„Reynsla sem mælist í árþúsundum kemur saman í Borgarleikhúsinu“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. nóvember 2022 15:05 Reynsluboltar sameina krafta sína í þessu verki. Þorlákur Lúðvíksson „Það lá spenna í loftinu og eftirvæntingin var áþreifanleg þegar á annað þúsund ár af reynslu og þekking kom saman fimmtudaginn 17. nóvember til að lesa verkið Marat Sade,“ segir í tilkynningu frá framleiðanda verksins. Tilefnið var upplestur á verkinu sem er eftir þýska leikskáldið og listamanninn Peter Weiss. „Þetta eru merkileg tímamót í leikhússögunni og verður gríðarlega gaman að fylgjast með þessu stórbrotna listafólki takast á við þetta margslungna verk sem frumsýnt verður 20. janúar 2023 á Nýja sviði Borgarleikhússins,“ segir í tilkynningunni. Verkið er í þýðingu Árna Björnssonar og leikstjóri er Rúnar Guðbrandsson. Það er einstaklega skemmtilegt að meðalaldur leikara sýningarinnar er mun hærri en gengur og gerist í svona stórum uppsetningum. „Reynsla sem mælist í árþúsundum kemur saman í Borgarleikhúsinu,“ segja aðstandendur sýningarinnar stoltir. Með reynslumestu leikurum þjóðarinnar taka þátt í sýningunni en með hlutverk fara Arnar Jónsson, Árni Pétur Guðjónsson, Eggert Þorleifsson, Guðmundur Ólafsson, Hanna María Karlsdóttir, Harald G. Haraldsson, Helga Elínborg Jónsdóttir, Jón Hjartarson, Jórunn Sigurðardóttir, Júlía Hannam, Kristbjörg Kjeld, Margrét Guðmundsdóttir, Sigurður Skúlason, Viðar Eggertsson, Þórhallur Sigurðsson, Þórhildur Þorleifsdóttir, Reynir Jónasson og Reynir Sigurðsson. Þorlákur Lúðvíksson „Bæling og losti, kúgun og uppreisn, hinir jaðarsettu gegn valdinu! Marat/Sade, öðru nafni Ofsóknin og morðið á Jean Paul Marat sýnt af vistmönnum geðveikrahælisins í Charenton undir stjórn De Sade markgreifa, er eitt af öndvegisverkum 20. aldarinnar – marglaga og margslungið í efni og formi. Verkið, sem er eftir þýska leikskáldið Peter Weiss, var fyrst frumsýnt árið 1963 og hefur frá upphafi verið umdeilt og vakið sterk viðbrögð. Hér er leikrit inni í leikriti – vistmenn geðveikrahælisins í Charenton setja á svið verk undir stjórn hins alræmda markgreifa De Sade,“ segir um verkið. Verkið verður frumsýnt í janúar á næsta ári. Þorlákur Lúðvíksson „De Sade er einnig höfundur leikritsins og sjálfur vistmaður á hælinu. Verkið hverfist um frönsku byltinguna og er þrungið átökum og andstæðum sem endurspeglast í hinum týndu sálum hælisins. Í uppfærslu Lab Loka og Borgarleikhússins á þessu kraftmikla leikriti verður til mögnuð sýning þar sem Nýja sviðið fyllist af mörgum dáðustu en jafnframt elstu listamönnum íslensku þjóðarinnar en þau yngstu eru um sjötugt og þau elstu fast að níræðu. Hér er óhætt að lofa einstakri upplifun og sjónarspili sem seint gleymist.“ Frá samlestri í Borgarleikhúsinu í síðustu viku.Þorlákur Lúðvíksson Verkefnið er stutt af menningarráðuneytinu, bæði úr sviðslistasjóði og launasjóði sviðslistafólks. Leikhús Menning Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Ný stikla úr GTA VI Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Verzló vann MORFÍs Lífið Fleiri fréttir Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Tilefnið var upplestur á verkinu sem er eftir þýska leikskáldið og listamanninn Peter Weiss. „Þetta eru merkileg tímamót í leikhússögunni og verður gríðarlega gaman að fylgjast með þessu stórbrotna listafólki takast á við þetta margslungna verk sem frumsýnt verður 20. janúar 2023 á Nýja sviði Borgarleikhússins,“ segir í tilkynningunni. Verkið er í þýðingu Árna Björnssonar og leikstjóri er Rúnar Guðbrandsson. Það er einstaklega skemmtilegt að meðalaldur leikara sýningarinnar er mun hærri en gengur og gerist í svona stórum uppsetningum. „Reynsla sem mælist í árþúsundum kemur saman í Borgarleikhúsinu,“ segja aðstandendur sýningarinnar stoltir. Með reynslumestu leikurum þjóðarinnar taka þátt í sýningunni en með hlutverk fara Arnar Jónsson, Árni Pétur Guðjónsson, Eggert Þorleifsson, Guðmundur Ólafsson, Hanna María Karlsdóttir, Harald G. Haraldsson, Helga Elínborg Jónsdóttir, Jón Hjartarson, Jórunn Sigurðardóttir, Júlía Hannam, Kristbjörg Kjeld, Margrét Guðmundsdóttir, Sigurður Skúlason, Viðar Eggertsson, Þórhallur Sigurðsson, Þórhildur Þorleifsdóttir, Reynir Jónasson og Reynir Sigurðsson. Þorlákur Lúðvíksson „Bæling og losti, kúgun og uppreisn, hinir jaðarsettu gegn valdinu! Marat/Sade, öðru nafni Ofsóknin og morðið á Jean Paul Marat sýnt af vistmönnum geðveikrahælisins í Charenton undir stjórn De Sade markgreifa, er eitt af öndvegisverkum 20. aldarinnar – marglaga og margslungið í efni og formi. Verkið, sem er eftir þýska leikskáldið Peter Weiss, var fyrst frumsýnt árið 1963 og hefur frá upphafi verið umdeilt og vakið sterk viðbrögð. Hér er leikrit inni í leikriti – vistmenn geðveikrahælisins í Charenton setja á svið verk undir stjórn hins alræmda markgreifa De Sade,“ segir um verkið. Verkið verður frumsýnt í janúar á næsta ári. Þorlákur Lúðvíksson „De Sade er einnig höfundur leikritsins og sjálfur vistmaður á hælinu. Verkið hverfist um frönsku byltinguna og er þrungið átökum og andstæðum sem endurspeglast í hinum týndu sálum hælisins. Í uppfærslu Lab Loka og Borgarleikhússins á þessu kraftmikla leikriti verður til mögnuð sýning þar sem Nýja sviðið fyllist af mörgum dáðustu en jafnframt elstu listamönnum íslensku þjóðarinnar en þau yngstu eru um sjötugt og þau elstu fast að níræðu. Hér er óhætt að lofa einstakri upplifun og sjónarspili sem seint gleymist.“ Frá samlestri í Borgarleikhúsinu í síðustu viku.Þorlákur Lúðvíksson Verkefnið er stutt af menningarráðuneytinu, bæði úr sviðslistasjóði og launasjóði sviðslistafólks.
Leikhús Menning Mest lesið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Ný stikla úr GTA VI Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Verzló vann MORFÍs Lífið Fleiri fréttir Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira