Veður sett strik í reikninginn en ólíklegt að Guðmundur komist í gegnum niðurskurðinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. nóvember 2022 23:01 Guðmundur Ágúst Kristjánsson er að leika á sínu fyrsta móti á Evrópumótaröðinni í golfi. Luke Walker/Getty Images Guðmundur Ágúst Kristjánsson mun að öllum líkindum ekki komast í gegnum niðurskurðinn á sínu fyrsta móti á Evrópumótaröðinni í golfi, Joburg Open, sem hófst í gær. Veður hefur sett strik í reikninginn og aðeins um helmingur kylfinga hefur náð að klára hring dagsins. Guðmundur átti erfitt uppdráttar í gær þar sem hann lék á 77 höggum, eða á sex höggum yfir pari vallarins. Eftir hringinn í gær sat hann í 151. sæti af 156 keppendum. Hann hefur þó verið einn af hástökkvurum dagsins og situr nú í 128. sæti ásamt fimm öðrum kylfingum. Þegar þetta er ritað hefur Guðmundur leikið 13 holur af 18 á tveimur höggum undir pari og er því samtals á fjórum höggum yfir pari. Veður hefur þó sett strik í reikninginn og Guðmundur, líkt og margir aðrir kylfingar, hefur ekki náð að klára hringinn. Þrátt fyrir að enn sé möguleiki á því að Guðmundur nái niðurskurðinum eftir hringinn verður það að teljast ólíklegt þar sem nýjustu upplýsingar spá því að aðeins kylfingar sem hafa leikið á einu höggi undir pari og betra muni komast í gegn. Guðmundur þarf því að ná í fugl á öllum fimm holunum sem hann á eftir til að ná niðurskurðinum. #JoburgOpen Updates: Play has been suspended due to a thunderstorm, we will update you soon as we get updates #JoburgOpen2022 pic.twitter.com/rklGUcJKBd— Joburg Open (@JoburgOpen_) November 25, 2022 Golf Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Sport Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Guðmundur átti erfitt uppdráttar í gær þar sem hann lék á 77 höggum, eða á sex höggum yfir pari vallarins. Eftir hringinn í gær sat hann í 151. sæti af 156 keppendum. Hann hefur þó verið einn af hástökkvurum dagsins og situr nú í 128. sæti ásamt fimm öðrum kylfingum. Þegar þetta er ritað hefur Guðmundur leikið 13 holur af 18 á tveimur höggum undir pari og er því samtals á fjórum höggum yfir pari. Veður hefur þó sett strik í reikninginn og Guðmundur, líkt og margir aðrir kylfingar, hefur ekki náð að klára hringinn. Þrátt fyrir að enn sé möguleiki á því að Guðmundur nái niðurskurðinum eftir hringinn verður það að teljast ólíklegt þar sem nýjustu upplýsingar spá því að aðeins kylfingar sem hafa leikið á einu höggi undir pari og betra muni komast í gegn. Guðmundur þarf því að ná í fugl á öllum fimm holunum sem hann á eftir til að ná niðurskurðinum. #JoburgOpen Updates: Play has been suspended due to a thunderstorm, we will update you soon as we get updates #JoburgOpen2022 pic.twitter.com/rklGUcJKBd— Joburg Open (@JoburgOpen_) November 25, 2022
Golf Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Sport Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira