Jónas byrjaði sem marglytta en er nú á toppi Netflix Elísabet Hanna skrifar 26. nóvember 2022 09:00 Jónas Alfreð fer með hlutverk hins norska Einars í Netflix þáttunum 1899. Vísir/Vilhelm Leikarinn Jónas Alfreð Birkisson fer með hlutverk í vinsælasta þættinum á Netflix um þessar mundir, 1899. Vísir hafði samband við Jónas og fékk að heyra af ferðalagi hans sem leikari, allt frá því að draumurinn fæddist og að þeim stað sem hann er á í dag. Þættirnir eru frá þeim Baran bo Odar og Jantje Friese sem voru einnig á bak við þættina Dark. Þeir fjalla um fólk frá öllum heimshornum sem eru um borð á skipi á leið til nýfundnalandsins Ameríku í leit að betra lífi. Þegar þau finna annað skip á hafi úti sem talið var að hefði farist byrja óhugnalegir hlutir að gerast um borð. Þetta eru spennandi þættir sem leyfa áhorfandanum að reyna að leysa ráðgátuna sem sögupersónurnar standa frammi fyrir á meðan þáttunum stendur. View this post on Instagram A post shared by Jónas Alfreð Birkisson (@jonasbirkisson) Byrjaði allt í Noregi Sjálfur segist Jónas hafa verið feiminn í æsku en segir eldri bróður sinn, Arnar Huga, hafa verið töluvert opnari. Hann segir Arnar hafi tekið á skarið og farið í norska leikhópinn: Trollskogen Barne- og ungdomsteater en eftir að Jónas sá hann í sýningu sagðist hann líka vilja taka þátt og þar með var leikaradraumurinn fæddur. „Fyrsta hlutverkið sem ég lék var þegar ég var átta ára í barnaleikhúsinu í Noregi, þar sem ég bjó. Þá var verið að setja upp leikrit um Gosa og ég fékk þetta frábæra hlutverk sem marglytta,“ segir Jónas Alfreð og hlær. „Ég sat með glitrandi slæðu yfir hausnum og húllahring sem ég var að lyfta á kantinum á sviðinu.“ Flytur til Íslands Árið 2008 flytur fjölskyldan til Íslands og við taka grunn- og menntaskólaárin. Þar tók hann þátt í fjölda uppsetninga innan Verzlunarskólans, bæði hjá Listafélaginu og Nemendamótsnefnd. Þar að auki tók hann þátt í auglýsingum til hliðar við námið. „Mér fannst þetta geggjað gaman og á þessum tíma voru allir í kringum mig að segja mér að sækja um í LHÍ en ég var ekki búinn að hugsa út í það fyrr en þá,“ segir hann um menntaskólaárin. „Ég sótti um og mér fannst það sjúklega stressandi að fara í inntökupróf fyrir skólann. Ég var það stressaður að ég náði eiginlega ekki að undirbúa mig og ég fór í fyrstu prufuna og ég vissi það um leið að ég myndi ekki komast inn.“ Jónas reyndist sannspár. „Eftir á hyggja er ég mjög þakklátur að hafa fengið þennan tíma, þetta ár til þess að hugsa hvort að þetta væri í raun og veru eitthvað sem mig langaði sjálfur að gera og reyna að átta mig á því hvort að það væri eitthvað annað.“ Hann segist hafa verið meðvitaður um að leiklistardraumurinn sé erfiður draumur og hafi því reynt að finna aðrar leiðir. „Á þessum tíma var ég að velta öllum mögulegum leiðum fyrir mér og fann alltaf að svarið við þeim var nei. Eina já svarið fyrir mér var að verða leikari og þá hugsaði ég fokk it og ákvað að kýla á þetta.“ Stóðst allar væntingar Í kjölfarið byrjaði hann að undirbúa sig fyrir næstu prufurnar. Hann sótti námskeið, skrifaði leikrit sem hann setti upp í Gaflaraleikhúsinu og segist hann hafa farið í hálfgerðar herbúðir ásamt vini sínum. Vinnan skilaði sér því Jónas komst inn. „Það var algjör draumur. Þá var maður bara búinn að meika það,“ segi hann glettinn. Jónas útskrifaðist 2019 eftir frábær ár í náminu „og þá rennur það upp fyrr mér sem margir í skólanum hafa talað um. Í skólanum er alltaf eitthvað að gera sem maður elskar og svo er manni ýtt út í heiminn og það er enginn að bíða eftir manni þar.“ View this post on Instagram A post shared by Jónas Alfreð Birkisson (@jonasbirkisson) Hélt á vit ævintýranna áður en Covid bankaði upp á Unnusta Jónasar, Lára Theódóra Kettler, var á þeim tíma að læra kvikmyndaframleiðslu í Bretlandi og um haustið ákveður Jónas að fara til hennar. „Ég var að reyna mitt allra besta til að koma mér inn í eitthvað í Bretlandi. Það er rosa stór pollur þar úti sem allir eru að berjast um pláss í og ég náði ekki að njóta mín almennilega þar.“ Á þeim tímapunkti var hann ekki búinn að leika neitt eftir útskriftina og var á fullu að byggja upp tengslanet þegar Covid skall skyndilega á. „Við tókum ákvörðun um að hoppa heim í tvær vikur á meðan þetta væri að ganga yfir enda gerði enginn sér grein fyrir því hversu langt þetta yrði,“ segir hann og hlær. Eftir nokkra mánuði af heimsfaraldrinum tóku þau ákvörðun um að flytja alfarið heim. View this post on Instagram A post shared by Jónas Alfreð Birkisson (@jonasbirkisson) „Þá tók við mjög sérstakt ár, að koma heim búinn með sparnaðinn og með engar tekjur. Ég vissi að ég þyrfti að fá tekjur svo ég byrjaði að vinna allskonar steikt störf hérna heima.“ Tímaeyðsla „Það endar með því að ég fann að ég gat þetta ekki. Ég gat ekki verið að eyða tímanum mínum í allskonar störf á meðan að leiklistin var draumurinn.“ Hann tók þá ákvörðun um að hætta og einbeita sér alveg að draumnum. Þá nýtti hann alla daga í að vinna að markmiðinu. Stóra tækifærið Hann segir starfið oft vera skrítið því í rauninni séu leikarar að sækja um tugi starfa þegar þau sækjast eftir hlutverkum og fái oft nei eða jafnvel ekki svar. „Þetta er raunveruleiki sem maður býr við og er búinn að sætta sig við en það getur verið erfitt því mann langaði svo að leika og vinna við það sem maður elskar.“ „Það líður eiginlega akkúrat ár frá því að við flytjum heim til Íslands og þar til ég fæ prufuna fyrir 1899 sem hinn norski Einar,“ segir hann og vitnar þar í stóra tækifærið. „Á þeim tíma var ég alveg kominn í smá tilvistarkreppu og var uppi í bústað með vini mínum til þess að reyna að losna undan því og endurhugsa lífið,“ segir hann. „Þá fæ ég allt í einu símtal um það að ég sé kominn með hlutverkið í 1899 sem er eiginlega mitt fyrsta hlutverk í sjónvarpi. Það er einhvern veginn þannig að þegar maður heldur að ekkert sé að ganga og að maður sé alveg í skítnum og búinn að sóa tímanum sínum, að þá gerist eitthvað sem segir manni að það sé ekki þannig.“ Flogið til Berlínar Mánuði síðar var hann mættur í búningamátun í Berlín. „Ég held að það hafi verið mest stressandi við allt ferlið, ég fann fyrir hjartslættinum mínum. Að hitta allt þetta fólk, hitta leikstjórann og sjá settið. Mér leið eins og ég væri búinn að svindla eitthvað á kerfinu að fá að vera þarna í þessum aðstæðum og að hafa verið valinn af öllum þeim sem gerðu prufur.“ View this post on Instagram A post shared by Jónas Alfreð Birkisson (@jonasbirkisson) Hann segir að eftir fyrsta daginn hafi ekkert nema tilhlökkun fylgt því að mæta í vinnuna. Frá maí og fram í september flaug hann á milli til þess að vera í tökum og því fylgdu óteljandi Covid próf, sjö vikur í sóttkví og óvænt ferð á sóttkvíarhótel. „Þegar ég lenti í eitt skiptið var Þýskaland skyndilega orðið hááhættusvæði og þá var það bara beint á sóttkvíarhótel.“ Allir að gera sitt besta „Ég var búinn að ímynda mér þetta allt öðruvísi að vera í svona stóru verkefni, ég hélt að það væri meira stressandi.“ Hann segir allt þó hafa verið furðu venjulegt miðað við stærðargráðuna. „Það virðist ekki skipta neinu máli hversu stórt verkefnið er, það eru allir mættir til þess að gera sitt. Það eru allir að einbeita sér að sínu og gera sitt besta til þess að koma sögunni vel til skila og þetta var ógeðslega gaman.“ Hann segist hafa verið heppinn með mótleikara og leikstjóra. View this post on Instagram A post shared by Jónas Alfreð Birkisson (@jonasbirkisson) Stórkostlegt sett „Framleiðslan notaðist við „volume stage“ en er U-laga fimm metra hár led skjár sem er 55 metrar að lengd í kringum allt sem bakgrunninum er varpað á.“ Hann segir þessa tækni vera notaða í stað „green screen“ tækninnar og með henni sjái leikararnir bakgrunninn. „Þetta er rosalegur heimur sem fólk nær að búa til, þetta var mögnuð upplifun.“ View this post on Instagram A post shared by Jónas Alfreð Birkisson (@jonasbirkisson) Viðtökurnar virkilega góðar Viðtökurnar við þáttunum hafa verið gríðarlega góðar. „Ég held að allir hafi verið með mikla trú á því að þetta verkefni gæti farið mjög langt því að leikstjórinn og rithöfundurinn gerðu þættina Dark. Þeir þættir áttu Netflix metið áður en Squid Games kom,“ segir hann aðspurður hvort að viðbrögðin hafi komið á óvart. „Þau eru með mjög stóran fan base og þetta var risastór framleiðsla þar sem tökur stóðu yfir í hálft ár. Það fór ekkert á milli mála miðað við gæðin og smáatriðin í öllu eins og búningunum og förðuninni hversu vandað og stórt verkefnið var.“ Jónas segist þó lítið hafa verið að spá í því á meðan á tökum stóð og meira verið að njóta þess að vera partur af því. „Það er búið að vera hálf furðulegt að fylgjast með þessu eftir að þetta kom út,“ segir hann en ár er síðan tökum lauk og við tók bið. „Það var búið að streyma áttatíu milljónum klukkustunda af efninu á fyrstu fjórum dögunum og þetta eru tölur sem að maður skilur varla,“ segir hann en þátturinn er númer eitt á Netflix í öllum heiminum. Framtíðin er spennandi Framundan hjá Jónasi er nóg um að vera, sum verkefni má ræða strax á meðan leynd ríkir enn yfir öðrum. Þar má nefna hlutverk hans í þáttunum FBI International sem sýndir verða á CBS í lok ársins. Hlutverk í Awkwafina is Nora from Queens, íslensku kvikmyndinni Natatorium og einnig í kvikmyndinni Heart of Stone. Í Heart of Stone leikur hann meðal annars á móti leikkonunni Gal Gadot, sem er þekktust fyrir hlutverk sitt sem Wonder Woman. Jamie Dornan fer einnig með aðalhlutverk í þeirri mynd en hún var tekin upp að hluta til hér á Íslandi. „Þetta er allt ótrúlega skemmtilegt og spennandi, þetta er draumurinn“ segir Jónas Alfreð að lokum. Ástin og lífið Bíó og sjónvarp Helgarviðtal Netflix Tengdar fréttir „Þá fór ég svo djúpt inn í karakterinn að ég hætti bara ekki að gráta“ Birgir Dagur Bjarkason og Viktor Benóný Benedikstsson fara með tvö af aðalhlutverkunum í myndinni Berdreymi sem fumsýnd var um helgina. Myndin hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og vann meðal annars verðlaun í Panorama flokki kvikmyndahátíðarinnar í Berlín. 27. apríl 2022 07:00 Sprenging við Hörpu í fyrsta sýnishorninu úr Heart of Stone Í nýju myndbandi um gerð kvikmyndarinnar Heart of Stone má sjá atriði sem tekin voru við Hallgrímskirkju, Hörpu og í íslenskri náttúru. 26. september 2022 11:45 Röskun á umferð í Reykjavík vegna Netflix-myndar Víðtækar vegalokanir eru í Reykjavík um helgina, bæði fyrir akandi og gangandi vegfarendur, í tengslum við kvikmyndatökur á myndinni Heart of Stone. Gal Gadot, Jamie Dornan og fleiri stórstjörnur leika í Netflix-myndinni og verða við störf í miðbæ Reykjavíkur næstu daga. 2. apríl 2022 10:17 Mikill hasar á lokaðri Sæbraut Sæbraut var lokað í dag fyrir hádegi, sem er vel því mikill hasar skapaðist þar í dag við tökur á kvikmyndinni Heart of stone. 3. apríl 2022 18:46 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Þættirnir eru frá þeim Baran bo Odar og Jantje Friese sem voru einnig á bak við þættina Dark. Þeir fjalla um fólk frá öllum heimshornum sem eru um borð á skipi á leið til nýfundnalandsins Ameríku í leit að betra lífi. Þegar þau finna annað skip á hafi úti sem talið var að hefði farist byrja óhugnalegir hlutir að gerast um borð. Þetta eru spennandi þættir sem leyfa áhorfandanum að reyna að leysa ráðgátuna sem sögupersónurnar standa frammi fyrir á meðan þáttunum stendur. View this post on Instagram A post shared by Jónas Alfreð Birkisson (@jonasbirkisson) Byrjaði allt í Noregi Sjálfur segist Jónas hafa verið feiminn í æsku en segir eldri bróður sinn, Arnar Huga, hafa verið töluvert opnari. Hann segir Arnar hafi tekið á skarið og farið í norska leikhópinn: Trollskogen Barne- og ungdomsteater en eftir að Jónas sá hann í sýningu sagðist hann líka vilja taka þátt og þar með var leikaradraumurinn fæddur. „Fyrsta hlutverkið sem ég lék var þegar ég var átta ára í barnaleikhúsinu í Noregi, þar sem ég bjó. Þá var verið að setja upp leikrit um Gosa og ég fékk þetta frábæra hlutverk sem marglytta,“ segir Jónas Alfreð og hlær. „Ég sat með glitrandi slæðu yfir hausnum og húllahring sem ég var að lyfta á kantinum á sviðinu.“ Flytur til Íslands Árið 2008 flytur fjölskyldan til Íslands og við taka grunn- og menntaskólaárin. Þar tók hann þátt í fjölda uppsetninga innan Verzlunarskólans, bæði hjá Listafélaginu og Nemendamótsnefnd. Þar að auki tók hann þátt í auglýsingum til hliðar við námið. „Mér fannst þetta geggjað gaman og á þessum tíma voru allir í kringum mig að segja mér að sækja um í LHÍ en ég var ekki búinn að hugsa út í það fyrr en þá,“ segir hann um menntaskólaárin. „Ég sótti um og mér fannst það sjúklega stressandi að fara í inntökupróf fyrir skólann. Ég var það stressaður að ég náði eiginlega ekki að undirbúa mig og ég fór í fyrstu prufuna og ég vissi það um leið að ég myndi ekki komast inn.“ Jónas reyndist sannspár. „Eftir á hyggja er ég mjög þakklátur að hafa fengið þennan tíma, þetta ár til þess að hugsa hvort að þetta væri í raun og veru eitthvað sem mig langaði sjálfur að gera og reyna að átta mig á því hvort að það væri eitthvað annað.“ Hann segist hafa verið meðvitaður um að leiklistardraumurinn sé erfiður draumur og hafi því reynt að finna aðrar leiðir. „Á þessum tíma var ég að velta öllum mögulegum leiðum fyrir mér og fann alltaf að svarið við þeim var nei. Eina já svarið fyrir mér var að verða leikari og þá hugsaði ég fokk it og ákvað að kýla á þetta.“ Stóðst allar væntingar Í kjölfarið byrjaði hann að undirbúa sig fyrir næstu prufurnar. Hann sótti námskeið, skrifaði leikrit sem hann setti upp í Gaflaraleikhúsinu og segist hann hafa farið í hálfgerðar herbúðir ásamt vini sínum. Vinnan skilaði sér því Jónas komst inn. „Það var algjör draumur. Þá var maður bara búinn að meika það,“ segi hann glettinn. Jónas útskrifaðist 2019 eftir frábær ár í náminu „og þá rennur það upp fyrr mér sem margir í skólanum hafa talað um. Í skólanum er alltaf eitthvað að gera sem maður elskar og svo er manni ýtt út í heiminn og það er enginn að bíða eftir manni þar.“ View this post on Instagram A post shared by Jónas Alfreð Birkisson (@jonasbirkisson) Hélt á vit ævintýranna áður en Covid bankaði upp á Unnusta Jónasar, Lára Theódóra Kettler, var á þeim tíma að læra kvikmyndaframleiðslu í Bretlandi og um haustið ákveður Jónas að fara til hennar. „Ég var að reyna mitt allra besta til að koma mér inn í eitthvað í Bretlandi. Það er rosa stór pollur þar úti sem allir eru að berjast um pláss í og ég náði ekki að njóta mín almennilega þar.“ Á þeim tímapunkti var hann ekki búinn að leika neitt eftir útskriftina og var á fullu að byggja upp tengslanet þegar Covid skall skyndilega á. „Við tókum ákvörðun um að hoppa heim í tvær vikur á meðan þetta væri að ganga yfir enda gerði enginn sér grein fyrir því hversu langt þetta yrði,“ segir hann og hlær. Eftir nokkra mánuði af heimsfaraldrinum tóku þau ákvörðun um að flytja alfarið heim. View this post on Instagram A post shared by Jónas Alfreð Birkisson (@jonasbirkisson) „Þá tók við mjög sérstakt ár, að koma heim búinn með sparnaðinn og með engar tekjur. Ég vissi að ég þyrfti að fá tekjur svo ég byrjaði að vinna allskonar steikt störf hérna heima.“ Tímaeyðsla „Það endar með því að ég fann að ég gat þetta ekki. Ég gat ekki verið að eyða tímanum mínum í allskonar störf á meðan að leiklistin var draumurinn.“ Hann tók þá ákvörðun um að hætta og einbeita sér alveg að draumnum. Þá nýtti hann alla daga í að vinna að markmiðinu. Stóra tækifærið Hann segir starfið oft vera skrítið því í rauninni séu leikarar að sækja um tugi starfa þegar þau sækjast eftir hlutverkum og fái oft nei eða jafnvel ekki svar. „Þetta er raunveruleiki sem maður býr við og er búinn að sætta sig við en það getur verið erfitt því mann langaði svo að leika og vinna við það sem maður elskar.“ „Það líður eiginlega akkúrat ár frá því að við flytjum heim til Íslands og þar til ég fæ prufuna fyrir 1899 sem hinn norski Einar,“ segir hann og vitnar þar í stóra tækifærið. „Á þeim tíma var ég alveg kominn í smá tilvistarkreppu og var uppi í bústað með vini mínum til þess að reyna að losna undan því og endurhugsa lífið,“ segir hann. „Þá fæ ég allt í einu símtal um það að ég sé kominn með hlutverkið í 1899 sem er eiginlega mitt fyrsta hlutverk í sjónvarpi. Það er einhvern veginn þannig að þegar maður heldur að ekkert sé að ganga og að maður sé alveg í skítnum og búinn að sóa tímanum sínum, að þá gerist eitthvað sem segir manni að það sé ekki þannig.“ Flogið til Berlínar Mánuði síðar var hann mættur í búningamátun í Berlín. „Ég held að það hafi verið mest stressandi við allt ferlið, ég fann fyrir hjartslættinum mínum. Að hitta allt þetta fólk, hitta leikstjórann og sjá settið. Mér leið eins og ég væri búinn að svindla eitthvað á kerfinu að fá að vera þarna í þessum aðstæðum og að hafa verið valinn af öllum þeim sem gerðu prufur.“ View this post on Instagram A post shared by Jónas Alfreð Birkisson (@jonasbirkisson) Hann segir að eftir fyrsta daginn hafi ekkert nema tilhlökkun fylgt því að mæta í vinnuna. Frá maí og fram í september flaug hann á milli til þess að vera í tökum og því fylgdu óteljandi Covid próf, sjö vikur í sóttkví og óvænt ferð á sóttkvíarhótel. „Þegar ég lenti í eitt skiptið var Þýskaland skyndilega orðið hááhættusvæði og þá var það bara beint á sóttkvíarhótel.“ Allir að gera sitt besta „Ég var búinn að ímynda mér þetta allt öðruvísi að vera í svona stóru verkefni, ég hélt að það væri meira stressandi.“ Hann segir allt þó hafa verið furðu venjulegt miðað við stærðargráðuna. „Það virðist ekki skipta neinu máli hversu stórt verkefnið er, það eru allir mættir til þess að gera sitt. Það eru allir að einbeita sér að sínu og gera sitt besta til þess að koma sögunni vel til skila og þetta var ógeðslega gaman.“ Hann segist hafa verið heppinn með mótleikara og leikstjóra. View this post on Instagram A post shared by Jónas Alfreð Birkisson (@jonasbirkisson) Stórkostlegt sett „Framleiðslan notaðist við „volume stage“ en er U-laga fimm metra hár led skjár sem er 55 metrar að lengd í kringum allt sem bakgrunninum er varpað á.“ Hann segir þessa tækni vera notaða í stað „green screen“ tækninnar og með henni sjái leikararnir bakgrunninn. „Þetta er rosalegur heimur sem fólk nær að búa til, þetta var mögnuð upplifun.“ View this post on Instagram A post shared by Jónas Alfreð Birkisson (@jonasbirkisson) Viðtökurnar virkilega góðar Viðtökurnar við þáttunum hafa verið gríðarlega góðar. „Ég held að allir hafi verið með mikla trú á því að þetta verkefni gæti farið mjög langt því að leikstjórinn og rithöfundurinn gerðu þættina Dark. Þeir þættir áttu Netflix metið áður en Squid Games kom,“ segir hann aðspurður hvort að viðbrögðin hafi komið á óvart. „Þau eru með mjög stóran fan base og þetta var risastór framleiðsla þar sem tökur stóðu yfir í hálft ár. Það fór ekkert á milli mála miðað við gæðin og smáatriðin í öllu eins og búningunum og förðuninni hversu vandað og stórt verkefnið var.“ Jónas segist þó lítið hafa verið að spá í því á meðan á tökum stóð og meira verið að njóta þess að vera partur af því. „Það er búið að vera hálf furðulegt að fylgjast með þessu eftir að þetta kom út,“ segir hann en ár er síðan tökum lauk og við tók bið. „Það var búið að streyma áttatíu milljónum klukkustunda af efninu á fyrstu fjórum dögunum og þetta eru tölur sem að maður skilur varla,“ segir hann en þátturinn er númer eitt á Netflix í öllum heiminum. Framtíðin er spennandi Framundan hjá Jónasi er nóg um að vera, sum verkefni má ræða strax á meðan leynd ríkir enn yfir öðrum. Þar má nefna hlutverk hans í þáttunum FBI International sem sýndir verða á CBS í lok ársins. Hlutverk í Awkwafina is Nora from Queens, íslensku kvikmyndinni Natatorium og einnig í kvikmyndinni Heart of Stone. Í Heart of Stone leikur hann meðal annars á móti leikkonunni Gal Gadot, sem er þekktust fyrir hlutverk sitt sem Wonder Woman. Jamie Dornan fer einnig með aðalhlutverk í þeirri mynd en hún var tekin upp að hluta til hér á Íslandi. „Þetta er allt ótrúlega skemmtilegt og spennandi, þetta er draumurinn“ segir Jónas Alfreð að lokum.
Ástin og lífið Bíó og sjónvarp Helgarviðtal Netflix Tengdar fréttir „Þá fór ég svo djúpt inn í karakterinn að ég hætti bara ekki að gráta“ Birgir Dagur Bjarkason og Viktor Benóný Benedikstsson fara með tvö af aðalhlutverkunum í myndinni Berdreymi sem fumsýnd var um helgina. Myndin hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og vann meðal annars verðlaun í Panorama flokki kvikmyndahátíðarinnar í Berlín. 27. apríl 2022 07:00 Sprenging við Hörpu í fyrsta sýnishorninu úr Heart of Stone Í nýju myndbandi um gerð kvikmyndarinnar Heart of Stone má sjá atriði sem tekin voru við Hallgrímskirkju, Hörpu og í íslenskri náttúru. 26. september 2022 11:45 Röskun á umferð í Reykjavík vegna Netflix-myndar Víðtækar vegalokanir eru í Reykjavík um helgina, bæði fyrir akandi og gangandi vegfarendur, í tengslum við kvikmyndatökur á myndinni Heart of Stone. Gal Gadot, Jamie Dornan og fleiri stórstjörnur leika í Netflix-myndinni og verða við störf í miðbæ Reykjavíkur næstu daga. 2. apríl 2022 10:17 Mikill hasar á lokaðri Sæbraut Sæbraut var lokað í dag fyrir hádegi, sem er vel því mikill hasar skapaðist þar í dag við tökur á kvikmyndinni Heart of stone. 3. apríl 2022 18:46 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
„Þá fór ég svo djúpt inn í karakterinn að ég hætti bara ekki að gráta“ Birgir Dagur Bjarkason og Viktor Benóný Benedikstsson fara með tvö af aðalhlutverkunum í myndinni Berdreymi sem fumsýnd var um helgina. Myndin hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og vann meðal annars verðlaun í Panorama flokki kvikmyndahátíðarinnar í Berlín. 27. apríl 2022 07:00
Sprenging við Hörpu í fyrsta sýnishorninu úr Heart of Stone Í nýju myndbandi um gerð kvikmyndarinnar Heart of Stone má sjá atriði sem tekin voru við Hallgrímskirkju, Hörpu og í íslenskri náttúru. 26. september 2022 11:45
Röskun á umferð í Reykjavík vegna Netflix-myndar Víðtækar vegalokanir eru í Reykjavík um helgina, bæði fyrir akandi og gangandi vegfarendur, í tengslum við kvikmyndatökur á myndinni Heart of Stone. Gal Gadot, Jamie Dornan og fleiri stórstjörnur leika í Netflix-myndinni og verða við störf í miðbæ Reykjavíkur næstu daga. 2. apríl 2022 10:17
Mikill hasar á lokaðri Sæbraut Sæbraut var lokað í dag fyrir hádegi, sem er vel því mikill hasar skapaðist þar í dag við tökur á kvikmyndinni Heart of stone. 3. apríl 2022 18:46