Sara gefur sín fjögur bestu ráð: Vill að konur hrósi konum og sýni vöðvana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2022 08:31 Sara Sigmundsdóttir gaf sín bestu ráð í tímaritsviðtali á dögunum. Instagtram/@wit.fitness Sara Sigmundsdóttir undirbýr sig nú fyrir komandi CrossFit tímabil þar sem margir vonast eftir því að sjá hana yfirvinna endanlega erfið hnémeiðsli og komast aftur í hóp þeirra bestu í heimi. Sara fór í viðtal við Stylist Magazine á dögunum og blaðamaðurinn fékk þá íslensku CrossFit stjörnuna meðal annars til að koma með fjögur ráð fyrir konur til að njóta þess að vera sterkar og hvernig sé best að taka því fagnandi í stað þess að fela vöðvana. View this post on Instagram A post shared by @fittestpr Fyrsta ráð Söru var að hrósa öðrum konum. Hún segir það markmið sitt núna að hrósa öðrum eins mikið og hún getur því hún man vel eftir því hvað eitt hrós fyrir löngu síðan hafði góð áhrif á hana sjálfa. „Við horfum oft á vini okkar og hugsum fallega um þá og gerum ráð fyrir það að þeir viti það en í sannleika sagt þá gæti þín skoðun á þeim komið þeim mikið á óvart,“ sagði Sara Sigmundsdóttir. Annað ráðið hjá Söru var að hugsa meira um tæknina heldur en útlitið. Sara sagðist á árum áður hafa verið í jakka til að fela vöðvana. En svo sagði einn vinur minn við mig: Getur hún gert fimmtán armbeygjur? Sara segist nú hugsa meira um hvað líkaminn hennar getur en hvernig hann lítur út. „Af hverju ertu að fela styrkleika þína af því að þú passar ekki inn í einhvern kassa um það hvernig stelpa eigi að líta út,“ sagði Sara. Þriðja ráðið var að leyfa sér að lifa bæði sem kraftakona og sem kona sem mætir uppáklædd út á lífið. „Þú horfir á hana æfa, hún tekur vel á því, svitnar mikið og er ómáluð. Fólk kallar hana skepnu. Svo sérðu hana aðeins síðar sama dag og þá er hún komin í kjól og í hæla og ég elska að sjá konur gera bæði,“ sagði Sara. „Ég elska að sjá vöðvamiklar konur sem reyna ekki að fela það heldur taka því fagnandi og njóta þess að vera í þessum klassísku kvenmannsfötum,“ sagði Sara og hélt áfram: Sara segist hafa byrjað á fatahönnun sinni út frá slíkum pælingum. „Ég vildi klæðast einhverju sem leit vel út á mér en labba síðan að stönginni og rífa upp hundrað kíló,“ sagði Sara. Fjórða og síðasta ráðið frá Söru er að átta sig á því að líkamlega geta og andlegi þátturinn eru samtengd. „Styrkurinn frá réttstöðulyftunni hverfur ekki þegar þú gengur út úr lyftingasalnum. Að vita hvað skrokkurinn minn getur gert hefur áhrif á heildarhugarfar mitt,“ sagði Sara og hélt áfram: „Ég er ekki hrædd við að vera öðruvísi eða að gera mistök af því að ég hef lært að elska mig eins og ég er,“ sagði Sara. CrossFit Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sektaður um tólf milljónir fyrir að lesa yfir eigin leikmanni Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Varaforseti EHF handtekinn „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Sjá meira
Sara fór í viðtal við Stylist Magazine á dögunum og blaðamaðurinn fékk þá íslensku CrossFit stjörnuna meðal annars til að koma með fjögur ráð fyrir konur til að njóta þess að vera sterkar og hvernig sé best að taka því fagnandi í stað þess að fela vöðvana. View this post on Instagram A post shared by @fittestpr Fyrsta ráð Söru var að hrósa öðrum konum. Hún segir það markmið sitt núna að hrósa öðrum eins mikið og hún getur því hún man vel eftir því hvað eitt hrós fyrir löngu síðan hafði góð áhrif á hana sjálfa. „Við horfum oft á vini okkar og hugsum fallega um þá og gerum ráð fyrir það að þeir viti það en í sannleika sagt þá gæti þín skoðun á þeim komið þeim mikið á óvart,“ sagði Sara Sigmundsdóttir. Annað ráðið hjá Söru var að hugsa meira um tæknina heldur en útlitið. Sara sagðist á árum áður hafa verið í jakka til að fela vöðvana. En svo sagði einn vinur minn við mig: Getur hún gert fimmtán armbeygjur? Sara segist nú hugsa meira um hvað líkaminn hennar getur en hvernig hann lítur út. „Af hverju ertu að fela styrkleika þína af því að þú passar ekki inn í einhvern kassa um það hvernig stelpa eigi að líta út,“ sagði Sara. Þriðja ráðið var að leyfa sér að lifa bæði sem kraftakona og sem kona sem mætir uppáklædd út á lífið. „Þú horfir á hana æfa, hún tekur vel á því, svitnar mikið og er ómáluð. Fólk kallar hana skepnu. Svo sérðu hana aðeins síðar sama dag og þá er hún komin í kjól og í hæla og ég elska að sjá konur gera bæði,“ sagði Sara. „Ég elska að sjá vöðvamiklar konur sem reyna ekki að fela það heldur taka því fagnandi og njóta þess að vera í þessum klassísku kvenmannsfötum,“ sagði Sara og hélt áfram: Sara segist hafa byrjað á fatahönnun sinni út frá slíkum pælingum. „Ég vildi klæðast einhverju sem leit vel út á mér en labba síðan að stönginni og rífa upp hundrað kíló,“ sagði Sara. Fjórða og síðasta ráðið frá Söru er að átta sig á því að líkamlega geta og andlegi þátturinn eru samtengd. „Styrkurinn frá réttstöðulyftunni hverfur ekki þegar þú gengur út úr lyftingasalnum. Að vita hvað skrokkurinn minn getur gert hefur áhrif á heildarhugarfar mitt,“ sagði Sara og hélt áfram: „Ég er ekki hrædd við að vera öðruvísi eða að gera mistök af því að ég hef lært að elska mig eins og ég er,“ sagði Sara.
CrossFit Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sektaður um tólf milljónir fyrir að lesa yfir eigin leikmanni Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Varaforseti EHF handtekinn „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Sjá meira