Börnin sem bjarga heiminum Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir skrifar 22. nóvember 2022 10:01 Undanfarið hefur borið á talsvert neikvæðri umræðu um flóttamenn og innflytjendur sem koma til Íslands af ýmsum ástæðum. Ný útlendingalög hafa verið sett og verið er að ræða um að loka landinu. Mig setur hins vegar hljóða og fyrir því er ákveðin ástæða. Nú er það svo að ég trúi því að allt líf sé heilagt og mig minnir að íslenska lýðveldið sem var stofnað á Þingvöllum 1944 hafi byggst á orðinu mannhelgi. Íslenska er hins vegar erfitt tungumál og það getur verið erfitt fyrir alla að flytja sem fullorðnir einstaklingar í nýjan menningarheim, læra á nýja menningu og aðlagast henni. Sjálf bjó ég sem innflytjandi í Svíþjóð í þrjú ár og það var ekki fyrr en ég var búin að læra sænsku ansi vel að ég fór að aðlagast því samfélagi. Og nú er það svo að innflytjendur og flóttamenn sem koma til Íslands læra íslensku misvel og eiga mismunandi auðvelt með að aðlagast íslensku samfélagi. En skiptir það í raun og veru máli? Því ég fór allt í einu að hugsa þessa hluti á algjörlega nýjan hátt. Ég lít svo á að allir sem velja að búa og lifa á Íslandi séu í raun orðnir Íslendingar. Við eigum bara mismunandi bakgrunn og mismunandi uppruna. En þótt flóttamenn og innflytjendur læri kannski ekki allir íslensku þá eiga flestir flóttamenn og innflytjendur börn. Og það eru börnin sem bjarga heiminum. Við megum aldrei gleyma því að þótt foreldrarnir aðlagist kannski aldrei alveg íslensku samfélagi, þá gera börnin það. Börnin verða tvítyngd eða þrítyngd og þau líta á sig sem Íslendinga. Þessi börn eru svo mikil gjöf til okkar sem erum hér. Börn innflytjenda og flóttamanna eru mörg afburðabörn. Þetta eru börn sem leggja mikið á sig til að komast inn í samfélagið. Þau vilja oft menntast og eru oft tilbúin að gefa til baka til þess samfélags sem var tilbúið að taka á móti þeim úr styrjöldum eða efnahagslega erfiðum aðstæðum. Ég hef séð börn innflytjenda blómstra á Íslandi, vaxa, þroskast, læra og ég bara veit að þau eiga eftir að bera uppi íslenskt samfélag eftir nokkur ár. Þau eiga líka eftir að breyta því hvernig við gamla fólkið hugsum um heiminn og það er kominn tími til að breyta hugsanaganginum. Í stað þess að leggja alltaf áherslu á það hvað innflytjendur og flóttamenn séu mikil byrði á samfélaginu, vil ég snúa umræðunni við og tala um það hvað innflytjendur og flóttamenn eiga æðisleg börn og hversu mikil tækifæri eru fólgin í þessum börnum sem koma með nýja sýn og nýja menningarheima inn í okkar lokaða þröngsýna samfélag. Ég vil þakka öllu því fólki sem leggur á sig að búa hér á Íslandi, vinna og starfa í okkar samfélagi, þrátt fyrir alla fordómana og vitleysuna sem er í innfæddum Íslendingum. Ísland er kalt land, myrkrið er hér mikið á veturna, hráslagaleg súldin étur sig inn í allt og alla. Það verða aldrei allir sem vilja búa hér. Það er algjör misskilningur. Ég vil því enda þetta pár, með því að lýsa þeirri skoðun minni, að þótt ef til vill verði að loka landinu fyrir innstreymi fólks einhvern tímann í framtíðinni, þá erum við alls ekki kominn þangað ennþá. Við eigum að fagna og hlúa vel að því fólki sem vill búa og starfa með okkur. Við eigum að gefa börnum þeirra tækifæri til að gefa til baka til íslensks samfélag. Við erum öll Íslendingar, sama hvaðan við komum. Höfundur er efnafræðingur, M.Sc. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Hælisleitendur Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur borið á talsvert neikvæðri umræðu um flóttamenn og innflytjendur sem koma til Íslands af ýmsum ástæðum. Ný útlendingalög hafa verið sett og verið er að ræða um að loka landinu. Mig setur hins vegar hljóða og fyrir því er ákveðin ástæða. Nú er það svo að ég trúi því að allt líf sé heilagt og mig minnir að íslenska lýðveldið sem var stofnað á Þingvöllum 1944 hafi byggst á orðinu mannhelgi. Íslenska er hins vegar erfitt tungumál og það getur verið erfitt fyrir alla að flytja sem fullorðnir einstaklingar í nýjan menningarheim, læra á nýja menningu og aðlagast henni. Sjálf bjó ég sem innflytjandi í Svíþjóð í þrjú ár og það var ekki fyrr en ég var búin að læra sænsku ansi vel að ég fór að aðlagast því samfélagi. Og nú er það svo að innflytjendur og flóttamenn sem koma til Íslands læra íslensku misvel og eiga mismunandi auðvelt með að aðlagast íslensku samfélagi. En skiptir það í raun og veru máli? Því ég fór allt í einu að hugsa þessa hluti á algjörlega nýjan hátt. Ég lít svo á að allir sem velja að búa og lifa á Íslandi séu í raun orðnir Íslendingar. Við eigum bara mismunandi bakgrunn og mismunandi uppruna. En þótt flóttamenn og innflytjendur læri kannski ekki allir íslensku þá eiga flestir flóttamenn og innflytjendur börn. Og það eru börnin sem bjarga heiminum. Við megum aldrei gleyma því að þótt foreldrarnir aðlagist kannski aldrei alveg íslensku samfélagi, þá gera börnin það. Börnin verða tvítyngd eða þrítyngd og þau líta á sig sem Íslendinga. Þessi börn eru svo mikil gjöf til okkar sem erum hér. Börn innflytjenda og flóttamanna eru mörg afburðabörn. Þetta eru börn sem leggja mikið á sig til að komast inn í samfélagið. Þau vilja oft menntast og eru oft tilbúin að gefa til baka til þess samfélags sem var tilbúið að taka á móti þeim úr styrjöldum eða efnahagslega erfiðum aðstæðum. Ég hef séð börn innflytjenda blómstra á Íslandi, vaxa, þroskast, læra og ég bara veit að þau eiga eftir að bera uppi íslenskt samfélag eftir nokkur ár. Þau eiga líka eftir að breyta því hvernig við gamla fólkið hugsum um heiminn og það er kominn tími til að breyta hugsanaganginum. Í stað þess að leggja alltaf áherslu á það hvað innflytjendur og flóttamenn séu mikil byrði á samfélaginu, vil ég snúa umræðunni við og tala um það hvað innflytjendur og flóttamenn eiga æðisleg börn og hversu mikil tækifæri eru fólgin í þessum börnum sem koma með nýja sýn og nýja menningarheima inn í okkar lokaða þröngsýna samfélag. Ég vil þakka öllu því fólki sem leggur á sig að búa hér á Íslandi, vinna og starfa í okkar samfélagi, þrátt fyrir alla fordómana og vitleysuna sem er í innfæddum Íslendingum. Ísland er kalt land, myrkrið er hér mikið á veturna, hráslagaleg súldin étur sig inn í allt og alla. Það verða aldrei allir sem vilja búa hér. Það er algjör misskilningur. Ég vil því enda þetta pár, með því að lýsa þeirri skoðun minni, að þótt ef til vill verði að loka landinu fyrir innstreymi fólks einhvern tímann í framtíðinni, þá erum við alls ekki kominn þangað ennþá. Við eigum að fagna og hlúa vel að því fólki sem vill búa og starfa með okkur. Við eigum að gefa börnum þeirra tækifæri til að gefa til baka til íslensks samfélag. Við erum öll Íslendingar, sama hvaðan við komum. Höfundur er efnafræðingur, M.Sc.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun