Thompson var að spila með Warrington Town á móti Guiseley á laugardaginn í FA Trophy keppninni sem er bikarkeppni áhugamannaliða í Englandi.
Say what?! #BBCFootball
— BBC Sport (@BBCSport) November 19, 2022
Stuðningsmenn Guiseley gerðu honum ógeðslegan grikk sem Thompson brást skiljanlega mjög illa við.
Í leiknum tók einn stuðningsmaður Guiseley upp á því að skipta á vatnsflösku Thompson og flösku sem stuðningsmaður Guiseley hafði pissað í.
Thompson áttaði sig ekki á þessu og drakk hlandið úr flöskunni. Hann brjálaðist í kjölfarið og spreyjaði úr flöskunni yfir stuðningsmennina fyrir aftan markið hans.
Today I fell out of love with the GAME! I ve been called many names but for someone to piss in my bottle, for me to drink it and then to be told I wasn t allowed to react because I m a player is outrageous. That person has put me my family s health at risk and knocked me sick. https://t.co/6bVozrzMwF
— Tony Thompson (@tonythompson918) November 19, 2022
Það sem hann hafði upp úr því var rauða spjaldið. Þeir sem vissu ekki hvað hafði gerst sáu bara markvörðinn allt í einu missa sig við áhorfendur.
„Í dag missti ást mína fyrir íþróttinni,“ skrifaði Tony Thompson á Twitter og birti með myndband af því þegar stuðningsmaðurinn skiptir út vatnsflöskunni fyrir flöskuna með hlandinu.
„Ég hef fengið að heyra ýmislegt á mínum ferli en þegar einhver tekur upp á því að pissa í flöskuna mína, ég drekk úr henni og er svo sagt að ég megi ekki bregðast við af því að ég er leikmaður. Þetta er klikkun. Þessi einstaklingur hefur sett mig og fjölskyldu mína í hættu og ég er orðinn veikur,“ skrifaði Tony.
Forráðamenn Guiseley sendu frá sér yfirlýsingu um að málið hafi verið kært til lögreglu.
Footage here of bottles in @tonythompson918 s goal being swapped after a fan urinated in one earlier today.
— Nathan Salt (@NathSalt1) November 19, 2022
Very, very grim. pic.twitter.com/GXiW1CuB4W