„Það sem að ég fékk var þetta ógeðslega ÍR-attitjúd“ Sindri Sverrisson skrifar 24. nóvember 2022 21:26 Ísak Máni Wium hafði ærna ástæðu til að fagna í kvöld. Vísir/Hulda Margrét „Við erum búnir að tapa fullt af leikjum í röð þannig að þetta var geggjað. Þetta var frábær frammistaða svona heilt yfir,“ segir Ísak Máni Wíum, hinn ungi þjálfari ÍR, eftir dýrmætan og sætan sigur gegn Þór úr Þorlákshöfn í Breiðholti í kvöld, 79-73, í Subway-deildinni í körfubolta. Eftir frábæran sigur gegn Njarðvík í fyrstu umferð, og Kanaskipti í kjölfarið, höfðu ÍR-ingar tapað fimm leikjum í röð og var slagurinn við Þór því botnbaráttuslagur. „Ég held að þessi taphrina hafi legið aðeins á mönnum hvað sjálfstraustið varðar. Við skjótum 40% úr vítum og 26% úr þristum en vinnum samt. En það sem að ég fékk [í kvöld] var þetta ógeðslega ÍR-attitjúd. Þetta minnti mig á gamla góða ÍR-grændið. Það skóp þennan sigur. Menn þjöppuðu sér saman í þessari niðursveiflu sem við höfum verið í,“ segir Ísak. Leikurinn virtist þó vera að sveiflast með Þór í seinni hálfleik og ÍR var undir, 50-55, eftir að hafa aðeins skorað fjórtán stig í þriðja leikhlutanum. Lokafjórðungurinn var hins vegar Breiðhyltinga sem unnu hann 29-18: „Ég skrifa það á þann karakter sem við erum með í hópnum. Við vitum alveg að þetta gerist, eins og gegn Njarðvík í fyrsta leik, og við vitum að við getum alltaf unnið hérna. Ég held líka að það skíni alveg í gegn hvað gaurarnir í liðinu eru að spila fyrir Ghetto Hooligans. Þeir skipta ekkert eðlilega miklu máli fyrir þetta félag,“ segir Ísak. Sagði Aron Orra hafa tekið Shahid úr sambandi „Loksins kom þessi sigur, í þessum skakkaföllum sem við höfum verið í. Það eru litlir hlutir í þessu eins og innkoma Arons Orra [Hilmarssonar, sem lék 13 mínútur]. Hann er ekki að hitta úr skotunum en kemur með þvílíkt attitjúd og er að berja á Kananum þeirra, og tekur hann eiginlega úr sambandi. Hann [Vincent Shahid] var orðinn alveg hauslaus þarna í fyrri hálfleik. Menn eru búnir að læra að spila sig inn í einhver hlutverk og það er alveg frábært,“ segir Ísak. Skakkaföllin sem Ísak nefnir snúa fyrst og fremst að skiptunum á bandarískum leikmanni og meiðslum Sigvalda Eggertssonar og Luciano Massarelli. Sá síðarnefndi var reyndar á leikskýrslu í kvöld en hefði líklega betur sleppt því: „Hann kom inn á í eina og hálfa mínútu og fór aftur í lærinu, þannig að það er ekki gott. Varðandi Sigvalda veit ég bara ekki. Þetta er liðið sem við erum með núna og ef við getum unnið Þorlákshöfn, sem átti að vera besta liðið í deildinni eftir síðasta leik… Við höfum alveg sýnt frammistöðu án Kanans okkar og án alls konar leikmanna. Loksins kom þessi sigur og nú þú þurfa menn að halda í þetta „grit and grind attitude“ þegar þeir labba inn á völlinn. Að þeir séu svolítið bestir í heimi,“ segir Ísak. Subway-deild karla ÍR Körfubolti Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira
Eftir frábæran sigur gegn Njarðvík í fyrstu umferð, og Kanaskipti í kjölfarið, höfðu ÍR-ingar tapað fimm leikjum í röð og var slagurinn við Þór því botnbaráttuslagur. „Ég held að þessi taphrina hafi legið aðeins á mönnum hvað sjálfstraustið varðar. Við skjótum 40% úr vítum og 26% úr þristum en vinnum samt. En það sem að ég fékk [í kvöld] var þetta ógeðslega ÍR-attitjúd. Þetta minnti mig á gamla góða ÍR-grændið. Það skóp þennan sigur. Menn þjöppuðu sér saman í þessari niðursveiflu sem við höfum verið í,“ segir Ísak. Leikurinn virtist þó vera að sveiflast með Þór í seinni hálfleik og ÍR var undir, 50-55, eftir að hafa aðeins skorað fjórtán stig í þriðja leikhlutanum. Lokafjórðungurinn var hins vegar Breiðhyltinga sem unnu hann 29-18: „Ég skrifa það á þann karakter sem við erum með í hópnum. Við vitum alveg að þetta gerist, eins og gegn Njarðvík í fyrsta leik, og við vitum að við getum alltaf unnið hérna. Ég held líka að það skíni alveg í gegn hvað gaurarnir í liðinu eru að spila fyrir Ghetto Hooligans. Þeir skipta ekkert eðlilega miklu máli fyrir þetta félag,“ segir Ísak. Sagði Aron Orra hafa tekið Shahid úr sambandi „Loksins kom þessi sigur, í þessum skakkaföllum sem við höfum verið í. Það eru litlir hlutir í þessu eins og innkoma Arons Orra [Hilmarssonar, sem lék 13 mínútur]. Hann er ekki að hitta úr skotunum en kemur með þvílíkt attitjúd og er að berja á Kananum þeirra, og tekur hann eiginlega úr sambandi. Hann [Vincent Shahid] var orðinn alveg hauslaus þarna í fyrri hálfleik. Menn eru búnir að læra að spila sig inn í einhver hlutverk og það er alveg frábært,“ segir Ísak. Skakkaföllin sem Ísak nefnir snúa fyrst og fremst að skiptunum á bandarískum leikmanni og meiðslum Sigvalda Eggertssonar og Luciano Massarelli. Sá síðarnefndi var reyndar á leikskýrslu í kvöld en hefði líklega betur sleppt því: „Hann kom inn á í eina og hálfa mínútu og fór aftur í lærinu, þannig að það er ekki gott. Varðandi Sigvalda veit ég bara ekki. Þetta er liðið sem við erum með núna og ef við getum unnið Þorlákshöfn, sem átti að vera besta liðið í deildinni eftir síðasta leik… Við höfum alveg sýnt frammistöðu án Kanans okkar og án alls konar leikmanna. Loksins kom þessi sigur og nú þú þurfa menn að halda í þetta „grit and grind attitude“ þegar þeir labba inn á völlinn. Að þeir séu svolítið bestir í heimi,“ segir Ísak.
Subway-deild karla ÍR Körfubolti Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira