Maté: Ekki fallegt og ekki skemmtilegt Árni Jóhannsson skrifar 20. nóvember 2022 20:28 Maté Dalmay var ánægður með sigurinn en honum fannst liðið sitt hafa getað betur. Vísir / Hulda Margrét Haukar lögðu ÍR að velli í leik sem náði aldrei neinu flugi í Ólafssal í kvöld. Þjálfari liðsins gat verið ánægður með sigurinn en fannst sínir menn geta gert betur. Haukar unnu leikinn með 20 stigum, 93-73, og var sigurinn í raun og veru aldrei í hættu. Maté Dalmay þjálfari Hauka var spurður að því hvað hann hafi verið ánægðastur með í kvöld. „Ég er ánægðastur með það hvað við gerðum betur í seinni hálfleik heldur en þeim fyrri. Við náðum að halda þessu í 10-15 plús forystu en þetta var ekki fallegt og ekki skemmtilegt.“ Hafði þjálfarinn einhverjar áhyggjur í upphafi leiks þegar sóknarleikur liðsins, í raun og veru beggja liða, var stífur og ekki upp á marga fiska? „Nei nei. Þetta tók aðeins lengri tíma en ég vonaðist eftir. Ég vissi að við yrðum stirðir með Darwin Davis að koma inn eftir að hafa glímt við meiðsli í sex vikur ásamt landsleikjahléi þar sem lykilmenn voru með landsliðinu. Það tók lengri tíma en ég hélt og fór aðeins að ganga betur í þriðja leikhluta og það komu augnablik af fallegum körfubolta en þetta var ekki gott.“ HAnn var þá spurður að því hvort það hafi ekki verið aðalverkefni hans sem þjálfara að passa upp á að hans menn myndu ekki missa niður dampinn. „Við náttúrlega missum alltaf niður dampinn þegar við komumst í 20 stiga forystu. Burtséð frá því hvernig ég rótera liðinu, stundum var ég aðeins lengur inn á með lykilmenn. Ég prófaði allar útgáfur af róteringunni en það gerðist það sem allir vita, þegar þú kemst 20 stigum yfir þá detta gæðin niður. Við tókum ömurlegar ákvarðanir í sókn og vorum sloppy í vörn og þetta fór alltaf helvíti hratt niður í 13 stig.“ En það hlýtur að vera gott að hafa náð í sigurinn? „Mjög gott. Lífsnauðsynlegt. Við erum 4-2 og svo er það bara Njarðvíki úti næst og við ætlum okkur að vera 5-2 eftir þann leik.“ Haukar Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar-ÍR 93-73 | Sterkur sigur Hauka sem hlaða ofan á eymd ÍR-inga Haukar lögðu ÍR með sannfærandi hætti í sjöttu umferð Subway deildar karla í Ólafssal í kvöld. Eftir stirða byrjun voru það Haukar sem náðu tökum á leiknum sem þeir létu aldrei af hendi. ÍR liðið var of mistækt á of löngum köflum sem heimamenn nýttu sér til að sigra 93-73. 20. nóvember 2022 21:04 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Sjá meira
Maté Dalmay þjálfari Hauka var spurður að því hvað hann hafi verið ánægðastur með í kvöld. „Ég er ánægðastur með það hvað við gerðum betur í seinni hálfleik heldur en þeim fyrri. Við náðum að halda þessu í 10-15 plús forystu en þetta var ekki fallegt og ekki skemmtilegt.“ Hafði þjálfarinn einhverjar áhyggjur í upphafi leiks þegar sóknarleikur liðsins, í raun og veru beggja liða, var stífur og ekki upp á marga fiska? „Nei nei. Þetta tók aðeins lengri tíma en ég vonaðist eftir. Ég vissi að við yrðum stirðir með Darwin Davis að koma inn eftir að hafa glímt við meiðsli í sex vikur ásamt landsleikjahléi þar sem lykilmenn voru með landsliðinu. Það tók lengri tíma en ég hélt og fór aðeins að ganga betur í þriðja leikhluta og það komu augnablik af fallegum körfubolta en þetta var ekki gott.“ HAnn var þá spurður að því hvort það hafi ekki verið aðalverkefni hans sem þjálfara að passa upp á að hans menn myndu ekki missa niður dampinn. „Við náttúrlega missum alltaf niður dampinn þegar við komumst í 20 stiga forystu. Burtséð frá því hvernig ég rótera liðinu, stundum var ég aðeins lengur inn á með lykilmenn. Ég prófaði allar útgáfur af róteringunni en það gerðist það sem allir vita, þegar þú kemst 20 stigum yfir þá detta gæðin niður. Við tókum ömurlegar ákvarðanir í sókn og vorum sloppy í vörn og þetta fór alltaf helvíti hratt niður í 13 stig.“ En það hlýtur að vera gott að hafa náð í sigurinn? „Mjög gott. Lífsnauðsynlegt. Við erum 4-2 og svo er það bara Njarðvíki úti næst og við ætlum okkur að vera 5-2 eftir þann leik.“
Haukar Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar-ÍR 93-73 | Sterkur sigur Hauka sem hlaða ofan á eymd ÍR-inga Haukar lögðu ÍR með sannfærandi hætti í sjöttu umferð Subway deildar karla í Ólafssal í kvöld. Eftir stirða byrjun voru það Haukar sem náðu tökum á leiknum sem þeir létu aldrei af hendi. ÍR liðið var of mistækt á of löngum köflum sem heimamenn nýttu sér til að sigra 93-73. 20. nóvember 2022 21:04 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Sjá meira
Leik lokið: Haukar-ÍR 93-73 | Sterkur sigur Hauka sem hlaða ofan á eymd ÍR-inga Haukar lögðu ÍR með sannfærandi hætti í sjöttu umferð Subway deildar karla í Ólafssal í kvöld. Eftir stirða byrjun voru það Haukar sem náðu tökum á leiknum sem þeir létu aldrei af hendi. ÍR liðið var of mistækt á of löngum köflum sem heimamenn nýttu sér til að sigra 93-73. 20. nóvember 2022 21:04
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum