Morgan heldur áfram að deila stiklum úr þessu langa viðtali þar sem hann og Ronaldo fara um víðan völl. Þar hafa meðal annars birst stiklur þar sem knattspyrnumaðurinn fer ófögrum orðum um Manchester United og þjálfara liðsins, Erik ten Hag.
Í nýjustu stiklunni ræða þeir þó um allt annað en fótbolta. Ronaldo og kærasta hans, Georgina Rodriguez, eignuðust tvíbura fyrr í sumar, en aðeins annað barnið lifði fæðinguna af.
„Piers, þetta var líklega versta stund lífs míns síðan pabbi minn dó. Þegar þú eignast barn þá býstu við því að allt sé eðlilegt, en þegar þú lendir í vandamálum þá er það erfitt,“ sagði Ronaldo.
„Sem manneskjur þá áttum við Georgina erfiðar stundir því skiljum ekki af hverju þetta kemur fyrir okkur. Þetta var erfitt. Það er mjög erfitt að reyna að skilja hvað er að gerast á þessum tímapunkti í lífi okkar. En fótboltinn hélt áfram eins og þú veist. Það eru svo margar keppnir í gangi og mikill hraði í þeim heimi og fótboltinn stoppar ekkert.“
„Þetta var líklega erfiðasta stund lífs míns. Bæði fyrir mig og fjölskylduna mína og þetta var auðvitað sérstaklega erfitt fyrir Georginu.“
Þá segir Ronaldo einnig að þrátt fyrir þessa miklu sorg hafi fjölskyldan einnig verið að fagna komu dótturinnar sem lifði fæðinguna af og hann segir það vera skrýtna tilfinningu.
„Þetta er skrýtið. Ég reyndi að útskýra þetta fyrir fjölskyldunni minni og vinum og ég sagði þeim að ég hefði aldrei upplifað það að vera glaður og leiður á sama tíma. Ég hef aldrei fundið það áður og það er erfitt að útskýra það. Maður veit ekki hvort maður á að gráta eða brosa af því að þetta er eitthvað sem maður veit ekki hvernig á að bregðast við. Maður veit ekki hvað maður á að gera ef ég á að vera hreinskilinn,“ sagði Ronaldo að lokum.
"That moment was probably the most difficult moment that I have in my life."
— Piers Morgan Uncensored (@PiersUncensored) November 15, 2022
Cristiano Ronaldo opens up about the devastating death of his baby son, telling Piers Morgan: "We don't understand why it happened to us."@cristiano | @piersmorgan | @TalkTV | #PMU pic.twitter.com/tOba0WJpBf