Sverrir Ingi: Vantaði aðeins meiri gæði Smári Jökull Jónsson skrifar 16. nóvember 2022 21:39 Sverrir vinnur skallaeinvígi í leiknum í dag. KSÍ Sverrir Ingi Ingason var mættur aftur í vörnina hjá íslenska landsliðinu eftir ansi langa fjarveru. Hann var ánægður með sigurinn gegn Litáum í dag en sagði að vantað hefði upp á gæðin hjá Íslandi í vissum aðstæðum. „Ég er ánægður að vinna. Þetta var baráttuleikur, völlurinn var erfiður og það var mikið um návígi. Mér fannst við skapa okkur nokkur góð tækifæri, það vantaði að komast á boltann inni í teig og ráðast á krossana aðeins betur. Það er gott að vinna.“ Sverrir Ingi sagði að liðið hefði mætt líkamlega sterkum Litáum ágætlega en að vantað hefði upp á gæðin á síðasta leikþriðjungi. „Við vissum að þeir væru líkamlega sterkir og að þetta yrði þannig leikur. Mér fannst við jafna það vel en hefðum mátt vera með aðeins meiri gæði á þriðja helmingi þegar við vorum að komast í góðar stöður með boltann. Þá vantaði síðustu sendingu eða annað til að ná að klára. Sérstaklega í fyrri hálfleik fannst mér við komast í góðar stöður. Við skoðum þetta og verðum klárir fyrir næsta leik.“ Sverrir Ingi skoraði í vítaspyrnukeppninni þar sem Ísland tryggði sér sigur og var ánægður með liðið þar. Hann sagðist allvanur slíkum keppnum. „Ég hef gert það nokkrum sinnum, þetta var í fyrsta skipti með landsliðinu. Við unnum og tökum það jákvæða út úr þessu. Við stóðum okkur vel í vítunum, skoruðum úr öllum og ég held að það sé bara nokkuð gott.“ Á laugardag mætir Ísland Lettlandi í úrslitaleik Eystrasaltsbikarsins og sagði Sverrir að markmiðin væru klár. „Það verður hörkuleikur og ennþá sterkari mótherji býst ég við. Strákarnir voru að tala um að þeir hafi unnið þetta mót í mörg ár. Við verðum að vera klárir og ná góðri endurheimt fyrir leikinn á laugardag. Við erum komnir hingað til að sækja dolluna, það er klárt.“ Landslið karla í fótbolta Eystrasaltsbikarinn 2022 Tengdar fréttir „Heilt yfir vorum við allir saman mjög svekktir með okkar frammistöðu í dag“ Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í knattspyrnu var ekki ánægður með leik íslenska landsliðsins gegn Litáum í Eystrasaltsbikarnum í dag. Ísland vann í vítaspyrnukeppni eftir markalausan leik. 16. nóvember 2022 21:01 Umfjöllun: Litáen - Ísland 0-0 (5-6) | Íslenskur sigur í vítakeppni Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er komið í úrslit Eystrasaltsbikarsins eftir sigur á Litáen. Eftir markalausan leik réðust úrslitin í vítakeppni. Þar skoruðu Íslendingar úr sex spyrnum en Litáar úr fimm. 16. nóvember 2022 19:20 Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
„Ég er ánægður að vinna. Þetta var baráttuleikur, völlurinn var erfiður og það var mikið um návígi. Mér fannst við skapa okkur nokkur góð tækifæri, það vantaði að komast á boltann inni í teig og ráðast á krossana aðeins betur. Það er gott að vinna.“ Sverrir Ingi sagði að liðið hefði mætt líkamlega sterkum Litáum ágætlega en að vantað hefði upp á gæðin á síðasta leikþriðjungi. „Við vissum að þeir væru líkamlega sterkir og að þetta yrði þannig leikur. Mér fannst við jafna það vel en hefðum mátt vera með aðeins meiri gæði á þriðja helmingi þegar við vorum að komast í góðar stöður með boltann. Þá vantaði síðustu sendingu eða annað til að ná að klára. Sérstaklega í fyrri hálfleik fannst mér við komast í góðar stöður. Við skoðum þetta og verðum klárir fyrir næsta leik.“ Sverrir Ingi skoraði í vítaspyrnukeppninni þar sem Ísland tryggði sér sigur og var ánægður með liðið þar. Hann sagðist allvanur slíkum keppnum. „Ég hef gert það nokkrum sinnum, þetta var í fyrsta skipti með landsliðinu. Við unnum og tökum það jákvæða út úr þessu. Við stóðum okkur vel í vítunum, skoruðum úr öllum og ég held að það sé bara nokkuð gott.“ Á laugardag mætir Ísland Lettlandi í úrslitaleik Eystrasaltsbikarsins og sagði Sverrir að markmiðin væru klár. „Það verður hörkuleikur og ennþá sterkari mótherji býst ég við. Strákarnir voru að tala um að þeir hafi unnið þetta mót í mörg ár. Við verðum að vera klárir og ná góðri endurheimt fyrir leikinn á laugardag. Við erum komnir hingað til að sækja dolluna, það er klárt.“
Landslið karla í fótbolta Eystrasaltsbikarinn 2022 Tengdar fréttir „Heilt yfir vorum við allir saman mjög svekktir með okkar frammistöðu í dag“ Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í knattspyrnu var ekki ánægður með leik íslenska landsliðsins gegn Litáum í Eystrasaltsbikarnum í dag. Ísland vann í vítaspyrnukeppni eftir markalausan leik. 16. nóvember 2022 21:01 Umfjöllun: Litáen - Ísland 0-0 (5-6) | Íslenskur sigur í vítakeppni Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er komið í úrslit Eystrasaltsbikarsins eftir sigur á Litáen. Eftir markalausan leik réðust úrslitin í vítakeppni. Þar skoruðu Íslendingar úr sex spyrnum en Litáar úr fimm. 16. nóvember 2022 19:20 Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
„Heilt yfir vorum við allir saman mjög svekktir með okkar frammistöðu í dag“ Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í knattspyrnu var ekki ánægður með leik íslenska landsliðsins gegn Litáum í Eystrasaltsbikarnum í dag. Ísland vann í vítaspyrnukeppni eftir markalausan leik. 16. nóvember 2022 21:01
Umfjöllun: Litáen - Ísland 0-0 (5-6) | Íslenskur sigur í vítakeppni Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er komið í úrslit Eystrasaltsbikarsins eftir sigur á Litáen. Eftir markalausan leik réðust úrslitin í vítakeppni. Þar skoruðu Íslendingar úr sex spyrnum en Litáar úr fimm. 16. nóvember 2022 19:20