Katrín Tanja í æfingabúðum hjá fimmföldum heimsmeistara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2022 08:30 Katrín Tanja Davíðsdóttir er hér við hlið Mat Fraser en með þeim eru einnig Jayson Hopper, Mal O’Brien og Amanda Barnhart. Instagram/@mathewfras Íslenska CrossFit stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir er að prófa nýja hluti eftir vonbrigðin í fyrra og gekk hún fyrr í haust til liðs við HWPO Training. HWPO Training er þar sem fimmfaldi heimsmeistarinn Mat Fraser ræður ríkjum og hefur aðstoðað CrossFit fólk eftir að hann hætti að keppa sjálfur. Katrín Tanja er ekki eina stórstjarnan sem gekk til liðs við HWPO Training fyrir komandi tímabil því það gerðu líka Amanda Barnhart og Samuel Kwant. Þau hafa öll unnið saman áður undir stjórn Ben Bergeron hjá CompTrain. View this post on Instagram A post shared by HWPO Training | Mat Fraser (@hwpotraining) Fyrir hjá HWPO Training var hin unga en gríðarlega öfluga Mal O’Brien sem varð í öðru sæti á síðustu heimsleikum eftir að hafa verið kosin nýliði ársins árið á undan. Fraser og Katrín urðu bæði heimsmeistarar árið 2016 en þá var Katrín að vinna í seinna skiptið en Fraser sinn fyrsta titil. Fraser endaði á því að vinna fimm ár í röð og setja met. Katrín Tanja hafði árið á undan komið heim og æft undir stjórn Jami Tikkanen, sem hefur verið þjálfari Anníe Mistar Þórisdóttur í meira en áratug. Katrín er ekki eini Íslendingurinn sem fylgir æfingaprógrammi HWPO Training því það gerir einnig Þuríður Erla Helgadóttir sem náði bestum árangri íslenskra kvenna á síðustu heimsleikum. View this post on Instagram A post shared by Mathew Fraser (@mathewfras) Hluti hópsins kom saman og æfði saman í síðustu viku. Mat Fraser sagði frá þessum vikuæfingabúðum þar sem nýir meðlimir hópsins komu og æfðu með honum og öðrum stjörnum. Fraser birti meðal annars mynd af sér með Katrínu Tönju, Jayson Hopper, Mal O’Brien og Amöndu Barnhart. Það leit út fyrir að Katrín Tanja og Mal hafi náð vel saman en Katrín birti meðal annars skemmtilegar myndir af þeim á Gillette Stadium, heimavelli New England Partriots. Katrín vann tvo heimsmeistaratitla á árunum 2015 og 2016 en Mal O’Brien er enn bara átján ára gömul og hefur allt til alls til að vinna sjálf heimsmeistaratitla í framtíðinni. Mal hefur tekið stórtækum framförum undir stjórn Mat Fraser sem lofar vonandi góðu fyrir okkar konu. Katrín Tanja þarf nú endurkomuár eftir að hafa misst af heimsleikunum á þessu ári. Það verður fróðlegt að sjá hvort Fraser nái að koma henni aftur í hóp þeirra bestu í heimi. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) View this post on Instagram A post shared by NOBULL (@nobull) CrossFit Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Sjá meira
HWPO Training er þar sem fimmfaldi heimsmeistarinn Mat Fraser ræður ríkjum og hefur aðstoðað CrossFit fólk eftir að hann hætti að keppa sjálfur. Katrín Tanja er ekki eina stórstjarnan sem gekk til liðs við HWPO Training fyrir komandi tímabil því það gerðu líka Amanda Barnhart og Samuel Kwant. Þau hafa öll unnið saman áður undir stjórn Ben Bergeron hjá CompTrain. View this post on Instagram A post shared by HWPO Training | Mat Fraser (@hwpotraining) Fyrir hjá HWPO Training var hin unga en gríðarlega öfluga Mal O’Brien sem varð í öðru sæti á síðustu heimsleikum eftir að hafa verið kosin nýliði ársins árið á undan. Fraser og Katrín urðu bæði heimsmeistarar árið 2016 en þá var Katrín að vinna í seinna skiptið en Fraser sinn fyrsta titil. Fraser endaði á því að vinna fimm ár í röð og setja met. Katrín Tanja hafði árið á undan komið heim og æft undir stjórn Jami Tikkanen, sem hefur verið þjálfari Anníe Mistar Þórisdóttur í meira en áratug. Katrín er ekki eini Íslendingurinn sem fylgir æfingaprógrammi HWPO Training því það gerir einnig Þuríður Erla Helgadóttir sem náði bestum árangri íslenskra kvenna á síðustu heimsleikum. View this post on Instagram A post shared by Mathew Fraser (@mathewfras) Hluti hópsins kom saman og æfði saman í síðustu viku. Mat Fraser sagði frá þessum vikuæfingabúðum þar sem nýir meðlimir hópsins komu og æfðu með honum og öðrum stjörnum. Fraser birti meðal annars mynd af sér með Katrínu Tönju, Jayson Hopper, Mal O’Brien og Amöndu Barnhart. Það leit út fyrir að Katrín Tanja og Mal hafi náð vel saman en Katrín birti meðal annars skemmtilegar myndir af þeim á Gillette Stadium, heimavelli New England Partriots. Katrín vann tvo heimsmeistaratitla á árunum 2015 og 2016 en Mal O’Brien er enn bara átján ára gömul og hefur allt til alls til að vinna sjálf heimsmeistaratitla í framtíðinni. Mal hefur tekið stórtækum framförum undir stjórn Mat Fraser sem lofar vonandi góðu fyrir okkar konu. Katrín Tanja þarf nú endurkomuár eftir að hafa misst af heimsleikunum á þessu ári. Það verður fróðlegt að sjá hvort Fraser nái að koma henni aftur í hóp þeirra bestu í heimi. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) View this post on Instagram A post shared by NOBULL (@nobull)
CrossFit Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti