Vilja fá Haaland lánaðan í 28 daga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2022 09:01 Er smá obbolítil möguleiki á því að Pep Guardiola leyfi Erling Haaland að fara á láni? Getty/James Gill Þótt þú spilar í sjöundu deild enska boltans þá er það ekki vegna skorts á metnaðarfullum ráðagerðum eða húmor. Ashton United spilar í G-deildinni á Englandi sagði frá því á Twitter síðu félagsins að félagið hafi kannað möguleikann á því að fá einn besta sóknarmann heims á láni. Not just Ronaldo talk on Talking Balls with @Radio_Gaz & @Natalie_Pike_ Should @ManCity take @AshtonUnitedFC up on their offer? Join us from 6! 0800 218 22 55— BBC Sport Manchester (@BBCRMsport) November 14, 2022 Þar erum við að tala um norska framherjann Erling Braut Haaland hjá Manchester City sem hefur skorað 23 mörk í 17 deildar- og Meistaradeildarleikjum á sínu fyrsta tímabili hjá City. Ashton United gekk svo langt í gríninu að það sendi Manchester City formlega beiðni um lánsamning. Haaland hefur nefnilega ekkert að gera næsta mánuðinn þar sem norska landsliðið komst ekki á HM í Katar og ekkert verður spilað í ensku úrvalsdeildinni fyrr en á annan í jólum. Ashton menn vilja fá Haaland að láni í 28 daga og á þeim tíma ætti hann að ná fjórum leikjum með liðinu. - #aufc can confirm that an approach has been made for @ManCity striker Erling Haaland. https://t.co/VvWbpqdd0e#oneclub pic.twitter.com/8tzAq9o2Sy— Ashton United FC (@AshtonUnitedFC) November 14, 2022 Pep Guardiola hafði smá áhyggjur af því að Haaland myndi leyfa sér aðeins of mikið í fríinu og kæmi of þungur til baka en Norðmaðurinn þarf líka smá tíma til að ná sér alveg góðum af meiðslunum sem háðu honum á dögunum. City er fimm stigum á eftir Arsenal og þarf því á heitum Haaland að halda þegar fjörið byrjar á nýju eftir jól. Litla félagið Ashton United er frá Ashton-under-Lyne, sem er úthverfi í Manchester ekki langt frá Ethiad Stadium, heimavelli stórliðs Manchester City. Heimavöllur liðsins, Hurst Cross, tekur 4500 manns en aðeins 250 í sæti. Heimasíða Ashton United datt út undan öllu álaginu sem fylgdi en með öllu þessu grínu þá voru forráðamenn félagsins að auglýsa miða á heimaleiki liðsins. Húmor þeirra hefur vissulega komið Ashton United liðinu á kortið því eftir þetta grín þá hafa margir heyrt nafn félagsins í fyrsta sinn. Erling Haaland could play four matches for @AshtonUnitedFC, if #ManCity accept a 28-day loan deal: @LancasterCityFC (A) @SouthShieldsFC (A) @Liversedge_FC (H) @MarskeUnitedFC (H)Note: @ErlingHaaland would be unavailable vs @BamberBridgeFC due to international duty.— City Xtra (@City_Xtra) November 14, 2022 Enski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sanngjarn heimasigur Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira
Ashton United spilar í G-deildinni á Englandi sagði frá því á Twitter síðu félagsins að félagið hafi kannað möguleikann á því að fá einn besta sóknarmann heims á láni. Not just Ronaldo talk on Talking Balls with @Radio_Gaz & @Natalie_Pike_ Should @ManCity take @AshtonUnitedFC up on their offer? Join us from 6! 0800 218 22 55— BBC Sport Manchester (@BBCRMsport) November 14, 2022 Þar erum við að tala um norska framherjann Erling Braut Haaland hjá Manchester City sem hefur skorað 23 mörk í 17 deildar- og Meistaradeildarleikjum á sínu fyrsta tímabili hjá City. Ashton United gekk svo langt í gríninu að það sendi Manchester City formlega beiðni um lánsamning. Haaland hefur nefnilega ekkert að gera næsta mánuðinn þar sem norska landsliðið komst ekki á HM í Katar og ekkert verður spilað í ensku úrvalsdeildinni fyrr en á annan í jólum. Ashton menn vilja fá Haaland að láni í 28 daga og á þeim tíma ætti hann að ná fjórum leikjum með liðinu. - #aufc can confirm that an approach has been made for @ManCity striker Erling Haaland. https://t.co/VvWbpqdd0e#oneclub pic.twitter.com/8tzAq9o2Sy— Ashton United FC (@AshtonUnitedFC) November 14, 2022 Pep Guardiola hafði smá áhyggjur af því að Haaland myndi leyfa sér aðeins of mikið í fríinu og kæmi of þungur til baka en Norðmaðurinn þarf líka smá tíma til að ná sér alveg góðum af meiðslunum sem háðu honum á dögunum. City er fimm stigum á eftir Arsenal og þarf því á heitum Haaland að halda þegar fjörið byrjar á nýju eftir jól. Litla félagið Ashton United er frá Ashton-under-Lyne, sem er úthverfi í Manchester ekki langt frá Ethiad Stadium, heimavelli stórliðs Manchester City. Heimavöllur liðsins, Hurst Cross, tekur 4500 manns en aðeins 250 í sæti. Heimasíða Ashton United datt út undan öllu álaginu sem fylgdi en með öllu þessu grínu þá voru forráðamenn félagsins að auglýsa miða á heimaleiki liðsins. Húmor þeirra hefur vissulega komið Ashton United liðinu á kortið því eftir þetta grín þá hafa margir heyrt nafn félagsins í fyrsta sinn. Erling Haaland could play four matches for @AshtonUnitedFC, if #ManCity accept a 28-day loan deal: @LancasterCityFC (A) @SouthShieldsFC (A) @Liversedge_FC (H) @MarskeUnitedFC (H)Note: @ErlingHaaland would be unavailable vs @BamberBridgeFC due to international duty.— City Xtra (@City_Xtra) November 14, 2022
Enski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sanngjarn heimasigur Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira