttunum sem snúa nú aftur á Stöð 2. 15. nóvember 2022 06:00
Vaxandi veldi Sifjar Jakobs: „Þú þarft að sanna þig og það tekur tíma“ Merki hennar er selt í yfir tvö þúsund verslunum í 34 löndum og á meðal viðskiptavina eru danska konungsfjölskyldan og stjörnur á borð við Beckham fjölskylduna, Miley Cyrus og Katy Perry. Íslenski skartgripahönnuðurinn Sif Jakobsdóttir er hvergi nærri hætt og stefnir enn hærra. 27. nóvember 2022 10:00
Frumsamið lag í fyrstu prufu í Idol: „Átti erfiða barnæsku“ Fyrsti þátturinn af fimmtu seríunni í raunveruleikaþáttunum Idol hófst á Stöð 2 í gærkvöldi og má segja að fyrsti þátturinn hafi vakið mikla athygli. Í þættinum var fylgst með áheyrnarprufum keppanda en undir lok þáttarins mætti Anya Hrund, 20 ára nemi, sem er alin upp á Fáskrúðsfirði 26. nóvember 2022 09:00