Tuttugasta og annað heimsmeistaramót karla í knattspyrnu, sem hefst í Katar í dag, er ef til vill það umdeildasta sem fram hefur farið hingað til. Mannréttindabrot, dauðsföll verkafólks og spilling er meðal þess sem vakin hefur verið athygli á í tengslum við mótið en umdeild saga þessa móts hófst árið 2010. Ekki í Katar heldur í fundarherbergi í Zurich í Sviss. Framkvæmdanefnd FIFA ákvað árið 2010 að velja gestgjafaland fyrir tvö heimsmestaramót. Annars vegar árið 2018 og hins vegar 2022. Og umsóknirnar hrönnuðust inn: Rússland, England, Spánn og Portúgal með sameinaða umsókn og Belgía og Holland sömuleiðis sóttust öll eftir að fá að halda HM 2018. Katar, Bandaríkin, Ástralía, Japan og Suður-Kórea kepptust um að halda mótið árið 2022. Eftir langa og stranga kosningabaráttu og nokkurra þrepa umsóknarkerfi kom niðurstaðan í hús. Rússland myndi fá að halda HM 2018 og Katar yrði gestgjafi keppninnar 2022. Ákvörðunin vakti strax furðu enda Katar land í Mið-Austurlöndum, þar sem hiti nær reglulega yfir 40 gráður á selsíus sérstaklega yfir sumartímann. Katar, þar sem bara var einn fótboltaleikvangur fyrir. Milljónir greiddar til manna í framkvæmdanefndinni Innan nokkurra mánaða gengu háværar sögusagnir um að Katar hafi greitt mútur til að ná sínu fram. Auk þess benti margt til að Katar og Rússland hafi tekið höndum saman og hjálpast að í umsókarferlinu. Ríkin tvö höfðu jú gert með sér jarðgassamning árið áður og margir vildu meina að fulltrúar ríkjanna hafi greitt hinu atkvæði sitt í atkvæðagreiðslum um gestgjafaríkin. Í maí 2011, aðeins hálfu ári eftir að Katar og Rússland voru tilkynntir gestgjafar mótsins, steig Phaedra Almajid fram og lýsti því að Issa Hayatou og Jacques Anouma, fulltrúar Knattspyrnusambands Afríku í framkvæmdanefndinni, hafi fengið 1,5 milljónir Bandaríkjadala, sem jafngildir tæplega 300 milljónum króna á gengi dagsins í dag, í mútur frá katörskum embættismönnum. Þá fékk Jack Warner, þáverandi formaður Knattspyrnusambands Karíbahafsríkja, Mið- og Norður-Ameríku (CONCACAF) tvær milljónir dala í gegn um Katarskt félag. Félagið, Kemco, var í eigu Mohamed Bin Hammam, sem var í framkvæmdanefnd FIFA árið 2010 fyrir hönd Katar. Kettir í Trump turni Á þeim tólf árum sem eru liðin síðan Katar var valið til að halda mótið hafa sextán af tuttugu og tveimur nefndarmönnum verið rannsakaðir eða bendlaðir við spillingu og mútuþægni. Margir þeirra hafa verið sóttir til saka í Bandaríkjunum, fyrir fjárglæpi. Það voru raunar Bandaríkjamenn sem drógu spillingu innan FIFA upp á yfirborðið. Skattstofa Bandaríkjanna hafði haft Chuck Blazer, fyrrverandi aðalritara CONCACAF, til rannsóknar en hann hafði ekki borgað skatt í á annan áratug þegar rannsóknin hófst. Í ljós kom að Blazer hafði, ásamt fyrrnefndum Jack Warner forseta sambandsins, gengið í fjárkistur CONCACAF eins og þær væru hans eigin. Chuck Blazer átti um margra ára skeið sæti í framkvæmdanefnd FIFA en hann var jafnframt aðalritari CONCACAF.Getty/Julian Finney Hann átti til að mynda tvær íbúðir í Trump turni á Manhattan í New York, þar sem skrifstofur CONCACAF voru jafnframt til húsa. Hann hafði ekki borgað sjálfur fyrir íbúðirnar, heldur sambandið, og aðra notaði hann eingöngu fyrir kettina sína. Þá hafði sambandið jafnframt keypt fyrir hann glæsivillu á Miami. Rannsóknin var á vegum skattstofunnar, eins og áður segir, og Alríkislögreglunnar FBI. Eftir nokkra rannsókn nálguðust rannsakendur Blazer og buðu honum að gerast uppljóstrari, ellegar hann yrði sóttur til saka fyrir glæpi sína sem hann átti áratuga fangelsi yfir höfði sér fyrir. Og Blazer féllst á það. Með hans hjálp komst upp um víðtæka spillingu innan FIFA, mútugreiðslur og mútuþægni. Neita að hafa greitt mútur Bandarísk löggæsluyfirvöld gefa sér talsvert meira vald en margar aðrar lögreglustofnanir og gat því sótt erlenda ríkisborgara til saka. Ástæðan var jú sú að margar af mútugreiðslunum höfðu þurft að fara í gegn um bandaríska banka. Banki í Katar er nefnilega ekki endilega í beinum viðskiptum við banka í Trínídad og Tóbagó í Kyrrahafinu heldur þurfa greiðslur að fara í gegnum Bandaríkin. Þannig komst upp um víðtæka spillingu innan FIFA, sem náði hápunkti í Zurich árið 2015 þegar margir hátt settir menn innan sambandsins voru handteknir fyrir spillingu og mútuþægni. Taka ber fram að knattspyrnusamband Katar hefur ávallt hafnað ásökunum um spillingu þegar það sóttist eftir að fá að halda mótið. Þá komst siðanefnd Alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA að þeirri niðurstöðu eftir tveggja ára rannsókn að ekkert hafi átt sér stað við valferlið sem hafa þyrfti sérstakar áhyggjur af. Sagði af sér eftir útgáfu hvítþveginnar skýrslu Rannsókninni lauk með útgáfu skýrslu Michael J. Garcia, sem hann vann á árunum 2012 til 2014. Fram kom í skýrslunni að ekki væri hægt að færa sönnur fyrir því að þeir kjörgengu í framkvæmdastjórninni hefðu selt atkvæði sín í tengslum við mótin í Katar og Rússlandi. Þar fundust hins vegar alvarlegir misbrestir í störfum þeirra og lagt til að aðilar í nefndinni yrðu rannsakaðir frekar. Garcia þessi er fyrrverandi saksóknari í Bandaríkjunum en hann sagði upp hjá FIFA þegar í ljós kom að hvítþvegin útgáfa skýrslu hans var gefin út, þar sem sérstaklega höfðu verið fjarlægðir hlutar sem snertu á forsetanum Sepp Blatter. Í skýrslunni var hins vegar skýrt komið inn á mútufé sem þeir Nicolas Leoz og Ricardo Teixeira, meðlimir framkvæmdanefndarinnar, hefðu þegið frá fyrirtækinu International Sport & Leisure, sem sá um sölu á sjónvarpsréttindum FIFA, á árunum 1992 til 2000. Báðir voru þeir á meðal þeirra sem voru ákærðir af bandarísku alríkislögreglunni, FBI, eftir veigamikla rannsókn embættisins á starfsemi FIFA árið 2015. Í nýlegri heimildaþáttaseríu Netflix um sambandið, FIFA: Uncovered, segir að mútugreiðslur, gasleiðslusamningar frá Katar til bæði Rússlands og Taílands, sjónvarpssamningar við katarska fjölmiðlaveldið beIN Sports og sala Frakklands á þotum til Katar séu á meðal þess sem hafði áhrif á hvernig atkvæði féllu. Sepp Blatter, sem var forseti FIFA frá 1998 ti 2015, viðurkenndi nýlega í viðtali við svissneska dagblaðið Tages-Anzeiger að það hafi verið mistök að velja Katar til að halda HM 2022. Hann hafi sjálfur viljað að HM 2022 færi fram í Bandaríkjunum og þannig yrðu mótin 2018 og 2022 ákveðin táknmynd fyrir frið. Rússland og Bandaríkin, þessir miklu pólitísku andstæðingar, myndu standa saman í mótahaldinu. Þá vakti hann máls á því í viðtalinu hve furðulegt það er að Gianni Infantino, núverandi forseti FIFA, sé búsettur í Katar. Infantino hefur verið margsakaður um spillingu, til dæmis í tengslum við óeðlilega samninga UEFA sem upplýst va rum í Panama-skjölunum árið 2016. Hann hefur þá verið til rannsóknar í Sviss fyrir spillingu en flutti til Katar til að forðast frekari aðgerðir svissneskra stjórnvalda. Alvarleiki íþróttaþvotts Infantino var þá gagnrýndur nýlega eftir að hann sendi bréf til þátttökuþjóða Hm í Katar. Þar brást hann við beiðni margra landsliðanna til að bera regnbogaarmbönd til stuðnings réttindum hinsegin fólks. Samkynhneigð er ólögleg í Katar, sem hefur verið harðlega gagnrýnt nú í aðdraganda mótsins. Í bréfinu sagði Infantino að landsliðin ættu að einbeita sér að fóboltanum. Þá skrifaði hann að forðast ætti að drga fóboltann inn í „hverja einustu hugmyndafræðilegu eða pólitísku deilu sem fyrirfinnst.“ Margir hafa sakað Infantino að standa með þessu með Katörum að íþróttaþvotti. Það er, að nota íþróttir til að draga athyli alþjóðasamfélagsins frá mannréttindabrotum og glæpum. Eitt þekktasta dæmi svokallaðs íþróttaþvotts (e. sportswashing) eru Ólympíuleikarnir 1936 sem fóru fram í Þýskalandi nasista. Annað dæmi, frá FIFA sjálfu, er þegar HM í fótbolta fór fram í Argentínu árið 1978. Þá var fasísk herforingjastjórn við völd í Argentínu en þáverandi forseti FIFA, Joao Havelange, vildi lítið um það ræða og hundsaði athugasemdir stjórnarandstæðinga um þau neikvæðu áhrif sem mótið hefði. Með því að fá að halda mótið árið 1978 hafi fasísk stjórnvöld náð að beina sjónum alþjóðasamfélagsins frá mannshvörfum, morðum og öðrum mannréttindabrotum og að glansmynd fótboltans. Landslið Argentínu sjálfrar stóð uppi sem sigurvegari mótsins. Argentínumenn voru heimsmeistarar í fótbolta í fyrsta sinn. Margir telja að gleði Argentínumanna sjálfra vegna sigursins hafi orðið til þess að herforingjastjórnin varði eins lengi og hún gerði. David Beckham og glansmyndin Nú í aðdraganda mótsins hefur Katar eytt meira en 229 milljörðum Bandaríkjadala í uppbyggingu fyrir mótið, enda var aðeins einn fótboltaleikvangur í landinu öllu þegar Katar fékk verkefnið. Fæstir vallanna munu standa eftir að mótinu lýkur. Enda er lítil þörf fyrir átta 40-80 þúsund manna velli í landi þar sem að meðaltali 672 mættu á leiki í efstu deild á leiktímabilinu 2016 til 2017. Flestir vallanna verða ýmist snarminnkaðir eða rifnir með öllu og sætin gefin til þróunarlanda. Allt saman er þetta gert með meðfylgjandi kolefnisspori. Vísir fjallaði ítarlega um byggingu vallanna fyrr á þessu ári. Minnst sjö þúsund farandverkamenn, flestir frá Indlandi, Nepal og Bangladess, hafa látið lífið við uppbyggingu innviða fyrir mótið, eins og fótboltaleikvanga. Fjallað hefur verið um að flestir þessara manna hafi, í örvæntingu sinni til að fá vinnu, samþykkt að greiða atvinnurekendum himinháa leigu og flugmiða og þannig verið orðnir stórskuldugir. Auk þess hafi atvinnurekendur lagt hald á vegabréf mannanna og þessu kerfi verið líkt við nútímaþrælahald. Og fleiri misbrestir katarskra stjórnvalda hafa verið dregnir í kastljósið í aðdraganda keppninnar. Fyrst má nefna bága stöðu kvenna í landinu, sem hefur verið mikið gagnrýnd, og stöðu hinseginfólks en það er ólöglegt að vera samkynhneigður í landinu. Katörsk stjórnvöld hafa unnið hörðum höndum að því að mála glansmynd af landinu, til dæmis með aðstoð eins frægasta fótboltakappa síðari tíma. Svo er það auðvitað tjáningar- og fjölmiðlafrelsið. Sem er ekkert í Katar. Katarir stofnuðu samt fjölmiðilinn Al Jazeera, sem hefur verið leiðandi í pólitískri umfjöllun í Mið-Austurlöndum. Þar er samt einn hængur á: Al Jazeera má ekki fjalla gagnrýnið um katörsk stjórnvöld. Og nú þegar hafa borist fregnir frá Katar um ógnandi hegðun lögreglu gagnvart erlendum fjölmiðlum. Danski fréttamaðurinn Rasmus Tantholdt var stöðvaður af öryggisvörðum í beinni útsendingu og honum hótað að myndavélin yrði brotin. Fréttastofa ræddi við Rasmus í vikunni vegna atviksins, sem hann sagði lýsandi fyrir það hvernig Katar er, alla jafna. Katar HM 2022 í Katar Fótbolti Sviss Fréttaskýringar Tengdar fréttir Katarar hætta við á síðustu stundu og banna bjórinn Yfirvöld í Katar hafa tekið algjöra U-beygju varðandi bjórsölu nú þegar aðeins tveir dagar eru í að hið umdeilda heimsmeistaramót karla í fótbolta hefjist þar með leik heimamanna við Ekvador. 18. nóvember 2022 10:48 Enginn sem býður sig fram gegn Infantino Gianni Infantino verður einn í kjöri þegar kosið verður um forseta alþjóðaknattspyrnusambandsins í mars á næsta ári. Enginn býður sig fram gegn forsetanum núverandi sem verið hefur verið stjórnvölinn síðan 2016. 17. nóvember 2022 21:46 Átti að hreinsa upp skítinn en fær nú hæli í Katar „Einbeitið ykkur að fótboltanum“ sagði Gianni Infantino, forseti FIFA, í bréfi til þátttökuþjóða á HM í Katar tæpum þremur vikum fyrir upphafsflaut mótsins sem hefst á sunnudaginn kemur. FIFA hefur dregið í land með ýmis loforð fyrir mótið og lítið pláss virðist vera fyrir mannréttindamál hjá forseta sem á nú hæli í gestgjafaríkinu. 17. nóvember 2022 10:00 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti
Framkvæmdanefnd FIFA ákvað árið 2010 að velja gestgjafaland fyrir tvö heimsmestaramót. Annars vegar árið 2018 og hins vegar 2022. Og umsóknirnar hrönnuðust inn: Rússland, England, Spánn og Portúgal með sameinaða umsókn og Belgía og Holland sömuleiðis sóttust öll eftir að fá að halda HM 2018. Katar, Bandaríkin, Ástralía, Japan og Suður-Kórea kepptust um að halda mótið árið 2022. Eftir langa og stranga kosningabaráttu og nokkurra þrepa umsóknarkerfi kom niðurstaðan í hús. Rússland myndi fá að halda HM 2018 og Katar yrði gestgjafi keppninnar 2022. Ákvörðunin vakti strax furðu enda Katar land í Mið-Austurlöndum, þar sem hiti nær reglulega yfir 40 gráður á selsíus sérstaklega yfir sumartímann. Katar, þar sem bara var einn fótboltaleikvangur fyrir. Milljónir greiddar til manna í framkvæmdanefndinni Innan nokkurra mánaða gengu háværar sögusagnir um að Katar hafi greitt mútur til að ná sínu fram. Auk þess benti margt til að Katar og Rússland hafi tekið höndum saman og hjálpast að í umsókarferlinu. Ríkin tvö höfðu jú gert með sér jarðgassamning árið áður og margir vildu meina að fulltrúar ríkjanna hafi greitt hinu atkvæði sitt í atkvæðagreiðslum um gestgjafaríkin. Í maí 2011, aðeins hálfu ári eftir að Katar og Rússland voru tilkynntir gestgjafar mótsins, steig Phaedra Almajid fram og lýsti því að Issa Hayatou og Jacques Anouma, fulltrúar Knattspyrnusambands Afríku í framkvæmdanefndinni, hafi fengið 1,5 milljónir Bandaríkjadala, sem jafngildir tæplega 300 milljónum króna á gengi dagsins í dag, í mútur frá katörskum embættismönnum. Þá fékk Jack Warner, þáverandi formaður Knattspyrnusambands Karíbahafsríkja, Mið- og Norður-Ameríku (CONCACAF) tvær milljónir dala í gegn um Katarskt félag. Félagið, Kemco, var í eigu Mohamed Bin Hammam, sem var í framkvæmdanefnd FIFA árið 2010 fyrir hönd Katar. Kettir í Trump turni Á þeim tólf árum sem eru liðin síðan Katar var valið til að halda mótið hafa sextán af tuttugu og tveimur nefndarmönnum verið rannsakaðir eða bendlaðir við spillingu og mútuþægni. Margir þeirra hafa verið sóttir til saka í Bandaríkjunum, fyrir fjárglæpi. Það voru raunar Bandaríkjamenn sem drógu spillingu innan FIFA upp á yfirborðið. Skattstofa Bandaríkjanna hafði haft Chuck Blazer, fyrrverandi aðalritara CONCACAF, til rannsóknar en hann hafði ekki borgað skatt í á annan áratug þegar rannsóknin hófst. Í ljós kom að Blazer hafði, ásamt fyrrnefndum Jack Warner forseta sambandsins, gengið í fjárkistur CONCACAF eins og þær væru hans eigin. Chuck Blazer átti um margra ára skeið sæti í framkvæmdanefnd FIFA en hann var jafnframt aðalritari CONCACAF.Getty/Julian Finney Hann átti til að mynda tvær íbúðir í Trump turni á Manhattan í New York, þar sem skrifstofur CONCACAF voru jafnframt til húsa. Hann hafði ekki borgað sjálfur fyrir íbúðirnar, heldur sambandið, og aðra notaði hann eingöngu fyrir kettina sína. Þá hafði sambandið jafnframt keypt fyrir hann glæsivillu á Miami. Rannsóknin var á vegum skattstofunnar, eins og áður segir, og Alríkislögreglunnar FBI. Eftir nokkra rannsókn nálguðust rannsakendur Blazer og buðu honum að gerast uppljóstrari, ellegar hann yrði sóttur til saka fyrir glæpi sína sem hann átti áratuga fangelsi yfir höfði sér fyrir. Og Blazer féllst á það. Með hans hjálp komst upp um víðtæka spillingu innan FIFA, mútugreiðslur og mútuþægni. Neita að hafa greitt mútur Bandarísk löggæsluyfirvöld gefa sér talsvert meira vald en margar aðrar lögreglustofnanir og gat því sótt erlenda ríkisborgara til saka. Ástæðan var jú sú að margar af mútugreiðslunum höfðu þurft að fara í gegn um bandaríska banka. Banki í Katar er nefnilega ekki endilega í beinum viðskiptum við banka í Trínídad og Tóbagó í Kyrrahafinu heldur þurfa greiðslur að fara í gegnum Bandaríkin. Þannig komst upp um víðtæka spillingu innan FIFA, sem náði hápunkti í Zurich árið 2015 þegar margir hátt settir menn innan sambandsins voru handteknir fyrir spillingu og mútuþægni. Taka ber fram að knattspyrnusamband Katar hefur ávallt hafnað ásökunum um spillingu þegar það sóttist eftir að fá að halda mótið. Þá komst siðanefnd Alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA að þeirri niðurstöðu eftir tveggja ára rannsókn að ekkert hafi átt sér stað við valferlið sem hafa þyrfti sérstakar áhyggjur af. Sagði af sér eftir útgáfu hvítþveginnar skýrslu Rannsókninni lauk með útgáfu skýrslu Michael J. Garcia, sem hann vann á árunum 2012 til 2014. Fram kom í skýrslunni að ekki væri hægt að færa sönnur fyrir því að þeir kjörgengu í framkvæmdastjórninni hefðu selt atkvæði sín í tengslum við mótin í Katar og Rússlandi. Þar fundust hins vegar alvarlegir misbrestir í störfum þeirra og lagt til að aðilar í nefndinni yrðu rannsakaðir frekar. Garcia þessi er fyrrverandi saksóknari í Bandaríkjunum en hann sagði upp hjá FIFA þegar í ljós kom að hvítþvegin útgáfa skýrslu hans var gefin út, þar sem sérstaklega höfðu verið fjarlægðir hlutar sem snertu á forsetanum Sepp Blatter. Í skýrslunni var hins vegar skýrt komið inn á mútufé sem þeir Nicolas Leoz og Ricardo Teixeira, meðlimir framkvæmdanefndarinnar, hefðu þegið frá fyrirtækinu International Sport & Leisure, sem sá um sölu á sjónvarpsréttindum FIFA, á árunum 1992 til 2000. Báðir voru þeir á meðal þeirra sem voru ákærðir af bandarísku alríkislögreglunni, FBI, eftir veigamikla rannsókn embættisins á starfsemi FIFA árið 2015. Í nýlegri heimildaþáttaseríu Netflix um sambandið, FIFA: Uncovered, segir að mútugreiðslur, gasleiðslusamningar frá Katar til bæði Rússlands og Taílands, sjónvarpssamningar við katarska fjölmiðlaveldið beIN Sports og sala Frakklands á þotum til Katar séu á meðal þess sem hafði áhrif á hvernig atkvæði féllu. Sepp Blatter, sem var forseti FIFA frá 1998 ti 2015, viðurkenndi nýlega í viðtali við svissneska dagblaðið Tages-Anzeiger að það hafi verið mistök að velja Katar til að halda HM 2022. Hann hafi sjálfur viljað að HM 2022 færi fram í Bandaríkjunum og þannig yrðu mótin 2018 og 2022 ákveðin táknmynd fyrir frið. Rússland og Bandaríkin, þessir miklu pólitísku andstæðingar, myndu standa saman í mótahaldinu. Þá vakti hann máls á því í viðtalinu hve furðulegt það er að Gianni Infantino, núverandi forseti FIFA, sé búsettur í Katar. Infantino hefur verið margsakaður um spillingu, til dæmis í tengslum við óeðlilega samninga UEFA sem upplýst va rum í Panama-skjölunum árið 2016. Hann hefur þá verið til rannsóknar í Sviss fyrir spillingu en flutti til Katar til að forðast frekari aðgerðir svissneskra stjórnvalda. Alvarleiki íþróttaþvotts Infantino var þá gagnrýndur nýlega eftir að hann sendi bréf til þátttökuþjóða Hm í Katar. Þar brást hann við beiðni margra landsliðanna til að bera regnbogaarmbönd til stuðnings réttindum hinsegin fólks. Samkynhneigð er ólögleg í Katar, sem hefur verið harðlega gagnrýnt nú í aðdraganda mótsins. Í bréfinu sagði Infantino að landsliðin ættu að einbeita sér að fóboltanum. Þá skrifaði hann að forðast ætti að drga fóboltann inn í „hverja einustu hugmyndafræðilegu eða pólitísku deilu sem fyrirfinnst.“ Margir hafa sakað Infantino að standa með þessu með Katörum að íþróttaþvotti. Það er, að nota íþróttir til að draga athyli alþjóðasamfélagsins frá mannréttindabrotum og glæpum. Eitt þekktasta dæmi svokallaðs íþróttaþvotts (e. sportswashing) eru Ólympíuleikarnir 1936 sem fóru fram í Þýskalandi nasista. Annað dæmi, frá FIFA sjálfu, er þegar HM í fótbolta fór fram í Argentínu árið 1978. Þá var fasísk herforingjastjórn við völd í Argentínu en þáverandi forseti FIFA, Joao Havelange, vildi lítið um það ræða og hundsaði athugasemdir stjórnarandstæðinga um þau neikvæðu áhrif sem mótið hefði. Með því að fá að halda mótið árið 1978 hafi fasísk stjórnvöld náð að beina sjónum alþjóðasamfélagsins frá mannshvörfum, morðum og öðrum mannréttindabrotum og að glansmynd fótboltans. Landslið Argentínu sjálfrar stóð uppi sem sigurvegari mótsins. Argentínumenn voru heimsmeistarar í fótbolta í fyrsta sinn. Margir telja að gleði Argentínumanna sjálfra vegna sigursins hafi orðið til þess að herforingjastjórnin varði eins lengi og hún gerði. David Beckham og glansmyndin Nú í aðdraganda mótsins hefur Katar eytt meira en 229 milljörðum Bandaríkjadala í uppbyggingu fyrir mótið, enda var aðeins einn fótboltaleikvangur í landinu öllu þegar Katar fékk verkefnið. Fæstir vallanna munu standa eftir að mótinu lýkur. Enda er lítil þörf fyrir átta 40-80 þúsund manna velli í landi þar sem að meðaltali 672 mættu á leiki í efstu deild á leiktímabilinu 2016 til 2017. Flestir vallanna verða ýmist snarminnkaðir eða rifnir með öllu og sætin gefin til þróunarlanda. Allt saman er þetta gert með meðfylgjandi kolefnisspori. Vísir fjallaði ítarlega um byggingu vallanna fyrr á þessu ári. Minnst sjö þúsund farandverkamenn, flestir frá Indlandi, Nepal og Bangladess, hafa látið lífið við uppbyggingu innviða fyrir mótið, eins og fótboltaleikvanga. Fjallað hefur verið um að flestir þessara manna hafi, í örvæntingu sinni til að fá vinnu, samþykkt að greiða atvinnurekendum himinháa leigu og flugmiða og þannig verið orðnir stórskuldugir. Auk þess hafi atvinnurekendur lagt hald á vegabréf mannanna og þessu kerfi verið líkt við nútímaþrælahald. Og fleiri misbrestir katarskra stjórnvalda hafa verið dregnir í kastljósið í aðdraganda keppninnar. Fyrst má nefna bága stöðu kvenna í landinu, sem hefur verið mikið gagnrýnd, og stöðu hinseginfólks en það er ólöglegt að vera samkynhneigður í landinu. Katörsk stjórnvöld hafa unnið hörðum höndum að því að mála glansmynd af landinu, til dæmis með aðstoð eins frægasta fótboltakappa síðari tíma. Svo er það auðvitað tjáningar- og fjölmiðlafrelsið. Sem er ekkert í Katar. Katarir stofnuðu samt fjölmiðilinn Al Jazeera, sem hefur verið leiðandi í pólitískri umfjöllun í Mið-Austurlöndum. Þar er samt einn hængur á: Al Jazeera má ekki fjalla gagnrýnið um katörsk stjórnvöld. Og nú þegar hafa borist fregnir frá Katar um ógnandi hegðun lögreglu gagnvart erlendum fjölmiðlum. Danski fréttamaðurinn Rasmus Tantholdt var stöðvaður af öryggisvörðum í beinni útsendingu og honum hótað að myndavélin yrði brotin. Fréttastofa ræddi við Rasmus í vikunni vegna atviksins, sem hann sagði lýsandi fyrir það hvernig Katar er, alla jafna.
Katarar hætta við á síðustu stundu og banna bjórinn Yfirvöld í Katar hafa tekið algjöra U-beygju varðandi bjórsölu nú þegar aðeins tveir dagar eru í að hið umdeilda heimsmeistaramót karla í fótbolta hefjist þar með leik heimamanna við Ekvador. 18. nóvember 2022 10:48
Enginn sem býður sig fram gegn Infantino Gianni Infantino verður einn í kjöri þegar kosið verður um forseta alþjóðaknattspyrnusambandsins í mars á næsta ári. Enginn býður sig fram gegn forsetanum núverandi sem verið hefur verið stjórnvölinn síðan 2016. 17. nóvember 2022 21:46
Átti að hreinsa upp skítinn en fær nú hæli í Katar „Einbeitið ykkur að fótboltanum“ sagði Gianni Infantino, forseti FIFA, í bréfi til þátttökuþjóða á HM í Katar tæpum þremur vikum fyrir upphafsflaut mótsins sem hefst á sunnudaginn kemur. FIFA hefur dregið í land með ýmis loforð fyrir mótið og lítið pláss virðist vera fyrir mannréttindamál hjá forseta sem á nú hæli í gestgjafaríkinu. 17. nóvember 2022 10:00